Jökull


Jökull - 01.12.1968, Side 8

Jökull - 01.12.1968, Side 8
Mynd 2. Staðir á Langjökli, þar sem sýnum til tvívetnismælinga hefur verið safnað. Tölurn- ar við staðina eru 8-gildi efsta vetrarlagsins, þar sem því var safnað að vori, áður en veru- leg bráðnun hófst. Fig. 2. Sampling points on Langjökull. The numbers at each point are S-values of the uppermost winter layer. These samples were collected in Apri.l and May, before the melt- ing season began. Sýni tekið að vori af síðasta vetrarlagi jökuls- ins ætti því að gefa hugmynd um tvívetnis- magn vetrarúrkomunnar. En hvert er þá sam- hengið milli tvívetnis vetrarúrkomu og ársúr- komu? Tafla ] sýnir tvívetnismagn úrkomu frá þrem stöðum á suðvesturhluta landsins: Hvera- völlum, Vegatungu og Rjúpnahæð. í töflunni er tvívetnismagn úrkomu á tímabilinu októ- ber—apríl, tímabilinu maí—september og svo tvívetnismagn ársúrkomunnar. Úrkomumagn hvers tímabils er einnig sýnt. Samkvæmt töfl- unni er munurinn á tvívetni vetrarúrkomu og ársúrkomu mjög lítill. Þetta er andstætt því, sem er víðast hvar annars staðar, t. d. á megin- landi Evrópu. Orsökin er vafalaust sú, að hér er tiltölulega milt úthafsloftslag. Ef við gerum ráð fyrir, að vetur gangi í garð á jöklum í október, þá merkir þetta, að með því að fara á jökul að vori og safna sýnum af síðasta vetr- arsnjó er unnt að fá allnákvæma hugmynd um tvívetni ársúrkomunnar á lilutaðeigandi stað. 342 JÖKULL 18. ÁR Þá er gert ráð fyrir, að leysing sé ekki orðin svo mikil, þegar sýnatakan fer fram, að hún hafi náð að gegnbleyta vetrarsnjóinn. A árunum 1967 og 1968 voru farnar Jrrjár ferðir á Langjökul til þess að safna sýnum af síðasta vetrarlagi. Fyrsta ferðin var farin sam- eiginlega af Raunvísindastofnun og Orkustofn- un í apríllok 1967. Flogið var með Jiyrlu Land- helgisgæzlunnar á norðanverðan jökulinn og grafnar þar tvær holur gegnum síðasta vetrar- lag. Þessar holur eru sýndar sem L-I og L-II á Mynd 2. ð-giklin við hverja holu eru meðal- tvívetnismagn síðasta vetrarlags. í byrjun maí var síðan lagt á suðurjökulinn. Farartækið var að þessu sinni snjósleði, fenginn að láni hjá Gunnari Asgeirssyni, kaupmanni, hið ágætasta farartæki. Auk starfsmanna Raunvísindastofn- unarinnar var með í ferðinni einn sjálfboðaliði frá Jöklarannsóknafélaginu, Carl Eiríksson. I þessari ferð voru grafnar tvær holur gegnum síðasta vetrarlag, sýndar sem L-III og L-IV á Mynd 2. Fimmta holan, L-V, var svo grafin gegnum síðasta vetrarlag Langjökuls í maí 1968. Sú ferð var farin á snjóbíl Gosa í sam- Mynd 3. Tvívetni í úrkomu á Langjökli. Fig. 3. Deuterium in precipitation on Lang- jökull.

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.