Jökull


Jökull - 01.12.1976, Blaðsíða 67

Jökull - 01.12.1976, Blaðsíða 67
Hugleiðingar um Grímsvotn EGGERT V. BRIEM, RAUNVÍSINDASTOFNUN HASKOLANS* Grímsvatnahlaup verða vegna legu jökul- hryggjar austur af Grímsfjalli, sem stiflar útrás- ina frá Grímsvötnum, þar til vatnsborð þeirra hefur risið nægilega hátt til þess að rás opnist undir hrygginn. Jökulhryggurinn mun stafa af því, að ís skríð- ur frá Kverkfjallahrygg í átt til Grímsfjalls, en það veitir fyrirstöðu og stöðvar ísskriðið. Sunn- an og norðan Grímsfjalls heldur jökulskriðið áfram, og þar lækkar yfirborðið áframhaldandi og skilur hrygginn eftir. Hryggurinn hvílir á grunni í um 1000 m y. s. og árið 1958 náði hann upp í 1535 m y. s. Sennilega er hæð hans svipuð nú og ísinn um 535 m þykkur. Þetta há íssúla væri jafnþung 480 m hárri vatnssúlu, sem á 1000 m grunni næði 1480 m y. s. Siðast hljóp úr Grímsvötnum 1976, þegar vatnsborð þeirra náði 1435 m y. s., svo að 45 m vantaði á, að vatnsþrýstingur frá Grímsvötnum gæti lyft íshryggnum af grunni og opnað þannig útrásina. Auðsjáanlega var þarna fleira að verki en vatnsþrýstingur. Liggur beint við að athuga, hvort hlýtt vatn frá jarðhitasvæði Grímsvatna gæti brætt sér leið undir hrygginn, þrátt fyrir hnig íss að rásinni, sem leiddi af um 4 bara hærri þrýstingi í ísnum en í vatni rásarinnar. Gerum okkur nú nokkra grein fyrir aðstæð- um við Grímsvötn og varmabúskap í vötnunum. ísinn, sem skríður frá Kverkfjallahrygg í átt til Grímsvatna þynnist á þeirri leið, og mun það frekar stafa af bræðslu en auknum skrið- hraða. Það bráðnar undan jöklinum, þar sem hann fer á flot, þegar hátt er í vötnunum. Jökul- ruðningur fellur úr botni skriðíssins og ýtist saman í hrygg. Slíkur hryggur hefur fundist með þyngdarsviðsmælingum og virðist ná upp í 1100 m y. s., en hann kann að vera liærri, svo *) Eggert V. Briem starfar sem gestur við Raun- vísindastofnun Háskólans og hefur á undan- förnum árum styrkt rannsóknarstarfsemi hennar á margan hátt. sem 1130 m, vegna þess að jökulruðningur er eðlisléttari en það berg, sem ætlað var að væri í hryggnum. Þessi berghryggur liggur norður af austanverðu Grímsfjalli og innan við fyrrnefnd- an jökulhrygg. Flotísinn á Grímsvötnum fær mikla ákomu, en þar sem liann virðist ekki þykkna, hlýtur til- svarandi ísmagn að bráðna neðan af honum. Undir flotísnum virðast hins vegar fljótt á litið vera erfiðar aðstæður til bræðslu, því að bræðslu- vatnið getur ekki runnið burt, nema fsinn sé þykkastur í miðju, og það er hann ekki nema að litlu leyti. Mætti því ætla, að kyrrstætt 0° C vatn lægi undir flotísnum og bræðslan væri tak- mörkuð af því, sem vannaleiðni vatnsins skammtar. Hins vegar er bræðsla mikil 1 Gríms- vötnum og því hlýtur að vera uppstreymi af vatni heitara en 8° C frá botni vatnanna og hið kalda bræðsluvatn blandast stöðugt saman við það og sekkur svo sem eðlisþungt 4° C vatn. Vegna þessarar hitablöndunar bráðnar stöðugt undan flotísnum. Að vísu myndi vatn næst flot- ísnum kólna, þegar hátt er í vötnunum, því að þá væri undirborð flotíssins hærra en is, bæði norðan og sérstaklega austan við vötnin, og þaðan myndi þá renna mikið af köldu leysinga- vatni inn undir flotísinn. Þó er líklegt, að 4° C heitt vatn sé ekki langt undir neðra borði flot- íssins, og slíkt vatn rísi mun hærra en í hæð berghryggjarins í 1130 m y.s. Og þegar þannig er ástatt, streymir 4° C heitt vatn austur yfir berghrygginn og um lægðir í botni, þar til það mætir ís, þá bræðir það neðan af honum og fer ásamt leysingarvatni til baka inn í meginvötnin næst undirborði íssins. Þessi straumur er drif- inn af eðlisþyngdarmun á 4° C heitu vatni og 0° C leysingarvatni, sem verkar á 130 m hæðar- mun milli yfirfalls á berghryggnum og á botni jökuls undir íshryggnum þar sem bræðsla fer fram. Ef hlýja vatnið fylgir gili undir jökul- hryggnum, gengur bræðsla betur þar en á slétt- um botni, því að bræðslan beinist að ákveðnum JÖKULL 26. ÁR 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.