Jökull - 01.12.1968, Page 12
jöklinum, en 76% renni burtu þegar fyrsta
sumarið. Með því að notfæra sér vatnsgildi lags-
ins frá næstsíðasta ári má svo reikna út, að árs-
úrkoman við L-VI sé 3100 mm. Samkvæmt upp-
lýsingum Veðurstofunnar, sem hefur áætlað
meðal ársúrkomu við L-VI út frá öðrum for-
sendum, ætti hún að vera um 2800 mm. Mæl-
ingar á tvivetni kjarnans frá L-V og V-X, sem
báðar eru i tæplega 1300 metra hæð yfir sjávar-
máli, sýna, að 52% ársúrkomunnar sitja þar
eftir sem ís, en 48% renna burtu fyrsta árið.
Vatnsgildi kjarnans frá fyrra ári er ekki þekkt
við L-V. Við V-X bendir það hins vegar til,
að ársúrkoman þar sé 3100 mm, en það er í
góðu samræmi við 3000 mm úrkomuáætlun
Veðurstofunnar. Nú sem stendur er verið að
mæla tvívetnismagn kjarna úr fyrri árlögum frá
nokkrum öðrum stöðum á Vatnajökli. Þótt
ekki sé hægt að segja neitt með vissu um niður-
stöður þeirra mælinga, enn sem komið er, virð-
ist þó ýmislegt benda til, að þegar komið er
upp fyrir 1500 m hæð, nái vetrarlagið ekki að
gegnblotna yfir sumarið. En það merkir aftur,
að beinar mælingar á vatnsgildi kjarna úr fyrra
árlagi eiga að gefa til kynna heildarúrkomu
ársins.
Tvivetni sem hitamœlir liðins tíma
Sunnan í Bárðarbungu, í um 1830 m hæð,
var grafið og borað með snúningsbor nokkuð
niður í næstsíðasta vetrarlag. Staðurinn er
merktur V-IX á Mynd 4. Þá var boruð þarna
hola með bræðslubor niður á 41 m dýpi. A um
það bil 38 m dýpi var komið niður á tæran
ís, sem reyndist óslitinn niður á 41 m dýpi.
Mælingar á kjarna grynnri holunnar svo og ís-
kjarna neðan við 38 m dýpi, benda til þess, að
Bárðarbunga sé því sem næst gaddjökull, þ. e.
að lítil eða engin sumarbráðnun eigi sér stað.
Þetta eru mjög mikilsverðar upplýsingar, því
að samkvæmt þeim ætti tvívetnismagn íssins í
Bárðarbungu að endurspegla hitabreytingar lið-
inna alda, svipað og súrefnissamsætur gera í
Grænlandsjökli. Að vísu er ísinn neðst í jökl-
inurn á Bárðarbungu vart mjög gamall, ef til
vill 400—1000 ára, svo að mælingar á breytingu
árshita munu ekki ná yfir nema sögulegan
tíma. Slíkar mælingar eru þó vafalaust mikils
virði.
A árinu 1969 er ætlunin að reyna djúpborun
346 JÖKULL 18. ÁR
el'st á Bárðarbungu. Mun reynt að bora 100—
200 m djúpa holu með bræðslubornum. Hvort
slík borun tekst, er enn óvíst, úr því verður
reynslan að skera. Til allrar óhamingju breytir
bræðsluvatn það, sem myndast við borunina,
tvívetnismagni kjarnans, á meðan ekki er um
saml’elldan ís eða mjög gróft hjarn að ræða.
Því er þess að vænta, að kjarni tekinn með
bræðslubornum sé fyrst nothæfur til tvívetnis-
mælinga, þegar komið er niður fyrir 30 metra.
Þar fyrir ofan er því aðeins hægt að notast
við kjarna úr gryfju eða kjarna, sem tekinn er
með snúningsbor. Þar sem talsverð vandkvæði
munu vera á að ná sýnum niður á 30 m dýpi
á þann hátt, má búast við, að einhver eyða
verði í samfelldum mælingum á Bárðarbungu
á komandi sumri. Annað vandamál í sambandi
við djúpborun er svo tímasetning ískjarnans.
Þrívetnismælingar munu ef til vill aðeins not-
hæfar til að tímasetja ískjarna síðustu 20 árin.
Tvívetnismælingar má ef til vill einnig nota til
tímasetningar, en þó er það ekki fullvíst. Þriðji
möguleikinn til að tímasetja kjarnann á ein-
faldan hátt er sá, að í ísnum finnist öskulög
eldgosa, sem vitað er, hvenær áttu sér stað.
Bregðist þessar aðferðir, eru að vísu aðrar
þekktar, sem notfæra má við tímasetningu, svo
sem að mæla geislakol eða geislavirka kísilsam-
sætu, sem finnst í ísnum. Slíkar aðferðir eru þó
mjög flóknar og krefjast auk þess mikils magns
af ís.
Það er því augljóst, að enn er margt óleyst,
áður en hægt er að ráðast í endanlega borun
gegnum Bárðarbungu með fullkomnum árangri.
Sú borun, sem framkvæmd verður í ár, mun þó
væntanlega upplýsa, hvort djúpborun í Bárðar-
bungu veiti það miklar upplýsingar, að rétt-
lætanlegt sé að ráðast í hana. F.innig ætti að
koma í ljós, hvort unnt er að beita við borun-
ina tiltölulega einföldum aðferðum, eða hvort
meiri umsvif reynast nauðsynleg, en það merkir
þá jafnframt, að kostnaður við borunina eykst
verulega.
Notkun tvívetms við rannsóknir
á hreyfingum jökla
Að lokum er eitt atriði enn, sem ef til vill
má fá talsverðar upplýsingar um með tvívetnis-
mælingum. Það eru hrevfingar jökulsins. Til
að skýra þetta nánar má hugsa sér þversnið af