Jökull - 01.12.1976, Blaðsíða 85
AÐRAR MÆLINGAR VÍÐ SREÍÐARÁ
Aurburðarsýni voru tekin reglubundið allan
tímann, meðan hlaupið varaði. Aurburðarrann-
sóknum stjórnaði Haukur Tómasson, jarðfræð-
ingur. Að töku aurburðarsýna unnu aðallega
Helgi Gunnarsson og Snorri Zóphóníasson,
einnig Svanur Pálsson. Svanur hefur annast úr-
vinnslu í aurburðarrannsóknastofu Orkustofn-
unar að Keldnaholti. Niðurstaða hans er þessi:
Skeiðará flutti fram í hlaupinu 21 millj. tonna
af aur, þ. e. a. s. 8,5 gr/lítra að meðaltali. Mest-
ur var aurinn í vatninu, þegar hlaupið var í
hámarki eða 11 gr/lítra. Nánar um þessi atriði
í útgáfu Orkustofnunar um aurburð.
Starfsmenn Vegagerðar ríkisins framkvæmdu
stöðugar mælingar og athuganir á áhrifum
hlaupsins á brúna og fyrirhleðslugarða. Þetta
var fyrsta Grímsvatnahlaupið, eftir að brýr
höfðu verið byggðar á Sandinum. Það var fróð-
legt að sjá, hvernig mannvirkin stóðust þol-
raunina. Sérstaklega var fróðlegt að fá reynslu
af leiðigörðum og innstreymi til brúarinnar. Það
liggur utan við svið þessarar greinar að rekja
þetta efni nánar, aðeins skal tekið fram, að eng-
ar skemmdir urðu á brúnni og nær engar á görð-
unum. En aðgæta ber, að engin reynsla fékkst
af jakaflugi, því að vart brotnaði jaki úr jökl-
inum. Rannsóknum Vegagerðarinnar stjórnuðu
verkfræðingarnir Helgi Hallgrímsson og Loftur
Þorsteinsson.
Raunvísindastofnunin gerði tilraun með J-131
ísotóp til að mæla rennsli Skeiðarár í sjálfu há-
markinu. Tilrauninni stjórnaði Páll Theodórs-
son, eðlisfræðingur. Isotóp-skammtinum var
varpað í ána inni við útfall og sýni tekin niður
við brú. Niðurstaðan sýndi mjög litla blöndun
í farveginum og gaf því enga marktæka rennslis-
tölu. Lítil blöndun í farveginum er í samræmi
við vatnafræðilegar aðstæður. Þótt blöndun í
lóðréttu sniði sé fullkomin, þá er blöndun í lá-
réttum fleti mjög léleg. Auravatnið Skeiðará
færist fram eins og fari þar belti eða reim', það
hvorki hvolfist eða steypist, gjörólíkt því sem
gerist í þröngum gljúfrum, þar eiga árnar það
til að rísa upp á rönd sem snöggvast.
GRÍMSVÖTN
Það hefur verið ætlunin að geta borið saman
sig Grímsvatnasléttunnar, þ. e. a. s. tæmingu
Grímsvatna, við framrunnið hlaupmagn, helst
á hverjum degi, meðan á hlaupi stendur. Þetta
tókst ekki fullkomlega nú, því að mæling gat
ekki hafist í Grímsvötnum, fyrr en undir lok
hlaupsins. Beðið var í marga góðviðrisdaga eftir
þyrlu til að flytja mælingamennina inn til
Grímsvatna. Loks þegar veður var orðið risjótt
og séð varð, að ekkert yrði úr þyrluflugi, var
lagt upp á snjóbíl. Niður á Grímsvatnasléttuna
var varpað úr flugvél rauðum belgjum. Mæl-
ingamennirnir þeir Helgi Björnsson, jöklafræð-
ingur, og Magnús Hallgrímsson, verkfræðingur,
notuðu belgina sem kennimerki á sléttunni til
að geta mælt sig hennar með hornamælingu frá
stöðvum á Grímsfjalli.
Fundur í Jöklarannsóknafélaginu hinn 13.
nóv. 1976 var helgaður hlaupinu. Ég lagði fram
meðfylgjandi myndir. Helgi Björnsson sagði, að
þótt þeir félagar væru ekki búnir að ganga frá
greinargerð um mælinguna á jökli, þá væri ljóst,
að fullkomið samræmi væri á milli safnlínu
hlaupvatns og rúmmáls sigdældarinnar. Það er
mikil og góð „tékkun“, svo ekki sé meira sagt,
að fá sigdæld mælda og rúmmál hennar borið
saman við framrunnið hlaupvatn. Samanburður
á niðurstöðum þessara tveggja óliku mæliað-
ferða til að finna heildarvatnsmagn, gefur að
auki í flestum tilfellum ákveðna visbendingu
um með hve mikilli nákvæmni flóðtoppur er
mældur.
SKEIÐARÁRBRÚ
Myndir 2 til 7 sýna þversnið rennslismæli-
staðar, sem er Skeiðarárbrú (horft undan
straumi). Af teikningunum má lesa: 1) Stærð á
votu þversniði í fermetrum, auðkenndu með A.
2) Meðalstraumhraða i metrum á sekúndu, Vm.
3) Hámarksstraumhraða, Vmax. 4) Q, sem er
rennslið og frá því dregið áætlað grunnrennsli,
til þess að fá út sem lokatölu hlaupvatn í ten-
ingsmetrum á sekúndu.
Ef teikningarnar 12 að tölu af brúarþversnið-
inu frá 15.—26. september eru athugaðar, vekur
eftirtekt hinn mikli gröftur við stöpla nr. 19 og
20 fyrstu dagana. Útgröfturinn á þessum stað
nær hámarki þann 18. september, og var þá
kominn niður fyrir hinn steypta sökkul og nið-
ur með hinum forspenntu steyptu staurum. Síð-
an tekur að fylla að staurunum á ný og útgröft-
urinn færist til vesturs í þversniðinu. Til fróð-
leiks er rétt að geta þess, að þegar brúin var
byggð, var gerð rás með jarðýtu þvert á brúar-
JÖKULL 26. ÁR 83