Jökull - 01.12.1962, Blaðsíða 13
uppistöðupyttum milli eyjanna. Skriðið þjapp-
ast venjulegast inn í þessa pytti, og Jtá leggst
yfir þá gráís, en á stöku stað lokast þeir af al-
auðir og þekjast glærís.
Loks, þegar grunnstingulseyjar, höfuðísar og
grunnstingulsgarðar, sem vaxið hafa með botni
á milli steina, girða þvert yfir farveginn eða
þjappa og spyrna við krapaförinni í þröngum
ál, svo að hún staðnar, er komið að lokastigi
ísalagna. Skriðið, sem kernur stöðugt ofan ána,
þjappast aðeins saman, staðnar, og áin verður
alþiljuð á skömmum tíma. Ishellumyndunin
fœrist þannig upp árnar. Enn er þó þörf margs
að gæta. íshellumyndunin fer ekki jafn hratt
alls staðar upp árnar. Á hallalitfum köílum ár-
innar gengur liún hraðast, og þar verður minnst
vatnsborðshækkun, sem fylgir ísalögnum. Þetta
skal skýrt nánar. Reynslan hefur sýnt, að ef
straumur vatnsins, sem kemur með aðvífandi
skrið að ísröndinni, er yfir 0,5 metrar á sekúndu,
þá megnar hann að dýfa skriðinu og stinga því
undir ísbrúnina. Isröndin helzt þá á sarna stað,
en færist ekki upp ána. Lyftikraftur vatnsins
heldur skriðinu, sem fer undir ísþekjuna fast.
upp að henni, en af því leiðir, að það eða
að minnsta kosti nokkur hluti þess klessist
neðan á ísþekjuna. Smájakar eru ætíð í skrið-
inu, þeir gera rispur upp í krapagrautinn,
en setjast síðan að. Af þessu leiðir, að í fyrsta
lagi þrengist vatnsopið undir ísþekjunni, í öðru
lagi spennist ísþekjan upp vegna aukins lyfti-
krafts; það gengur í Jtá átt að auka vatnsopið,
en vegur ekki upp á móti hindruninni, sem
krapinn gerir. Afleiðingin verður hækkandi
vatnsstaða í þversniði árinnar ofan við ísrönd-
ina, {}. e. a. s. flatarmál þversniðsins þar vex,
og þá má vera Ijóst, að straumhraðinn við ís-
röndina minnkar, Jtví að straumhraðinn stend-
ur f öfugu hlutfalli við flatarmál þversniðsins.
Þegar hækkunin er orðin nægileg til að setja
straumhraðann niður fyrir liið „krítiska“ mark,
tekur fyrir hana, Jtví að þá megnar straumurinn
ekki lengur að dýfa skriðinu undir ísþekjuna,
heldur sezt. það að við ísröndina og íshellu-
myndunin Jrokast þannig upp ána, koll af kolli.
Þetta er ekkert sérstakt fyrir Þjórsá og Jtverár
hennar, heldur hin algilda regla um það, hvernig
straumharðar ár leggur.
Venjulegast gengur þetta ekki svona rakleitt
í okkar hviklyndu veðráttu. ísalagnir eru rofnar
sundur af þíðviðrisdögum. Isinn tærist, rennsl-
ið eykst, nokkur hluti grunnstingulsins losnar
og ílýtur burt, hinn hlutinn tærist á staðnum.
Grunnstingulseyjar og brot úr skörum hafna
sem smájakar í víkum og vogum neðar meo
ánum.
Þótt tafir verði iðulega á ísmynduninni, læt-
ur hún þó sjaldnast standa á sér til lengdar.
Um eða fyrir miðjan nóvember eru árnar venju-
legast komnar undir ís hið efra. Hér er rétt að
staldra við og gera sér fulla grein fyrir, livað
átt er við með „hið efra“. Þannig hagar ein-
mitt til, að skörp skil ísalagna eru í megin-
stofnám Þjórsár: I Tungnaá um Hófsvaðf í
Köldukvísl undan Sauðafelli, í Þjórsá sjálfri
neðan Eyvafens, en þau skil eru þó hvergi nærri
eins glögg og í hinum ánum, því að ána leggur
að mestu niður að Hvanngiljafossi.
5.2. Fall- og lindasvœðið að ármótum Þjórsár
og Tungnaár.
5.21. Timgnaá frá Hófsvaði. Neðan Hófsvaðs
steypist Tungnaá út af brún yngsta Tungnaár-
hraunsins (nafngift G. Kj.). Þar eru einmitt liin
skörpu skil ísalagna. Gjörbreyttur farvegur og
lindavatn veldur þeim. Strax neðan hraunbrún-
arinnar koma upp í farveginum nálægt 1300
1/sek. af 5° C heitu vatni. Setjum svo, að rennsl-
ið í Tungnaá urn Hófsvað sé 50 kl/s og svifís-
myndun í fullum gangi, grunnstingullinn eins
og flosteppi um allan árbotninn á vaðinu og
mikið skrið að liefjast, — venjulegt ástand þeg-
ar ána er að leggja. Varmi lindavatnsins ætti
að hita 0° C krapavatn Tungnaár upp í 0,12°
C. Það er hreint ekki svo lítið, þegar J/iooo úr
stigi skiptir máli. I raunveruleikanum verður
blöndunin ekki algjör, en nægir þó til Jress að
stöðva ísmyndunina í bili, svo að hvergi festir
grunnstingul á steini. Ain er þakin skriði, Jtví
að lindavatnið bræðir ekki krapaförina, svo að
merkjanlegt verði. Ef skriðið ætti að hverfa sem
dögg fyrir sólu, nægði ekki minna af 5° C heitu
vatni en sem svarar til nær tvöfalds rennslis
Tungnaár sjálfrar.
Farvegur Tungnaár ofan hraunbrúnarinnar
er breiður og grunnur. Botninn er sléttur og
laus; sandeyrar og rif hér og hvar. Flatt er að
ánni, og ná vindar auðveldlega að leika um
vatnsborðið. Halli farvegarins er lítill og straum-
ur hægur. Neðan hraunbrúnarinnar er farveg-
urinn gjörólíkur. Breiddin er aðeins einn tíundi
af farveginum ofan hraunbrúnarinnar, eigin-
lega stórgrýtt gilskora í góðu skjóli milli hrauns
og hliða. Mikill halli og straumur hraður. Á
JÖKULL 11