Jökull


Jökull - 01.12.1976, Blaðsíða 96

Jökull - 01.12.1976, Blaðsíða 96
Hagafellsjökull eystri hlaupinn Frá ferð Jöklarannsóknarfélagsins að Hagavatni 21.-22. júní 1975 Síðari hluta vetrar 1975 höfðu ferðamenn bæði á láði og í lofti þau tíðindi að segja, að gangur væri kominn í Hagafellsjökul eystri. Hann hefur hopað allra jökla hraðast á þessari öld, þannig að árið 1974 lá jökulsporðurinn rúmlega 4200 m frá fremstu jökulgörðunum síð- an um 1890. Á undanförnum árum hefur jökul- sporðurinn verið sléttur og greiðfær eins og Mynd 1 sýnir, en hún er tekin 26. júní 1969. Vegna þessara frétta var júníferð Jöklarann- sóknafélagsins farin að Hagavatni og Hagafells- jökli eystri. Kl. 8 að morgni þ. 21. júní safnað- ist 30 manna hópur saman á bifreiðastæði Guð- mundar Jónassonar við Lækjarteig, og hélt það- an glaður og vígreifur að skála Ferðafélags Is- lands við Einifell, sem er syðsta Jarlhettan. Val- ur Jóhannesson stjórnaði ferðinni, en höfundur fræddi nokkuð um sögu Hagavatns og Haga- fellsjökuls eystri. Dumbungsveður var í lofti, en ekki lét fólkið það neitt skyggja á ferðagleði sína. Eftir matar- og kaffihressingu við skálann var haldið að Nýjafossi, þar sem Farið fellur úr Hagavatni. Stórkostleg sjón blasti við hópnum, þegar komið var upp á fjallshrygginn norðan við Nýjafoss, sérstaklega fyrir þá sem hér voru gamalkunnugir. Hagafellsjökull var hlaupinn (Mynd 2), og sporðurinn lá nú úfinn og tættur alveg niður að vatnsbakka Hagavatns að sjá. Staðnæmst var við útfall Farsins, þar sem það steypist í örmjórri skoru frá Hagavatni niður í Nýjafoss. Að venju voru ráðagerðir uppi um að stökkva yfir útfallið, og það mátti sjá löngunar- svip á ýmsum andlitum, en ekkert varð úr stökk- fiminni að vanda. Hópurinn gekk síðan inn með Hagavatni að jökulsporðinum, sem reynd- ist þó ekki liggja eins framarlega á vatnsbakk- anum og okkur hafði sýnst. Mæld var stysta vegalengdin frá vatnsbakkanum að jökulrótum og reyndist hún 165 m. Síðan var jökuljaðarinn skoðaður, og var þar margt fróðlegt og skemmti- legt að sjá (Mynd 3). Það reyndist ekki mjög torvelt að klífa upp 30—40 m háan jökuljaðar- inn, þar sem hann var mjög aurborinn. Aftur á móti var engum fært að komast um jökulinn, þegar upp var komið, nema fuglinum fljúgandi Mynd 1. Hagafellsjökull eystri og Hagavatn 26. júní 1969. Myndin er tekin til SV af fjalls- hryggnum austan jökuls- ins. Hlöðufell og Skjald- breiður í baksýn. Fig. 1. The snout of Hagafellsjökull eystri and lake Hagavatn on June 26, 1969. View towards SW. Photo: Guttormur Sigbjarnarson. 94 JÖKULL 26. ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.