Jökull - 01.12.1976, Blaðsíða 84
Hinn 7. sept. var ekki um neitt að villast, greini-
legur vöxtur var kominn í ána, en aðrar ár
héldu áfram að minnka. Ragnar Stefánsson í
Skaftafelli mældi vatnshæð og skriiaði daglega
lýsingu af ánni. Hinn 11. sept. og aðfaranótt
hins 12. óx áin verulega. Nú var áin að fara
út yfir þau mörk, að hægt væri að átta sig á
rennslinu nema með daglegum og samfelldum
rennslismælingum. Ekkert hlaupvatn var i Gígju
eða Súlu.
RENNSLISMÆLIN GAR
Hinn 14. sept. hófu Vatnamælingarnar rennsl-
ismælingar. Sjá meðfylgjandi vatnsrit hycLro-
graph. Aðstaða til mælinga var nú gjörbreytt
frá fyrri hlaupum, brú komin til sögunnar. Ekki
þurfti lengur að nota veltigrindur við að mæla
dýpið. A brúnni var ákjósanleg aðstaða að mæla
vatnsdýpið með þungum blýlóðum. Einnig
reyndist handhægt að mæla dýpið með grönnum
járnteinum. Teinarnir voru allt að 9 m langir.
Teininum var skutlað inn undir brúna undan
straumi þannig, að hann í skástöðu kenndi
botns og flaumiðan látin reisa hann upp. Teinn-
inn var hafður í bandi. Bandið — mælivír —
var strekkt um leið og teinninn stóð lóðréttur
og svo var viðmiðunarpunktur uppi á handrið-
inu. Slíka mælingu var hægt að framkvæma án
þess að trufla umferð eða vera truflaður af
henni. Var hún því notuð töluvert. Þar sem
straumofsinn var mestur varð að nota hin
þyngstu lóð. Lóðunum var aðeins unnt að renna
út af sérstökum þar til gerðum spilvagni eða út
frá spili á sérstaklega útbúinni mælingabifreið.
Aurburðartökumenn veittu drjúga liðveislu við
að mæla dýpið, þegar hlaupið var í hámarki.
Reynt var að rnæla dýpið með bergmálsdýptar-
mæli. Það lánaðist ekki. Eigi er þó ólíklegt, að
fyrir næsta Skeiðarárhlaup verði búið að þróa
þá aðferð og gera þann útbúnað, sem með þarf,
svo að hún verði nothæf.
I mesta flaumnum, t. d. þegar drílaröst lá í
aðalstrengnum undir brúnni, var ógjörlegt að
koma við hinni hefðbundnu straumhraðamæl-
ingu með straummæli — Woltmanns-skrúfu.
Tækin rásuðu svo út til hliða. I slíkum ofsa eru
krossviðarspjöld og þau í kross á tréstöng, hald-
besta straummælitækið þegar allt kemur til alls.
A annan enda stangarinnar er fest grjótsakka
en á hinn er festur flotkútur, stöngin helst því
82 JÖKULL 26. ÁR
lóðrétt í vatninu. Stönginni með krossviðar-
plötunum, sem standa hornrétt hvor á aðra, er
nú sleppt í flauminn. Mælt er, hve lengi hún
er að rekja út fyrirfram mældan þráð, 50 eða
100 m. Þannig fæst vatnshraðinn mældur.
Straumurinn mæðir mest á stönginni, þar sem
spjöldin eru, því að þau eru aðalflöturinn.
Stöngin fer því áfram með þeim hraða, sem
vatnið hefur á því dýpi, sem spjöldin eru.
Þannig er hægt að mæla vatnshraðann á mis-
munandi dýpi. Það kemur sér vel, að mælitæk-
ið er ódýrt, því að það verður ekki dregið á
land aftur. Ofur auðvelt er að mæla yfirborðs-
hraða árinnar á þennan hátt, þegar veður er
stillt. Sá er munurinn, að flothylkið ristir ör-
skammt niður í vatnið og verður lialað inn
aftur. Enda var þetta óspart notað, því að stöð-
ugt þurfti að endurtaka mælingar í aðalálunum,
sem breytast í sífellu.
NÁKVÆMNI MÆLINGARINNAR
Eins og áður segir var mæliaðstaðan gjör-
breytt til batnaðar með tilkomu brúarinnar.
Skekkjumörkin í fyrri lilaupum, t. d. 1972 og
1954, voru nál. ± 20%. Gjalda varð varúð við
að álykta, að skekkjumörkin yrðu nú til muna
þrengri, hér varð að fara að öllu með gát. Til
sögunnar kom hvimleiður skekkjuvaldur. Þar á
ég við að þversniðið undir brúnni var ólíkt
kvikara, en rásin upp með Skaftafellsbrekkum,
þar sem ég hafði mælt rennslið áður. Botninn
undir brúnni var stöðugt að breytast. Áin þurfti
í flóði nokkra aðlögun við brúna. Hún var í
fyrsta lagi að skera niður sand- og aurdyngjur
eða að fylla í rásir, sem stöfuðu frá sjálfri brú-
argerðinni, en svo var það ekki síður straum-
stefnan, innstreymið að brúnni meðfram leiði-
görðum, sem varð að taka breytingu. Keilurnar
eru nú tvær, önnur frá útfalli og að brú, hin
er með toppinn við brú og nær til sjávar. Skeið-
ará fór yfir nær allan farveginn undir brúnni,
heflaði hann og lagaði til að vild sinni, nema
hún lauk ekki við mjóa ræmu á milli stöpla
nr. 14 og 15. Best er að átta sig á þessum „hvim
leiða skekkjuvaldi" með því að athuga og bera
saman þversniðin, Myndir 2 til 7, og gera sam-
anburð á þeim dag frá degi. Skekkjumörk hlaup-
vatns nál. ± 15%. Nánar um nákvæmnina í
sambandi við mælingar á Grímsvötnum.