Jökull


Jökull - 01.12.1976, Blaðsíða 97

Jökull - 01.12.1976, Blaðsíða 97
Mynd 2. HagafeÍlsjökull og Hagavatn 21. júní 1975. Myndin er tekin nokkru nær jöklinum en Mynd 1. Fig. 2. The snout of Hagafellsjökull eystri and Hagavatn on June 21, 1975. The picture is tak- en somewhat more close to the glacier than Fig. 1. Photo: Einar Gunnlaugsson. eða vel útbúnum, þaulvönum jöklagörpum. Var því snúið til baka, þar eð flestir voru hvorugt. Nokkur hluti hópsins, þeir léttfættu, gekk norð- ur með austurjaðri jökulsins upp á hnjúkinn á móti Stóru-Jarlhettu, en þaðan er mjög góð yfir- sýn yfir Hagafellsjökulinn. Hinn hlutinn, sá þyngri, gekk stystu leið yfir í Jarlhettudal og að skálanum við Einifell. Veðrið hélst nokkurn veginn þurrt á meðan á gönguferðinni stóð, en seint um kvöldið byrjaði að hvessa og rigna fyrir alvöru. Gist var í tjöldum og skálanum. Hvassviðrið og rigningin jukust eftir því sem á nóttina leið. Þannig hélst veðrið fram undir kvöld næsta dag. Skálabúar undu glaðir og reifir við sitt, en hjá tjaldbúum reyndist nóttin rysjótt og vætusöm. Þrátt fyrir veðrið fóru flestir að skoða Leynifoss- gljúfrið um hádegisbilið. Að því loknu tóku menn saman pjönkur sínar og óku til Reykja- víkur. Hópurinn skildi þó glaður og reifur um kvöldið. Aðkoman að nýhlaupnum jökli vakti slíka undrun og ánægju, að veðurguðunum og náttúruöflunum var algerlega um megn að raska nokkru þar um. Að lokum skal hér vikið að nokkrum jökla- fræðilegum atriðum, sem sérstaka athygli vöktu: Með samanburði á mæliniðurstöðum okkar, með tilliti til Hagavatns, við hopunarmælingar Aksels Phiil sást, að jökulsporðurinn hafði hlaupið fram um 1530 m miðað við síðustu mælingu frá 15. 9. 1973, svo að lieildarfram- hlaup hans hefur verið hátt í 1600 m, þar sem reikna má með, að jökulsporðurinn hafi hopað eitthvað árið 1974. Myndir 1 og 2 sýna glögglega þann regin- mismun, sem er á sporði jökuls, sem er að hopa hreyfingarlaus til baka, og jökuls, sem er að hlaupa fram. Mynd 3 sýnir, hvernig jökullinn hefur rótað upp grýttum jökulgarði fyrir framan sig. Athyglisvert var, að leysingarvatnið frá jökl- inum kom hvorki undan jökulsporðinum eða í lækjum á yfirborðinu eins og venja er, heldur kom það fram úr pípum í jöklinum í 4—6 m hæð yfir jörð (Mynd 3). Hvað þessu veldur, er ekki vitað, en geta má sér þess til, að það hafi komið fram eftir skriðfleti í jöklinum. Áberandi var, hversu landslagið undir jökl- inum var auðsærra í gegnum hann heldur en það var áður en jökullinn hljóp (Mynd 1 og 2). Greina mátti, að framskriðið hafði hegðað sér mismunandi á ýmsum stöðum í jöklinum, bæði hvað sprungumyndun og hraða viðvíkur. Sjá mátti, að sums staðar höfðu jökulsvæðin gengið mishratt fram og myndað hálfgerðar rastir sín á milli. Víðast hvar var yfirborðið allt sprungið og tætt, en í vestanverðum jöklinum voru stór svæði, margir hektarar, lítið sem ekkert brotin, þar sem jökullinn hafði skriðið fram í stórum flekum (sbr. forsíðumynd). Þó að Hagafellsjökull hafi nú hlaupið fram um meira en einn og hálfan kílómetra, er staða hans í dag svipuð því sem hún var í lok leys- ingartímans árið 1959. JÖKULL 26. ÁR 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.