Jökull - 01.12.1976, Blaðsíða 76
einn samfelldur jökulís upp að línu Pálsfjall—
Kerlingar.“
Skeiðarárjökull
Grænalón hljóp 4. ágúst ’76 (Súluhlaup), há-
mark rennslis um 3000 m3/s.
Grímsvötn hlupu í september (Skeiðarár-
hlaup), hámark rennslis 4700 m3/s.
I bréfi með mæliskýrslu rekur Ragnar breyt-
ingar, sem orðið hafa á jöklinum á milli Gríms-
vatnahlaupanna 1972 og 1976. Ragnar segir:
„Eftir hlaupið 1972 lækkaði Skeiðarárjökull
lítillega miðað við Hvirfilsdalsskarð, en hækk-
aði fljótlega aftur í svipaða hæð og hann var í
fyrir hlaupið. Jökullinn hefur haldist þannig
síðan, í sambandi við þetta hlaup (’76) er
ekki hægt að merkja neinar breytingar á jöklin-
um á þessum slóðum.
í haust um það leyti sem hlaupið var að hefj-
ast mátti merkja smábreytingu. Jökullinn tók
að ganga fram. Héðan frá Skaftafelli séð virtist
staðurinn vera beint upp af sæluhúsinu. Síðan
hefur framskriðið færst í aukana. Það er á kafl-
anum frá Háöldukvíslarfarvegi og austur fyrir
jöklamerkið Ei (þ. e. nr. 115). Jökullinn hefur
hækkað töluvert þarna, t. d. er áberandi hækk-
un á hábungu jökulsins í sjónlínu, sem stefnir
héðan af hlaðinu (á Hæðum) á hábungu Foss-
núps. Ég held, sem sagt, að hækkun sé þarna á
kafla neðan frá sandi og þar til sjónlínu héðan
ber í framanverðan (sunnanverðan) Lóma-
gnúp."
Hinir bröttu daljöklar vestan Örafajökuls
I bréfi dags. 14. nóv. 1976 með mæliskýrsl-
unum segir Guðlaugur:
„Skaftafellsjökull hefur hopað, en þó virðist
hann hár og úfinn, þegar innar kemur.
Svínafellsjökull hefur gengið fram. í haust
gekk ég yfir hann inni við Hrútsfjall. Þar hefur
jökullinn aukist verulega.
Virkis- og Falljökull hafa einnig skriðið fram
og hækkað. Fyrir skömmu gekk ég eftir jöklin-
um inn í Hvannadal. Þar hefur jökullinn hækk-
að, einkum þar sem hann kemur niður úr há-
jöklinum og hefur lokað yfir kletta á nokkrum
stöðum.
Kotárjökull hefur einnig skriðið fram og lok-
að yfir kletta.“
Kviárjökull. í bréfi dags. 1. nóv. segir Flosi:
„Jökullinn hefur sléttast nokkuð frá í fyrra
haust."
Hrútárjökull. Flosi segir: „Jökullinn hefur
hækkað og ýfst nema fremst."
Fjallsjökull. Flosi segir: „Jökullinn virðist hafa
hækkað eitthvað, a. m. k. sums staðar."
Breiðamerkurjökull. Flosi segir: „Sýnilega hef-
ur Breiðamerkurjökull farið lækkandi.”
Varðandi Breiðamerkurjökul austan Jökulsár
tók Steinn fram á mæliskýrslunum, að hann
hafi orðið að leggja nýjar mælilínur, því að lón
hafi verið við jökuljaðar á hinum eldri línum
og þau hafi valdið töfum og ónákvæmni í hvert
sinn, þegar mælt var.
Hoffellsjökull
Varðandi Hoffellsjökul eystri segir Helgi í
bréfi með skýrslunni:
„Jökultangi náði þvert yfir lónið við jökul-
jaðar og spyrnti í ölduna. Jökultanginn lokaði
fyrir rennslið, sem kom niður með Geitafells-
björgum. Hinn 20. sept. s.l. kom stórhlaup í
jökulvötn hér um slóðir, Kolgrímu, Hólmsá á
Mýrum og Hornafjarðarfljót, aftur á móti óx
Hoffellsá lítið sem ekkert. Fljótin urðu það
mesta sem þau hafa orðið, síðan brúin var byggð
1961.
Rennslið var þá hindrað vestur í aðallónið,
eins og áður sagði. Vatnið skar farveg í ölduna
og náði framrás vestur í lónið, en skildi eftir
malarhrygg meðfram jökulröndinni. Gjávatn
var tómt.
Gísli Sigurbergsson í Svínafelli og Sigfinnur
Pálsson í Stórulág eru kunnugir á mælistöðun-
um og geta annast mælinguna fyrir mig, ef á
þarf að halda."
Kverkjökull
I bréfi 30. ágúst 1976 með mæliskýrslunni
segir Gunnsteinn:
„Sjónarmunur er greinilegur frá síðustu mæl-
ingu, að jökullinn hefur hækkað, þar sem hann
kemur út úr Kverkinni og ýtist upp í stórar
bungur. Jökuljaðarinn hefur aftur á móti lækk-
að. Enn heldur íshellirinn áfram að hrynja.”
Sigurjón Rist.
74 JÖKULL 26. ÁR