Jökull - 01.12.1968, Qupperneq 49
13. mynd. Langskurðir frá Nýjafelli. H: hæð m y. s. DN: fjarlægð frá Nýjafelli, km. 19. sept.
1946 (skv. korti U. S. AMS.); 20. júní 1959; 12—14. júní 1967.
Fig- 13. Profiles of the glacier front above Nýjafell. H: elevation, metres above sea level. DN:
distance from Nýjafell, km. Sept. 19, 1946 (after the map of U. S. AMS.); June 20, 1959; June
12-14, 1967.
ÁLYKTANIR
Athuganir þær og mælingar, sem skýrt er frá
hér að framan, benda til, að Tungnárjökull
hlaupi fram á nokkurra áratuga fresti. Sömu
sögu er að segja um aðra flata skriðjökla á
norður- og vesturhluta Vatnajökuls. Sigurður
Þórarinsson (1964) hefur dregið saman heimild-
ir um þessi framhlaup, og telur hann fráleitt,
að orsök þeirra sé eldsumbrot undir jökli.
Skyndileg framhlaup jökla gerast víðar en á
íslandi, t. d. í Alaska (Post 1960), Suður-Ame-
ríku og Mið-Asíu (Lliboutry 1965, bls. 658).
Greinargerð Post’s um framhlaup jökla í
Alaska er mjög fróðleg, einkum athuganir á
Muldrow jökli fyrir og eftir framhlaup 1956—
1957. Þessi jökull er langur og tiltölulega rnjór
og verður til úr mörgum þvergreinum, er falla
af lijarnjöklum. Neðsti hlutinn er allajafna
kyrrstæður og eyðist af leysingu, en miðhluti
jökulsins hækkar vegna skriðs frá þverjöklun-
um, þar til jafnvægið raskast og jökullinn
hleypur fram. Post sýnir fram á, að hugsan-
legt er að jarðskjálftar hafi komið sumum fram-
hlaupunum i Alaska af stað, en raunverulega
ástæðu þeirra telur hann röskun á jafnvægi
vegna íssöfnunar á miðhluta jökulsins eins og
að framan greinir.
Weertman (1962) hefur sett fram allflókna
kenningu til að útskýra skyndileg framhlaup
með minnkandi núningsmótstöðu við botn jökl-
anna. Hann gerir ráð fyrir, að vatnið á botn-
inum sé í því sem næst jafnþykku lagi. Ef þetta
vatnslag þykknar af einhverjum ástæðum, getur
það kaffært ójöfnurnar, sem annars ráða skrið-
hraðanum.
Hinir erlendu jöklar, sem kunnugt er um
framhlaup á, eru allir býsna ólíkir hinum flötu
skriðjöklum Vatnajökuls. I Alaska a. m. k. eru
þetta langir og mjóir jöklar. Lliboutry (1965)
getur þess (eftir Mercer), að allt séu þetta
„kaldir" jöklar á fremur úrkomulitlum svæð-
urn, en Vatnajökull er tempraður og úrkoma
þar mikil.
Auðvelt er að skýra framhlaup Tungnár-
jökuls, ef hann er kyrrstæður milli framhlaupa.
Augljóst er, að kyrrstæður jökull tekur mikl-
um breytingum með tímanum. Hann þynnist
neðan jafnvægislínunnar og þykknar ofan henn-
ar og verður smám saman allur brattari. Þetta
kemur vel heim við Tungnárjökul á árunum
frá 1946 til 1967, sbr. Mynd 13. Nauðsynlegt
skilyrði þess, að jökull geti verið kyrrstæður,
er að innri spennur, sem orsakast af eigin-
þunga jökulsins, fari ekki yfir ákveðið mark,
JÖKULL 18. ÁR 383