Jökull - 01.12.1976, Blaðsíða 78
No II
Mynd 2. Skaftárhlaup nr. 11 (28. des. 1974 til 11. jan. 1975).
Fig. 2. Jökulhlaup no. 11 in Skaftá river (Dec. 28, 1974 to Jan. 11, 1975).
Sandasels og Strandar var 60 til 70 cm djúpt
vatn. Vatnið flutti verulegt magn af tveggja fer-
metra jökum 40 cm þykkum, og svo smærra kurl.
Hlaupið eyðilagði landgræðslugirðinguna á 6
km kafla vestan byggðarinnar. Eins og endra-
nær í Skaftárhlaupum einangraðist bærinn Skaft-
árdalur.
Þetta hlaup, sem hér um ræðir, er 11. hlaupið
úr ketilsiginu norðvestur af Grímsvötnum. Rétt-
ara er raunar að tala urn ketilsigin tvö (sjá
Jökul 1955, 5. ár, bls. 37). Hið vestara er lítið,
úr því mun ekki hlaupa nema stöku sinnum. f
september 1955 kom fyrsta jökulhlaupið í Skaftá
frá því að samfelldar rennslismælingar hófust
hjá Skaftárdal árið 1951. Septemberhlaupið 1955
ber því nr. 1.
Hlaup nr. 11 náði hámarki klukkan 13 hinn
30. desember 1974. Rennslið var þá 1040 m3/s.
Hlaupið var um garð gengið 11. janúar 1975.
Heildarvatnsmagn hlaupsins mældist 250 gíga-
lítrar, þ. e. a. s. 250 milljónir tonna.
Grœnalónshlaup / Súluhlaup
Viku af júlí 1974 hafði vatnsborð Grænalóns
náð sömu hæð og það var í, áður en hlaup hófst
árið áður. Með fárra daga millibili komu nú
hlaupskvettur, 500—800 m3/s, sem stóðu yfir að-
eins hluta úr degi. Allt var rólegt og kyrrð yfir
við Súlu sunnudaginn 14. júlí, þegar Hringveg-
urinn var formlega opnaður. Hlaupskvettur
voru bæði í vikunni á undan og eftir. Sírennsli
komst á úr Grænalóni og hélst fram á vetur.
76 JÖKULL26. ÁR