Jökull - 01.12.1976, Blaðsíða 65
norðurs, þar sem við tekur breið sandræma milli
Mófells og Hrútafjalla að vestan og Grjótháls-
ins að austan. Um miðja vegu milli Hrútafjalla
og Mófells hefst á þessari ræmu jafn halli norð-
ur til umgetins svæðis í Kelduhverfi. Hlaupfar-
vegir þessa leið mundu því gefa eðlilega skýr-
ingu á framburðinum á þessum kafla í Keldu-
hverfi. Þetta er farið að líta nokkuð vel út. En
sá galli er á, miðað við nútímalandslag, að
rennslið norðvestur og svo norður úr vestur-
enda Eilífsvatna hefði orðið að liggja upp brekk-
ur frá 354 m upp í svona 370 m hæð, og þaðan
norður með miklu minni halla upp í um 400 m
liæð áður en rennsli undan halla gat hafist.
Hér er því komið að þeirri ályktun, að ræma
í framlraldi af Hágöngum til norðurs hafi lyfst
um ca. 50 m frá tíma hlaupsins. En sönnun á
þessari lyftingu á 2500 árum fæst ekki, nema að
glöggur jarðfræðingur fari eftir hinum ályktaða
farvegi og sannprófi tilveru hans.
Óvíst er á þessu stigi, hvort Eilífsvötn hafa
verið til sem slík. í hlaupinu hefðu þau gleypt
aílan grófan framburð, farvegurinn væri úr fínu
efni fyrst vestan og norðan vatnanna og nýr
grófur framburður orðið að koma úr Grjótháls-
grágrýtinu. Þetta atriði er því prófanlegt.
Loks virðist til eðlileg hlaupleið frá Hrossa-
borgarsvæðinu til suðurenda dalsins milli Vest-
ari og Austari brekkna, þar sem hæðin er 375 m.
A þessari leið eru augljósir misgengisstallar, sem
taka verður tillit til. Fleira er ekki ástæða til
að segja á þessu stigi könnunar.
Þá kem ég að hinu atriðinu, sem ég vildi ræða
um, en það er spurningin um upprunasvæði og
orsakir hamfarahlaupsins. í því sambandi verð-
ur mér starsýnt á tímasetningu hlaupsins, og
virðist mér að þar sé svarsins að leita, þegar
jafnframt er litið á það sem vel er kunnugt um
veðurfarssögu eftirísaldartímans, bæði hér á
landi og á hliðstæðum svæðum austan hafs og
vestan.
í lok Holtasóleyjarskeiðsins síðara, fyrir um
10 000 árum, telst isöld lokið og á næstu 1000
árum fóru veður hlýnandi og náðu svipuðu
marki og nú ríkir. Þessi hlýja veðrátta stóð svo
óslitið næstu 6000 árin og náði raunar hámarki
undir lokin, fyrir 3000—4000 árum, er veðurfar
er talið 2—3 °C hlýrra en verið liefur frá því
eftir 1930. En fyrir um 2500 árum kom snöggt
og mikið hitafall sem reiðarslag og fimbulvetur
yfir mannfólkið, dýra- og gróðurríkið, með
stormum, úrkomu, frosthörku og aukningu
jökla, sem höfðu rýrnað mjög á hinu langa hlý-
viðrisskeiði á undan, og loks tærst enn veru-
legar við hámarkshlýindin skömmu á undan.
Fyrstu greinina í 1. hefti tímaritsins Jökuls
(1951) (nú mundi það hefti teljast 1. árgangur)
skrifaði eðlilega stofnandinn og formaður Jökla-
rannsóknafélags Islands til dauðadags, Jón Ey-
þórsson, og heitir greinin Þykkt Vatnajökuls. I
lienni er skýrt frá árangri af þykktarmælingum
með hljóðendurkasts-aðferð, sem gerðar voru í
fransk-íslenzkum leiðangri á 33 stöðum vítt og
breitt um jökulinn í marz—apríl 1951. Þegar
þykktin er dregin frá mældri hæð staðanna eftir
niðurstöðum landmælinganna, fæst hæð lands-
ins undir jöklinum og verður Jóni það ærið um-
hugsunarefni, að undir mestum hluta Vatna-
jökuls er landið á hæðarbilinu 500, 600, 700 og
upp í 800 m. Hann segir undir lok greinarinn-
ar (bls. 5): „Enginn efi er á því, að hlýviðris-
skeið hafi komið hér eftir síðustu ísöld — eins
og annars staðar á Norðurlöndum. — I Noregi
er talið, að árshiti hafi orðið allt að 3 stigum
meiri en nú er og snælína 350—400 m hærri.
Af samanburði á hitabreytingum hér á landi og
í Noregi, virðast þær nærri samstiga í báðum
löndum. Mun því láta nærri, að árshiti hér á
landi hafi verið 2—3 stigum hærri en nú gerist.
Þá hvarf Vatnajökull að mestu, nema jökulhúf-
ur sátu eftir á Öræfajökli, Bárðarbungu, Kverk-
fjöllum og Esjufjöllum. Á Breiðubungu voru
skaflar, en ekki samhangandi jökull. Breiða-
merkurmúli varð vaxinn skógi, og þá mynduð-
ust mómýrar miklar á Breiðármörk, þar sem nú
er jökull.“
Eg hygg, að ályktun Jóns verði ekki véfengd
með rökum, enda er það nú almennt kunn veð-
urfarssaga, sem hann rekur. Kort af landinu
undir Vatnajökli, eins og þessar mælingar sýndu
það, birti Jón svo með greinargerð í 2. árg.
Jökuls 1952 og styðst ég við það að nokkru
leyti, af því að það nær bæði til vestur- og
austurhluta jökulsins, en auk þess mun ég styðj-
ast við nýrra og nákvæmara kort af vesturhlut-
anum, sbr. Mynd 6 í grein Helga Biörnssonar í
Jökli 1974.
Þannig eru þá nokkrar jökulhettur á hæstu
bungum „Vatnajökulslandsins" — eins og ég
vildi mega kalla það til hægðarauka —, þegar
„Fimbulveturinn* gengur í garð, eins og kulda-
skeiðið fyrir 2500 árum er stundum kallað, þar
eð ýmsum hefur dottið í hug, að þetta nafn og
liugtak úr norrænni goðafræði kynni að byggj-
JÖKULL 26. ÁR 63