Jökull


Jökull - 01.12.1976, Blaðsíða 21

Jökull - 01.12.1976, Blaðsíða 21
ókyrrast við Búrfellsstöð 15 km NV frá Heklu, líklega vegna titrings í jörðu. Skjálftamælar Veðurstofunnar á Kirkjubæjarklaustri, Akureyri og í Reykjavik byrjuðu að greina þennan titr- ing um 25 mínútum fyrir gos. Þessar stöðvar voru í 80—200 km fjarlægð frá eldstöðvunum. Titringurinn var samfelldur og jókst að styrk (Mynd 3). Ef næmir jarðskjálftamælar hefðu verið í gangi í nágrenni Heklu, er líklegt, að þeir hefðu greint þennan titring nokkrum stundum fyrr en mælar Veðurstofunnar. Um kl. 21:06 voru línurit á Kirkjubæjarklaustri orðin illlæsileg vegna þess að línur runnu saman. A þessu stigi hefði vaktmaður getað séð, að eitt- livað óvenjulegt var á seyði, en þar sem allir mælarnir skrá á Ijósnæman pappír í myrkri, varð enginn þessa var, fyrr en linuritin voru framkölluð eftir að gos var byrjað. Óróinn jókst enn til muna kl. 21:18 og varð óreglulegri vegna fjölda skjálfta, sem blönduðust titringnum. Þessir skjálftar voru um 3.6—4.0 að Richter- stærð. Eldur sást fyrst um kl. 21:23, en þá var engan sérstakan skjálfta að sjá á línuritum. Skjálftahrinan, sem fylgdi byrjun gossins, stóð stutt yfir. Um miðnætti, 2y2 stundu síðar, var titringur vart greinanlegur á skjálftaritum og síðasti skjálftinn i þessari lirinu varð kl. 00:55 hinn 6. maí. Næstu 15 daga voru skjálftar tíðir (Mynd 4). Gos hætti í vesturhlíð Heklu 8. maí og í Suður- gígum 10. maí. Eftir það gaus í Skjólkvíum til 20. maí og náðu skjálftar þar hámarki 16. maí og síðari hluta 19. maí. Að morgni 20. maí hættu skjálftar og gos í Hlíðargígum í Skjólkví- um, en síðar um daginn opnaðist þar ný sprunga um 1 km norður af stærsta Hlíðar- gígnum og myndaði Öldugíga. Engir mælanlegir skjálftar fylgdu opnun þessarar sprungu og brá nú svo við, að engir skjálftar mældust næstu 6 daga. Hrina af skjálftum kom 30. maí, en ekki er vitað, hvort þá urðu sýnilegar breytingar á hegðun gossins. Mest allan júnímánuð var mjög lítið um skjálfta, en lokahrina kom i byrjun júlí, þegar gosi lauk. Hinn 22. júní var komið upp sex skjálfta- mælum vestan Heklu. Voru fjórir þeirra á Suðurbjöllum, einn á Norðurbjöllum og einn í Skriðufellsskógi norðan við Ásólfsstaði. Mæl- arnir sýndu töluverðan titring með rikjandi tíðni 1,5—3,0 Hz. Þessi titringur var svo veikur, að hann kom ekki fram á mælum Veðurstofu fjarri gosstöðvunum. Dró smám saman úr hon- um eftir því sem kraftur gossins þvarr. Um 5. júlí hætti gosið með hrinu af skjálftum allt að 3,9 að stærð. Dýpi þeirra var minna en 3 km, upptök rétt vestur af Öldugígum. Þegar leið á júlímánuð urðu skjálftarnir strjálli og dreifðust út frá gosstöðvunum (Myndir 5 og 6). Óreglur á ferðatíma P-bylgju á mælisvæðinu vestan Heklu benda til þess að yfirborð lags 3 og lög ofan á því hallist um 10° til suðausturs. Skjálftamælistöðvarnar vestan Heklu skráðu marga skjálfta, sem ekki voru í tengslum við gosið. Mest var um skjálfta frá Sandvatni sunn- an Langjökuls, en þar var áköf skjálftahrina í gangi allt sumarið. Aðrir skjálftar voru á Reykjanesskaga, einnig nálægt Surtsey og í Kötlu. Þrír skjálftar voru staðsettir á Land- mannaafrétti austur og norðaustur af Heklu (sjá Töflu 2 og Mynd 1). Eru þeir allir nærri lengdarmælilínum, sem R. W. Decker setti upp árið 1967. Endurmæling í september 1970 sýndi markverða lengingu milli nokkurra mælipunkta, sem líklega má rekja til þessara skjálfta. Einn skjálftanna (28. júní) varð nærri Hrauneyjar- felli og gæti verið í tengslum við sprungur sem opnuðust í botni tilraunalóns við Langöldu í júní 1970. JÖKULL 26. ÁR 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.