Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1976, Qupperneq 85

Jökull - 01.12.1976, Qupperneq 85
AÐRAR MÆLINGAR VÍÐ SREÍÐARÁ Aurburðarsýni voru tekin reglubundið allan tímann, meðan hlaupið varaði. Aurburðarrann- sóknum stjórnaði Haukur Tómasson, jarðfræð- ingur. Að töku aurburðarsýna unnu aðallega Helgi Gunnarsson og Snorri Zóphóníasson, einnig Svanur Pálsson. Svanur hefur annast úr- vinnslu í aurburðarrannsóknastofu Orkustofn- unar að Keldnaholti. Niðurstaða hans er þessi: Skeiðará flutti fram í hlaupinu 21 millj. tonna af aur, þ. e. a. s. 8,5 gr/lítra að meðaltali. Mest- ur var aurinn í vatninu, þegar hlaupið var í hámarki eða 11 gr/lítra. Nánar um þessi atriði í útgáfu Orkustofnunar um aurburð. Starfsmenn Vegagerðar ríkisins framkvæmdu stöðugar mælingar og athuganir á áhrifum hlaupsins á brúna og fyrirhleðslugarða. Þetta var fyrsta Grímsvatnahlaupið, eftir að brýr höfðu verið byggðar á Sandinum. Það var fróð- legt að sjá, hvernig mannvirkin stóðust þol- raunina. Sérstaklega var fróðlegt að fá reynslu af leiðigörðum og innstreymi til brúarinnar. Það liggur utan við svið þessarar greinar að rekja þetta efni nánar, aðeins skal tekið fram, að eng- ar skemmdir urðu á brúnni og nær engar á görð- unum. En aðgæta ber, að engin reynsla fékkst af jakaflugi, því að vart brotnaði jaki úr jökl- inum. Rannsóknum Vegagerðarinnar stjórnuðu verkfræðingarnir Helgi Hallgrímsson og Loftur Þorsteinsson. Raunvísindastofnunin gerði tilraun með J-131 ísotóp til að mæla rennsli Skeiðarár í sjálfu há- markinu. Tilrauninni stjórnaði Páll Theodórs- son, eðlisfræðingur. Isotóp-skammtinum var varpað í ána inni við útfall og sýni tekin niður við brú. Niðurstaðan sýndi mjög litla blöndun í farveginum og gaf því enga marktæka rennslis- tölu. Lítil blöndun í farveginum er í samræmi við vatnafræðilegar aðstæður. Þótt blöndun í lóðréttu sniði sé fullkomin, þá er blöndun í lá- réttum fleti mjög léleg. Auravatnið Skeiðará færist fram eins og fari þar belti eða reim', það hvorki hvolfist eða steypist, gjörólíkt því sem gerist í þröngum gljúfrum, þar eiga árnar það til að rísa upp á rönd sem snöggvast. GRÍMSVÖTN Það hefur verið ætlunin að geta borið saman sig Grímsvatnasléttunnar, þ. e. a. s. tæmingu Grímsvatna, við framrunnið hlaupmagn, helst á hverjum degi, meðan á hlaupi stendur. Þetta tókst ekki fullkomlega nú, því að mæling gat ekki hafist í Grímsvötnum, fyrr en undir lok hlaupsins. Beðið var í marga góðviðrisdaga eftir þyrlu til að flytja mælingamennina inn til Grímsvatna. Loks þegar veður var orðið risjótt og séð varð, að ekkert yrði úr þyrluflugi, var lagt upp á snjóbíl. Niður á Grímsvatnasléttuna var varpað úr flugvél rauðum belgjum. Mæl- ingamennirnir þeir Helgi Björnsson, jöklafræð- ingur, og Magnús Hallgrímsson, verkfræðingur, notuðu belgina sem kennimerki á sléttunni til að geta mælt sig hennar með hornamælingu frá stöðvum á Grímsfjalli. Fundur í Jöklarannsóknafélaginu hinn 13. nóv. 1976 var helgaður hlaupinu. Ég lagði fram meðfylgjandi myndir. Helgi Björnsson sagði, að þótt þeir félagar væru ekki búnir að ganga frá greinargerð um mælinguna á jökli, þá væri ljóst, að fullkomið samræmi væri á milli safnlínu hlaupvatns og rúmmáls sigdældarinnar. Það er mikil og góð „tékkun“, svo ekki sé meira sagt, að fá sigdæld mælda og rúmmál hennar borið saman við framrunnið hlaupvatn. Samanburður á niðurstöðum þessara tveggja óliku mæliað- ferða til að finna heildarvatnsmagn, gefur að auki í flestum tilfellum ákveðna visbendingu um með hve mikilli nákvæmni flóðtoppur er mældur. SKEIÐARÁRBRÚ Myndir 2 til 7 sýna þversnið rennslismæli- staðar, sem er Skeiðarárbrú (horft undan straumi). Af teikningunum má lesa: 1) Stærð á votu þversniði í fermetrum, auðkenndu með A. 2) Meðalstraumhraða i metrum á sekúndu, Vm. 3) Hámarksstraumhraða, Vmax. 4) Q, sem er rennslið og frá því dregið áætlað grunnrennsli, til þess að fá út sem lokatölu hlaupvatn í ten- ingsmetrum á sekúndu. Ef teikningarnar 12 að tölu af brúarþversnið- inu frá 15.—26. september eru athugaðar, vekur eftirtekt hinn mikli gröftur við stöpla nr. 19 og 20 fyrstu dagana. Útgröfturinn á þessum stað nær hámarki þann 18. september, og var þá kominn niður fyrir hinn steypta sökkul og nið- ur með hinum forspenntu steyptu staurum. Síð- an tekur að fylla að staurunum á ný og útgröft- urinn færist til vesturs í þversniðinu. Til fróð- leiks er rétt að geta þess, að þegar brúin var byggð, var gerð rás með jarðýtu þvert á brúar- JÖKULL 26. ÁR 83
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.