Jökull - 01.12.1968, Side 48
12. mynd. Breytingar jökulrandarinnar í Fremri
Tungnárbotnum 1889—1967. R: hop, m. A:
framskrið.
Fig. 12. Changes in the position of the glacier
front at Fremri Tungnúrbotnar 1889—1967. R:
recession, metres. A: advance.
hafi hlaupið 1945 eins mikið og milli Kerlinga
og Hamars.
Hjá Landmælingum Islands eru til loftmynd-
ir af Tungnárjökli, sem bandaríski herinn tók
í ágúst—október 1946. Myndir þessar eru hrein-
asta hnossgæti og eins kort liersins í mæli-
kvarða 1:50000 (U. S. AMS), sem gert er eftir
þeim. A myndunum sést greinilega, að Tungn-
árjökull hefur allur hlaupið fram 1945 og er
enn „tröllslega sprunginn" haustið 1946. A
kortinu kemur vel fram, hversu mislendur
hann er. Milli Nýjafells og Tungnárfjalla hef-
ur jökullinn hlaupið fram a. m. k. að innri
jökulöldunum, sem Pálmi lýsir 1927. Nýjafell
er á kafi, en sprungur miklar gefa til kynna,
hvar það er undir.
Haustið 1958 voru aftur teknar loftmyndir
af jökulröndinni frá Langasjó að Kerlingum í
sambandi við mælingar raforkumálastjóra á
Tungnársvæðinu. Einnig eru til loftmyndir frá
1960, teknar af bandaríska hernum.
Ferðir Jöklarannsóknafélagsins á Vatnajökul
úr Tungnárbotnum hófust 1953, og var jökul-
röndin þá slétt orðin og aflíðandi, svipað og
nú er (Thorarinsson 1953).
Arlegar breytingar jökulrandarinnar við
Jökulheima hafa verið mældar síðan 1955 (Fy-
thorsson 1963, 1964, 1965, 1966; Rist 1967).
382 JÖKULL 18. ÁR
Með hliðsjón af framanskráðum athugunum
og mælingum á kortum og loftmyndum hefur
verið gert línurit um breytingu jökulrandarinn-
ar í Tungnárbotnum sunnan við Nýjafell, sjá
Mynd 12. Framhlaup jökulrandarinnar 1945
hefur væntanlega verið l/2 til 2 km. Sennilegt
er, að jökullinn hafi einnig hlaupið fram ein-
hvern tíma á árunum 1915—1920.
Enda þótt jökulröndin sé á sama stað 1945
og um eða skömmu eftir aldamót, er þó enginn
vafi á því, að jökullinn hefur rýrnað mikið
á þessu tímabili.
Sumarið 1925 gekk Fr. le Sage de Fontenay
þáverandi sendiherra Dana ásamt Gunnlaugi
Briem á Tungnárjökul við Kerlingar. I tíma-
ritinu Andvara 1926 er ágæt lvsing ásamt
ljósmyndum og lauslegum uppdrætti af jökul-
röndinni við Kerlingar (de Fontenay 1926). Þá
var efri Kerlingin alveg umgirt jökli, og skrið-
jökull gekk niður í vatnið við neðri Kerling-
una.
Sumarið 1935 villtust austurrískir leiðang-
ursmenn upp á efri Kerlinguna á leið frá
Grímsvötnum að Pálsfjalli (fonas 1948). Þá
skildi mjó jökulalda milli skriðjöklanna norð-
an og sunnan við fjallið (Jonas 1948, bls. 150).
Eftir framhlaupið 1945 náðu skriðjöklarnir við
efri Kerlinguna ekki saman, og jökulröndin
var um 400 m frá vatninu, sem skriðjökullinn
gekk niður í 1925 (mælt á ljósmynd frá 1946).
Á Mynd 13 er yfirborð jökulsins í Nýjafells-
línunni dregið upp eftir bandaríska kortinu
og mælingum 1959 og 1967.
I línunni Pálsfjall—Kerlingar er yfirborð
jökulsins samkvæmt bandaríska kortinu sýnt
ásamt nýrri mælingum á Mynd 3. (Hæðir á
kortinu eru þar lækkaðar um 5 metra til sam-
ræmis við mælda hæð á Kerlingu 1967, 1334
metrar í stað 1339 metra á eldri kortum). Aug.
ljóst er, að við framhlaup lækkar efri hluti
jökulsins jafnframt því sem jökulröndin þykkn-
ar. Mælingin 1965 á Mynd 3 er gerð eftir að
Síðujökull hljóp; samanburður á yfirborðinu
þá og 1946 sýnir, að skilin milli Skaftárjökuls
og Síðujökuls liggja í um 13 km fjarlægð frá
Kerlingum í línunni til Pálsfjalls.
Yfirborð jökulsins hefur jafnazt mikið síðan
hann hljóp 1945. Þó er hann ennþá töluvert
mislendur og sprungusvæði á stöku stað, t. d.
skammt suður af Kerlingum og nokkra kíló-
metra austur a£ Nýjafelli.