Jökull


Jökull - 01.12.1976, Blaðsíða 68

Jökull - 01.12.1976, Blaðsíða 68
staS. Barmar giísins bera svo míkið af fargi jök- ulsins, að ég tel að bræðsla geti opnað leið undir íshrygginn, þótt yfirþrýstingur í ísnum sé allt að 4 börum. Fyrir 1938 voru Grímsvatnahlaup fátíðari og stærri en síðar hefur verið. Þykir mér líklegt, að hlauphæð stóru hlaupanna hafi verið nálægt 1500 m y. s., en nú er hún um 1435 m y. s. Byggi ég þetta mat á þeirri áætlun að geymslu- rými vatnanna hafi verið tvöfalt það sem nú er, og hafi um 30% af rúmmálsaukningunni stafað af auknu flatarmáli vatnanna og um 70% af hærra vatnsborði. — Hæð ísstífluhryggjarins var um 1570 m y. s. samkvæmt herforingjaráðskorti, leiðréttu eftir loftmynd frá 1937 og 1938, og einnig samkvæmt bandaríska kortinu eftir loft- myndum frá 1945 og 1946. Samkvæmt þessu var íshryggurinn 35 m hærri þá en árið 1959 (sam- kvæmt korti Baldurs Jóhannessonar). Þrýstingur á grunni undir 570 m þykkum ís væri um 51 bar, en vatnsþrýstingur frá Grímsvötnum á sama grunnfleti væri um 50 bör eða aðeins 1 bars yfir- þrýstingur. Það var aðsig vegna þessa þrýst- ingsmunar, sem bræðsla fyrir stóru hlaupin varð að ráða við. Að framan kom hins vegar fram, að tilsvarandi þrýstingsmunur hefur verið 4 bör fyrir hin síðustu hlaup eða fjórfalt meiri. Ofangreindan mun á yfirþrýstingi íss við byrj- un hlaups tel ég varla unnt að skýra með mun á hitastigi í vötnunum og eðlilegra að leita skýr- inga í aðstöðumun. Opnun rása við hin síðustu hlaup var hugsuð í gili þar sem mikið af fargi jökulsins var borið á börmum þess. Hins vegar varpa ég fram þeirri tilgátu, að fyrir 1938 hafi ekki verið neitt gil við útrás Grímsvatna og bræðslan þá sótt fram á breiðu flötu svæði. Þetta gæti skýrt ofangreindan mun á yfirþrýst- ingi. Þegar bræðslan sækir fram undir botnstæð- an ís á breiðum sléttum fleti, sekkur ísinn til bqtns nokkurn veginn jafnt því, sem hann bráðnar að neðan, þangað til hann þynnist svo, að hann fer hér um bil á flot. Bræðsla á öllum þessum ís með takmörkuðu hlýju vatni tekur tíma, og á meðan safnast vatn ofan stíflunnar, svo hún fer öll nálægt því á flot og þá fyrst opnast fyrir stórhlaup. Ef á hinn bóginn bræðsl- an fer fram í gili, þá beinist hið takmarkaða hlýja vatn að litlum bletti og ísinn stendur á börmum gilisns í stað þess að sökkva niður í bræðslustaðinn. Víkjum nú að nokkrum atriðum varðandi jökulhlaupin sjálf og hvernig þau enda. Þegar 66 JÖKULL 26. ÁR rás opnast, eykst bræðslan mikið, því að straum- urinn að bræðslustað er þá drifinn, ekki aðeins af eðlisþyngdarmun vatns á mismunandi hita- stigi heldur af falli niður rás. Að öðru jöfnu eykst bræðsla innan úr rás í réttu lilutfalli við þvermál hennar, en íshnig í hana í hlutfalli við þvermálið í öðru veldi. Þegar rásin víkkar, vex aðhnigið örar en bræðslan og vídd rásarinnar eru þannig takmörk sett og því þrengri sem yfir- þrýstingur utan rásarinnar er meiri. Þegar þver- mál rásar nálgast þessi mörk verður form henn- ar óstöðugt. Veggir hennar njóta nokkurs stuðn- ings af grunninum umfram þakið, sem hnígur niður og skiptir rásinni í tvær. Þá eru komnar tvær rásir með svipuðum bræðslufleti og eina rásin áður, en með aðeins hálfum þverskurðar- fleti og ísaðhnigi á við upprunalegu rásina, svo að nú hefur hvor nýju rásanna vaxtar- og skipt- ingarmöguleika. Þegar rásunum fjölgar rennur örar úr Grímsvötnum og vatnsborð þeirra lækk- ar, yfirþrýstingur við útrásirnar vex og rásirnar skiptast enn frekar. Þegar undirborð flotíssins kemur niður í hæð við berghrygginn, rennur kalt leysingarvatn undan flotísnum yfir berg- hrygginn út í vatnsrásirnar. Við það stöðvast bræðslan í rásunum og þær lokast á skömmum tíma, enda þegar orðnar mjóslegnar vegna þess live yfirþrýstingur utan þeirra er orðinn hár. í lok hlaupsins 1976 féll vatnsborð Gríms- vatna niður í 1350 m y. s. og undirborð flotíss- ins stöðvaðist í 1150 m y. s. eða um 20 m yfir berghryggnum í 1130 m. Þetta bendir til þess að þykkt kalda leysingarvatnslagsins hafi verið meir en 20 m þykkt. En í lok hlaupsins 1938 féll vatnsborðið niður í 1320 m, svo að neðra borð flotíssins féll niður fyrir berghrygginn. Ut- rásin lokaðist ekki, vegna þess að ekkert lag af köldu leysingarvatni var tiltækt undir flotísnum, þegar neðra borð hans seig niður fyrir útfallið á berghryggnum. Þetta mun hafa stafað af gos- inu norðan Grímsvatna fyrir hlaupið 1938. Þá rann nægt vatn með nægum straumhraða og varma til Grímsvatna til þess að blandast og fjarlægja mestallt leysingarvatn undan íshell- unni. — En ég tel einnig, að vatnsrásirnar hafi ekki náð að lokast að fullu í lok þessa hlaups og muni hafa haldist opnar fyrstu árin eftir 1938. Tel ég sögu Grímsvatnahlaupa styðja þetta, sbr. Vötnin stríð eftir Sigurð Þórarins- son. Lítum nánar á aðstæður. Með vatnsborð Grímsvatna í 1320 m y. s. hefur þrýstingur ís- stíflunnar á berggrunninn verið 20 börum meiri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.