Jökull - 01.12.1976, Blaðsíða 94
Mynd 1. Sprungur og
sigkatlar við Grímsvötn
í lok jökulhlaups í sept-
ember 1976. Iiort gert
af Gunnari Þorbergssyni
árið 1960.
Fig. 1. Crevasses and
ice cauldrons in Gríms-
vötn at the end of the
jökulhlaup in Septem-
ber 1976.
TAFLA 2
Dagsetning Kl. Vatnshæð Grímsvatna, m
22. sept. 9:45 1372
22. sept. 17:15 1368
23. sept. 7:00 1362
23. sept. 18:45 1359
26. sept. 10:30 1354
27. sept. 7:00 1352
28. sept. 11:30 1351
6. okt. 7:30 1350
Gerð var nákvæm mæling á legu sprungna
og sigkatla á Grímsvatnasvæðinu. Mynd 1 sýnir
niðurstöður. Sams konar sprungumynstur kom
fram við hlaupið 1972. Um miðbik Vatnanna
eru engar sprungur sjáanlegar á um 15 km2
svæði, sem teygir sig í vestur frá Gríðarhorni í
átt að Vatnshamri og þaðan norður að Svarta-
bunka. Umhverfis þetta svæði tekur við mis-
breitt 10 km2 sprungusvæði; þrengst undir þver-
hníptu Grimsfjalli austan Svíahnúks vestari, en
breiðast þar sem samfelldur jökull gengur niður
í Vötnin úr norðaustri. Við norðurenda Vatn-
anna tekur síðan við dældótt sprungulaust 15
km2 svæði, sem afmarkast nyrst af röð sigdælda.
Vatn hefur því auðsjáanlega sigið af um 40 km2
svæði í hlaupinu.
Vestast í Vötnunum undir Vatnshamri um-
turnast xshellan, þegar hún leggst niður á mó-
bergskolla. A hinu breiða sprungusvæði norð-
vestur af Gríðarhorni sást ekki misgengi í
sprungum. Austan og suðaustan við Grímsfjall
sáust sigdældir á leið niður Skeiðarárjökul svipað
og eftir hlaupið 1972. Víða mátti greina sprung-
ur á milli sigkatlanna.
I byrjun júlí 1976 sá Helgi Björnsson frá
Grímsfjalli lón á yfirborði Skeiðarárjökuls norð-
austan við Grænafjall. Þorbjörn Sigurgeirsson
fylgdist með þessu lóni í segulmælingaflugi um
sumarið. Hinn 26. ágúst varð Þorbjörn var við
að flatarmál lónsins hafði minnkað og mikill
sprunguhnaus hafði myndast norður af því. í
fyrrgreindu flugi hinn 9. sept. var auðséð, að
mikið vatn hafði sigið úr lóninu, þar sem ís-
jakar lágu á þurru kringum vatnsflötinn. Hinn
22. sept. sást frá Grímsfjalli, að lónið var tómt.
Tengsl þessa lóns við Skeiðarárhlaup eru enn
ekki að fullu Ijós.
Helgi Björnsson.
Magnús Hallgrimsson.
92 JÖKULL 26. ÁR