Jökull


Jökull - 01.12.1962, Blaðsíða 47

Jökull - 01.12.1962, Blaðsíða 47
breið sylla og að efnið í henni var jökull, að undanteknum smáísgarði, sem vatnið hlóð upp við upptök árinnar, enda gjörðist atburður sá, sem Hannes segir frá, að sumarlagi. (Þess er að vísu ekki getið í þættinum, en er eftir sam- tali við Hannes sjálfan.) Þetta kemur alveg heim við það, sem ég minnist frá æsku minni, meðan enn var farið á undirvarpi. Hannes hefur sagt mér, að undirvarp hafi oft verið við Jökulsá að sumrinu, en sjaldan að vetrinum. Jökulbrúin var á þeim árum, sem hér er um að ræða, há og nærri þverhnípt, en undirvarpið var alveg flatt og tók mjög lítið upp fvrir vatnsborð, og þar sem hiti vatnsins var ckki meiri en svo, að ísgarður myndaðist við það og í því að sumarlagi, er líklegast, að hitamis- munur lofts og vatns hafi að mestu myndað undirvörpin, þannig að sumarhitinn hefur brætt jökuljaðarinn, en árvatnið verndað hann, þar sem það náði til. Undirvarp var því í raun og veru þrep fram með þverhniptum jökli og var nefnt þessu nafni, hvort sem það var eingöngu úr jökulís eða isskör, sem sat föst á jöklinum, eða hvort tveggja, eins og oft var. Orðið undirvarp er án efa gamalt í málinu og mun ekki hafa verið frá öndverðu bundið við jökul eins og nú. Ekki er þó kunnugt nema eitt dæmi um þetta orð frá gamalli tíð, en þar virðist það merkja neðstu hlíðina í Hafursey, og nú mun aðeins tímaspursmál, hvenær það liverfur með öllu i'ir lifandi máli. Sigurður Björnsson. S U M M A R Y : The author describes a narrow shelf of ice forming at steep glacier margins xuhere a big glacial river wells uj) in turbulent cascade. This is called undirvarp in Icelandic, a word dif- ficult to translate. The undirvarp luas frequent- ly used, both winter and summer, as a passage even for horses to avoid fording the river it- self. By the recession and thinning of the glacier the undirvarp has disappeared and is nowhere to be found at present in Iceland. No j)hoto of undirvarp seems to exist. FJALLAMENN Rótgróin munnmæli herma, að fyrrum hafi norðlenzkir vermenn lagt leið siná yfir Vatna- jökul þveran, er þeir sóttu til sjóróðra í Suður- sveit og Hornafjörð, en slíkar ferðir hafi skyndi- lega lagzt niður, er fjöldi Norðlendinga drukkn- aði í áhlaupaveðri á góuþrælinn 1575. Sterkar líkur benda til þess, að fyrr á öldum hafi byggðamenn vitað allgóð skil á Gríms- vötnum og eldgosum þar, þótt síðar væri þeim ruglað saman við Grænalón og jafnvel Veiði- vötn. Þegar Einar Brynjólfsson frá Stóranúpi greip Fjalla-Eyvind og Höllu í Innrahreysi á Sprengisandsleið 7. ágúst 1772, ritar hann í skýrslu sína: „Sáum við jökul til hægri liandar [þ. e. Tungnafellsjökul] og raunar enn annan bak við hann, þar sem Eyvindur þjófur kvað Grímsvötn1) vera.“ Bendir þetta ótvírætt til 1) Hrakningar og heiðavegir I. b., 47. bls. JÖKULL 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.