Jökull


Jökull - 01.12.1976, Blaðsíða 93

Jökull - 01.12.1976, Blaðsíða 93
Mælingar í Grímsvötnum við Skeiðarárhlaup 1972 og 1976 Við tvö undanfarin Grímsvatnahlaup hafa Raunvísindastofnun Háskólans og Vegagerð ríkisins gert úr leiðangur til Grímsvatna. Mæl- ingamenn í báðum þessum ferðum hafa verið Magnús Hallgrímsson frá verkfræðistofunni Hönnun á vegum Vegagerðarinnar og Helgi Björnsson frá Raunvísindastofnun. Verkefni leiðangranna hefur verið að fylgjast með um- brotunum í Grímsvötnum og mæla sighraða ís- hellunnar meðan á Skeiðarárhlaupi stendur. Árangur af þessum ferðum hefur orðið allgóð- ur, en þó hefur slæmt veður í bæði skiptin kom- ið í veg fyrir, að árangur yrði eins mikill og til stóð. Ætlunin er að gera ítarlega grein fyrir þessum ferðum í næsta árgangi Jökuls, en hér mun í stuttu máli sagt frá helstu niðurstöðum. í hvorugt skiptið var árætt að fara niður í Grímsvötn til mælinga. Sig íshellunnar var mælt með hornmælingum frá mælistöðvum við Vest- ari og Eystri Svíahnúk. Mælt var á lóðabelgi, sem varpað var úr flugvélum niður á helluna, og mælt á þústir nálægt vatnsborði við Nagg. MÆLINGAR VIÐ HLAUP 1972 Hinn 15. mars 1972 flugu Sigurður Þórarins- son, Snæbjörn Jónasson og Helgi Bjiirnsson með Birni Pálssyni yfir Grímsvötn. Þá sást aðeins votta fyrir einni sprungu undir Grímsfjalli við Gríðarhorn. Hinn 19. mars flaug Sigurður aft- ur yfir Vötnin og þá höfðu sprungur myndast meðfram öllum vesturjaðri Grímsvatna undir Vatnshamri og norðaustur af Gríðarhorni. Is- hellan virtist vera að springa umhverfis öll Vötnin og áætlaði Sigurður, að hellan væri sigin um einn metra. Magnús Hallgrímsson og Helgi Björnsson komust til Grímsfjalls hinn 28. mars og mældu sig íshellunnar frá 30. mars til 4. apríl. Helstu niðurstöður eru sýndar í Töflu 1. Vatnshæð Grímsvatna er talin hafa verið í TAFLA 1 Dagsetning Kl. Vatnshæð Grímsvatna, m 30. mars 9:30 1336 31. mars 16:15 1333 3. apríl 8:00 1330 4. apríl 8:00 1330 1436 m yfir sjó við upphaf hlaupsins í mars 1972. Heildarsig vatnsborðsins reiknast því 106 m, en það er meira sig en áður hefur mælst við hlaup frá því mælingar hófust árið 1954. Jarðskjálftamælir var með í þessari ferð, feng- inn að láni hjá Sveinbirni Björnssyni. Mælingar hófust fyrst eftir að hlaupinu var að mestu lok- ið, en þó varð vart margra smáskjálfta með mælinum. Austan Grímsvatna yfir farvegi hlaup- anna mældust margir litlir kippir í um 100 m fjarlægð frá mælinum; líklega hrikti í ísnum. Við Vestari Svíahnúk mældist einn snarpur kippur í um 500 m fjarlægð. Aðfaranótt 29. mars vöknuðum við tvisvar við mjög snarpa kippi, fyrst um kl. 03—04 og síðan kl. 6:30 við mikinn dynk og þá hrökk upp hurðin á skál- anum á Eystri Svíahnúk. Engin tæki voru í gangi þá nótt. Nákvæm mynd fékkst af sprungum, sem mynduðust í Vötnunum við hlaupið. En sér- staka athygli vöktu dældir, sem rekja mátti eftir línu austur úr Vötnunum og suður Skeiðarár- jökul. Síðar kom í Ijós, að þessar dældir sjást á gervitunglamynd (ERTS) frá 31. janúar 1973. MÆLINGAR VIÐ HLAUP 1976 Brennisteinslykt fannst af Skeiðará aðfara- nótt 4. september. Hinn 9. september flugu Helgi Björnsson, Sigurður Steinþórsson og Loft- ur Þorsteinsson, Vegagerð ríkisins, yfir Gríms- vötn. íshellan var enn slétt, en greina mátti nýmyndaða sprungu undir rótum Grímsfjalls á sama stað og sprunga sást hinn 15. mars 1972. Einnig sáust tvær reglulegar hringlaga sprung- ur í sigkatli norðan undir Griðarhorni. Hinn 19. september flugu Sigurður Þórarinsson og Einar Hafliðason yfir Grímsvötn. Af ljósmynd, sem Sigurður tók, má ætla, að íshellan hafi verið sigin um 20 m. Hinn 22. september hófu Magnús og Helgi mælingar frá Grímsfjalli og fylgdust með sigi liellunnar fram til 6. október. Nokkrar helstu niðurstöður eru sýndar í Töflu 2. Vatnshæð Grímsvatna er talin hafa verið um 1436 m við upphaf hlaupsins. Heildarsig vatns- borðsins reiknast því um 86 m. JÖKULL 26. ÁR 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.