Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1968, Qupperneq 48

Jökull - 01.12.1968, Qupperneq 48
12. mynd. Breytingar jökulrandarinnar í Fremri Tungnárbotnum 1889—1967. R: hop, m. A: framskrið. Fig. 12. Changes in the position of the glacier front at Fremri Tungnúrbotnar 1889—1967. R: recession, metres. A: advance. hafi hlaupið 1945 eins mikið og milli Kerlinga og Hamars. Hjá Landmælingum Islands eru til loftmynd- ir af Tungnárjökli, sem bandaríski herinn tók í ágúst—október 1946. Myndir þessar eru hrein- asta hnossgæti og eins kort liersins í mæli- kvarða 1:50000 (U. S. AMS), sem gert er eftir þeim. A myndunum sést greinilega, að Tungn- árjökull hefur allur hlaupið fram 1945 og er enn „tröllslega sprunginn" haustið 1946. A kortinu kemur vel fram, hversu mislendur hann er. Milli Nýjafells og Tungnárfjalla hef- ur jökullinn hlaupið fram a. m. k. að innri jökulöldunum, sem Pálmi lýsir 1927. Nýjafell er á kafi, en sprungur miklar gefa til kynna, hvar það er undir. Haustið 1958 voru aftur teknar loftmyndir af jökulröndinni frá Langasjó að Kerlingum í sambandi við mælingar raforkumálastjóra á Tungnársvæðinu. Einnig eru til loftmyndir frá 1960, teknar af bandaríska hernum. Ferðir Jöklarannsóknafélagsins á Vatnajökul úr Tungnárbotnum hófust 1953, og var jökul- röndin þá slétt orðin og aflíðandi, svipað og nú er (Thorarinsson 1953). Arlegar breytingar jökulrandarinnar við Jökulheima hafa verið mældar síðan 1955 (Fy- thorsson 1963, 1964, 1965, 1966; Rist 1967). 382 JÖKULL 18. ÁR Með hliðsjón af framanskráðum athugunum og mælingum á kortum og loftmyndum hefur verið gert línurit um breytingu jökulrandarinn- ar í Tungnárbotnum sunnan við Nýjafell, sjá Mynd 12. Framhlaup jökulrandarinnar 1945 hefur væntanlega verið l/2 til 2 km. Sennilegt er, að jökullinn hafi einnig hlaupið fram ein- hvern tíma á árunum 1915—1920. Enda þótt jökulröndin sé á sama stað 1945 og um eða skömmu eftir aldamót, er þó enginn vafi á því, að jökullinn hefur rýrnað mikið á þessu tímabili. Sumarið 1925 gekk Fr. le Sage de Fontenay þáverandi sendiherra Dana ásamt Gunnlaugi Briem á Tungnárjökul við Kerlingar. I tíma- ritinu Andvara 1926 er ágæt lvsing ásamt ljósmyndum og lauslegum uppdrætti af jökul- röndinni við Kerlingar (de Fontenay 1926). Þá var efri Kerlingin alveg umgirt jökli, og skrið- jökull gekk niður í vatnið við neðri Kerling- una. Sumarið 1935 villtust austurrískir leiðang- ursmenn upp á efri Kerlinguna á leið frá Grímsvötnum að Pálsfjalli (fonas 1948). Þá skildi mjó jökulalda milli skriðjöklanna norð- an og sunnan við fjallið (Jonas 1948, bls. 150). Eftir framhlaupið 1945 náðu skriðjöklarnir við efri Kerlinguna ekki saman, og jökulröndin var um 400 m frá vatninu, sem skriðjökullinn gekk niður í 1925 (mælt á ljósmynd frá 1946). Á Mynd 13 er yfirborð jökulsins í Nýjafells- línunni dregið upp eftir bandaríska kortinu og mælingum 1959 og 1967. I línunni Pálsfjall—Kerlingar er yfirborð jökulsins samkvæmt bandaríska kortinu sýnt ásamt nýrri mælingum á Mynd 3. (Hæðir á kortinu eru þar lækkaðar um 5 metra til sam- ræmis við mælda hæð á Kerlingu 1967, 1334 metrar í stað 1339 metra á eldri kortum). Aug. ljóst er, að við framhlaup lækkar efri hluti jökulsins jafnframt því sem jökulröndin þykkn- ar. Mælingin 1965 á Mynd 3 er gerð eftir að Síðujökull hljóp; samanburður á yfirborðinu þá og 1946 sýnir, að skilin milli Skaftárjökuls og Síðujökuls liggja í um 13 km fjarlægð frá Kerlingum í línunni til Pálsfjalls. Yfirborð jökulsins hefur jafnazt mikið síðan hann hljóp 1945. Þó er hann ennþá töluvert mislendur og sprungusvæði á stöku stað, t. d. skammt suður af Kerlingum og nokkra kíló- metra austur a£ Nýjafelli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.