Jökull


Jökull - 01.12.1976, Blaðsíða 95

Jökull - 01.12.1976, Blaðsíða 95
Þykkt jökla mæld með rafsegulbylgjum Síðastliðið sumar stóð Raunvísindastofnun Háskólans að rannsóknaleiðangri á Vatnajökli dagana 19. júní til 14. júlí. Gerð var tilraun til þess að mæla þykkt jökulsins með rafsegulbylgj- um. Arangur af starfinu varð mjög góður, og er stefnt að því að vinna frekar að þessu verk- efni á næstu árum. Hér mun því verkefnið kynnt. Fram undir lok síðasta áratugar var þykkt jökla eingöngu mæld með jarðsveiflumælingum og þyngdarmælingum. Fyrir tíu árum hófu starfshópar við Scott Polar Research Institute í Cambridge, Englandi, og Danmarks Tekniske Hþjskole að smíða og prófa tæki, sem senda út- varpsbylgjur gegnum jökulís og skrá endurkast þeirra frá botni jökulsins. Arangur af því starfi varð mikill og nú hafa þykktarmælingar með rafsegulbylgjum komið í stað hinna eldri mæli- aðferða á Suðurskautslandinu og Grænlandi. Notaðir voru rafpúlsar með 60 MHz tíðni, tæk- in borin í flugvélum og þykkt jökulsins skráð samfellt. Hins vegar tókst ekki að beita þessari tækni á þíðjöklum. Var talið, að orsök þess væri sú, að styrkur rafbylgjunnar drukknaði í leys- ingarvatni jökulsins (attenuation). Virtist flest- um að auka þyrfti styrk og tíðni rafpúlsanna og beina þröngum geisla niður í jökulinn, en illa gekk að túlka niðurstöður tilrauna, sem gerðar voru. Sumarið 1974 tókst þó bandaríkjamönn- um við U. S. Geological Survey og Stanford Re- search Institute að fá greinilegt endurkast frá botni þíðjökuls með tæki, sem sendi út bylgjur með 5 MHz tíðni, 60 m bylgjulengd. Þar með var ljóst, að deyfing rafbylgju 1 leysingarvatni jökuls kæmi ekki í veg fyrir að mæla mætti þykkt þíðjökla með rafsegulbylgjum. Orsök erf- iðleikanna hafði verið sú, að bylgjurnar endur- köstuðust óreglulega frá vatnstaumum á leið niður jökulísinn (scattering). Endurkast bylgn- anna reyndist vera í öfugu hlutfalli við bylgju- lengd í fjórða veldi. Þegar bylgjulengd rafpúls- ins verður lengri en 40—60 metrar, dregur svo úr hinu óreglulega endurkasti innan úr jöklin- urn, að greinilegt endurkast fæst frá botni hans. Síðastliðinn vetur varð að samkomulagi, að Raunvísindastofnun Háskólans og Verkfræðihá- skólinn í Cambridge hefðu samvinnu um til- raun til þykktarmælinga á Vatnajökli með raf- segulbylgjum. Tilraunatæki var smíðað í Cam- bridge, en Raunvísindastofnun og Jöklarann- sóknafélagið skipvdögðu leiðangur á jökulinn s.l. sumar, sem fyrr getur. Tilraunatækið sendi 200 nanósekúndna einbylgjupúls með 1,25 kW orku út í 30 m langt tvískauta breiðbandsloftnet. Loftnetið var deyft með viðnámum til þess að draga úr eftirsveiflum. Endurkast frá botni jök- ulsins var skynjað með sams konar loftneti, magnað með videomagnara og ljósmyndað af sveiflusjá. Hundrað púlsar voru sendir út á hverri sekúndu. Tækið reyndist mjög vel, en náði þó ekki að mæla nema 450 metra þykkan jökul. Leiðangursmenn af hálfu Raunvísindastofn- unar voru þeir Helgi Björnsson, Eggert V. Briem, Jón Pétursson og Ævar Jóhannesson. Norræna eldfjallastöðin aðstoðaði við fólksflutn- inga til og frá jökli, og Ivarl Grönvold og Peter Rickwood tóku þátt í leiðangrinum. Landsvirkj- un lánaði snjóbíl og bílstjóra, Hannes Haralds- son, og aðstoðarmann, Asbjörn Sveinsson. Orku- stofnun lánaði snjósleða. Eftirtaldir félagar úr Jöklarannsóknafélaginu voru í leiðangrinum: Carl J. Eiríksson, Hörður Hafliðason, Ingibjörg Arnadóttir og Ólafur W. Nielsen. Frá Verkfræði- háskólanum í Cambriclge og Trinity College tóku þátt Keith Miller, Ronald Ferrari og Ge- raint Owen. I vetur mun unnið að smíði nýs tækis við Raunvísindastofnun. Stefnt er að því, að unnt verði að mæla bæði úr snjóbílum og flugvél og mæligögn verði skráð á segulbönd. Rætt hefur verið um, að staðarákvörðun verði gerð með siglingatunglum eða lórantækjum. A næstu árum er stefnt að því að gera kort af landslagi undir jöklum landsins. Á þann liátt fást gögn, sem nota má á ýmsum sviðum jarð- vísinda, svo sem við rannsóknir á landmótun og gerð jarðskorpu, þyngdarmælingar, segulmæl- ingar, könnun á eldstöðvum og vatnslónum und- ir jöklum og athuganir á ísmagni á vatnasvið- um jöklanna. Enn fremur ætti að fást aukin vitneskja um ísstreymi og innri gerð jöklanna. Þess skal að lokum getið, að Vísindasjóður liefur veitt einnar milljón kr. styrk til þessa verkefnis. Helgi Björnsson. JÖKULL 26. ÁR 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.