Jökull


Jökull - 01.12.1962, Side 15

Jökull - 01.12.1962, Side 15
7. mynd. Kaldakvísl ofan Sauða- fells hefur rutt sig og frosið á ný. Kaldakvisl river upstream of Saufía- fell. River (to the right of the per- son) has broken off its ice cover, pushed the brash on gravel bars on its left bank (behind the snowmo- bilc). A new cover has been formed. Photo: S. Rist. töluverðan varma, 11—15 kl/s af 1— 2° C heitu vatni. í Þóristungum bætist lindáin Tjaldkvísl í Köldukvísl. 5.23. Þjórsá frá Eyvafeni. ís leggst á efsta hlutann að haustinu, en áll helzt auður fyrst í stað, ofan frá Bólstað og niður lijá Eyvafeni. Mikið krap sezt að í íarveginum og jrrengir hann. Grefst farvegurinn jrá oft og iðulega og álar flytjast til, meðan ána er að leggja. Hækk- un árinnar er 2—3 m. Neðan Eyvafens mjókkar farvegurinn nokkuð, en er þó breiður allt niður að Dynk. Grunnstingull leggst jrarna víða að, íshellur og hrannagarðar myndast, en lilykkj- óttir álar haldast opnir fyrst í stað. Neðan Svartár og undan Norðlingaöldu ólga upp allvatnsmiklar lindir úr jjversprungum í botni Þjórsár. Þær halda auðum vökum og liindra alla grunnstingulsmyndun, en á aðeins mjög skammri leið niður frá þeim. Farvegurinn er breiður, sorfinn i'it af ísi. Vatnsstaðan hækk- ar af hrönn um 1—3 metra. Meðan þetta gerist, flyzt verulegt magn af skriði niður Þjórsá, en áin má teljast auð í gljúfrunum frá Hvannagiljafossi og frarn um Gljúfurleitarfoss, skarir alls staðar, þar sem vatn er kyrrstætt, og íshattar á steinum. Fyrir neðan Gljúfurleit strandar krapaförin á grynningum, og höfuðísar vaxa hratt. Þeir jrrengja æ meir að skriðinu, og Þjórsá fer fljótt á ís í dalnum milli Búðarháls og Fitjaskóga. Hrönn hleðst upp neðan við Gljúfurleitarfoss. Mjó straum- og lindavök lielzt í Þjórsá niður frá Skúms- tungum. Lindaseyrur koma undan hrauninu, sem hrakið hefur Þjórsá vestur að brekkunum. 5.3. Þjórsá frá ármótum vifí Tungnaá og til hafs. ASur en gangur ísalagna í Þjórsá er rakinn frá ármótunum við Tungnaá og til hafs, er rétt að draga saman úr köflunum hér á undan nið- urstöður þær, sem skipta meginmáli. 1) Tungnaá er jafnan auð frá Hófsvaði og Kaldakvísl frá Sauðafelli. a) Tungnaá flytur ógrynni af skriði út í Þjórsá í hverjum frostakafla allan vet- urinn, einkum í upphafi frosta. b) Fliitur auða vatnsins minnkar í frost- um, sem leiðir aftur til þess, að skriðið minnkar. c) Stöku sinnum, einu sinni til jrrisvar á vetri, hrannast Tungnaá upp hjá Haldi, einmitt Jregar ísmyndun er örust, og þá dregur úr eða tekur alveg fyrir flutning hennar á skriði út í Þjórsá. Þá dregur einnig verulega úr rennslinu eða tekur alveg fyrir það sem snöggvast. d) 1 mildri tíð eykst yfirborð auða vatns- ins. Fíitastig árvatnsins helzt niður undir 0° C, þar til ísinn er étinn burtu úr liinum vota hluta farvegsins, en hækkar Jrá skyndilega um 1 til 2° C. e) Venjan er, að ísinn er vart allur leystur, Jjegar veður kólnar á ný, og þá er skrið komið skjótt í Tungnaá, einkurn neðsta JÖKULL 13

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.