Jökull


Jökull - 01.12.1976, Page 76

Jökull - 01.12.1976, Page 76
einn samfelldur jökulís upp að línu Pálsfjall— Kerlingar.“ Skeiðarárjökull Grænalón hljóp 4. ágúst ’76 (Súluhlaup), há- mark rennslis um 3000 m3/s. Grímsvötn hlupu í september (Skeiðarár- hlaup), hámark rennslis 4700 m3/s. I bréfi með mæliskýrslu rekur Ragnar breyt- ingar, sem orðið hafa á jöklinum á milli Gríms- vatnahlaupanna 1972 og 1976. Ragnar segir: „Eftir hlaupið 1972 lækkaði Skeiðarárjökull lítillega miðað við Hvirfilsdalsskarð, en hækk- aði fljótlega aftur í svipaða hæð og hann var í fyrir hlaupið. Jökullinn hefur haldist þannig síðan, í sambandi við þetta hlaup (’76) er ekki hægt að merkja neinar breytingar á jöklin- um á þessum slóðum. í haust um það leyti sem hlaupið var að hefj- ast mátti merkja smábreytingu. Jökullinn tók að ganga fram. Héðan frá Skaftafelli séð virtist staðurinn vera beint upp af sæluhúsinu. Síðan hefur framskriðið færst í aukana. Það er á kafl- anum frá Háöldukvíslarfarvegi og austur fyrir jöklamerkið Ei (þ. e. nr. 115). Jökullinn hefur hækkað töluvert þarna, t. d. er áberandi hækk- un á hábungu jökulsins í sjónlínu, sem stefnir héðan af hlaðinu (á Hæðum) á hábungu Foss- núps. Ég held, sem sagt, að hækkun sé þarna á kafla neðan frá sandi og þar til sjónlínu héðan ber í framanverðan (sunnanverðan) Lóma- gnúp." Hinir bröttu daljöklar vestan Örafajökuls I bréfi dags. 14. nóv. 1976 með mæliskýrsl- unum segir Guðlaugur: „Skaftafellsjökull hefur hopað, en þó virðist hann hár og úfinn, þegar innar kemur. Svínafellsjökull hefur gengið fram. í haust gekk ég yfir hann inni við Hrútsfjall. Þar hefur jökullinn aukist verulega. Virkis- og Falljökull hafa einnig skriðið fram og hækkað. Fyrir skömmu gekk ég eftir jöklin- um inn í Hvannadal. Þar hefur jökullinn hækk- að, einkum þar sem hann kemur niður úr há- jöklinum og hefur lokað yfir kletta á nokkrum stöðum. Kotárjökull hefur einnig skriðið fram og lok- að yfir kletta.“ Kviárjökull. í bréfi dags. 1. nóv. segir Flosi: „Jökullinn hefur sléttast nokkuð frá í fyrra haust." Hrútárjökull. Flosi segir: „Jökullinn hefur hækkað og ýfst nema fremst." Fjallsjökull. Flosi segir: „Jökullinn virðist hafa hækkað eitthvað, a. m. k. sums staðar." Breiðamerkurjökull. Flosi segir: „Sýnilega hef- ur Breiðamerkurjökull farið lækkandi.” Varðandi Breiðamerkurjökul austan Jökulsár tók Steinn fram á mæliskýrslunum, að hann hafi orðið að leggja nýjar mælilínur, því að lón hafi verið við jökuljaðar á hinum eldri línum og þau hafi valdið töfum og ónákvæmni í hvert sinn, þegar mælt var. Hoffellsjökull Varðandi Hoffellsjökul eystri segir Helgi í bréfi með skýrslunni: „Jökultangi náði þvert yfir lónið við jökul- jaðar og spyrnti í ölduna. Jökultanginn lokaði fyrir rennslið, sem kom niður með Geitafells- björgum. Hinn 20. sept. s.l. kom stórhlaup í jökulvötn hér um slóðir, Kolgrímu, Hólmsá á Mýrum og Hornafjarðarfljót, aftur á móti óx Hoffellsá lítið sem ekkert. Fljótin urðu það mesta sem þau hafa orðið, síðan brúin var byggð 1961. Rennslið var þá hindrað vestur í aðallónið, eins og áður sagði. Vatnið skar farveg í ölduna og náði framrás vestur í lónið, en skildi eftir malarhrygg meðfram jökulröndinni. Gjávatn var tómt. Gísli Sigurbergsson í Svínafelli og Sigfinnur Pálsson í Stórulág eru kunnugir á mælistöðun- um og geta annast mælinguna fyrir mig, ef á þarf að halda." Kverkjökull I bréfi 30. ágúst 1976 með mæliskýrslunni segir Gunnsteinn: „Sjónarmunur er greinilegur frá síðustu mæl- ingu, að jökullinn hefur hækkað, þar sem hann kemur út úr Kverkinni og ýtist upp í stórar bungur. Jökuljaðarinn hefur aftur á móti lækk- að. Enn heldur íshellirinn áfram að hrynja.” Sigurjón Rist. 74 JÖKULL 26. ÁR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.