Jökull


Jökull - 01.12.1968, Blaðsíða 8

Jökull - 01.12.1968, Blaðsíða 8
Mynd 2. Staðir á Langjökli, þar sem sýnum til tvívetnismælinga hefur verið safnað. Tölurn- ar við staðina eru 8-gildi efsta vetrarlagsins, þar sem því var safnað að vori, áður en veru- leg bráðnun hófst. Fig. 2. Sampling points on Langjökull. The numbers at each point are S-values of the uppermost winter layer. These samples were collected in Apri.l and May, before the melt- ing season began. Sýni tekið að vori af síðasta vetrarlagi jökuls- ins ætti því að gefa hugmynd um tvívetnis- magn vetrarúrkomunnar. En hvert er þá sam- hengið milli tvívetnis vetrarúrkomu og ársúr- komu? Tafla ] sýnir tvívetnismagn úrkomu frá þrem stöðum á suðvesturhluta landsins: Hvera- völlum, Vegatungu og Rjúpnahæð. í töflunni er tvívetnismagn úrkomu á tímabilinu októ- ber—apríl, tímabilinu maí—september og svo tvívetnismagn ársúrkomunnar. Úrkomumagn hvers tímabils er einnig sýnt. Samkvæmt töfl- unni er munurinn á tvívetni vetrarúrkomu og ársúrkomu mjög lítill. Þetta er andstætt því, sem er víðast hvar annars staðar, t. d. á megin- landi Evrópu. Orsökin er vafalaust sú, að hér er tiltölulega milt úthafsloftslag. Ef við gerum ráð fyrir, að vetur gangi í garð á jöklum í október, þá merkir þetta, að með því að fara á jökul að vori og safna sýnum af síðasta vetr- arsnjó er unnt að fá allnákvæma hugmynd um tvívetni ársúrkomunnar á lilutaðeigandi stað. 342 JÖKULL 18. ÁR Þá er gert ráð fyrir, að leysing sé ekki orðin svo mikil, þegar sýnatakan fer fram, að hún hafi náð að gegnbleyta vetrarsnjóinn. A árunum 1967 og 1968 voru farnar Jrrjár ferðir á Langjökul til þess að safna sýnum af síðasta vetrarlagi. Fyrsta ferðin var farin sam- eiginlega af Raunvísindastofnun og Orkustofn- un í apríllok 1967. Flogið var með Jiyrlu Land- helgisgæzlunnar á norðanverðan jökulinn og grafnar þar tvær holur gegnum síðasta vetrar- lag. Þessar holur eru sýndar sem L-I og L-II á Mynd 2. ð-giklin við hverja holu eru meðal- tvívetnismagn síðasta vetrarlags. í byrjun maí var síðan lagt á suðurjökulinn. Farartækið var að þessu sinni snjósleði, fenginn að láni hjá Gunnari Asgeirssyni, kaupmanni, hið ágætasta farartæki. Auk starfsmanna Raunvísindastofn- unarinnar var með í ferðinni einn sjálfboðaliði frá Jöklarannsóknafélaginu, Carl Eiríksson. I þessari ferð voru grafnar tvær holur gegnum síðasta vetrarlag, sýndar sem L-III og L-IV á Mynd 2. Fimmta holan, L-V, var svo grafin gegnum síðasta vetrarlag Langjökuls í maí 1968. Sú ferð var farin á snjóbíl Gosa í sam- Mynd 3. Tvívetni í úrkomu á Langjökli. Fig. 3. Deuterium in precipitation on Lang- jökull.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.