Jökull


Jökull - 01.11.1998, Page 17

Jökull - 01.11.1998, Page 17
Ágrip Norðvestan við Leiðólfsfell á Síðumannaafrétti stendur gjallgígaþyrping upp úr Skaftáreldahrauni þar sem það flæddi niður eftir farvegi Hellisár og fram í Skaftárgljúfur. Agreiningur hefur staðið um aldur og uppruna þessarar gígþyrpingar. Jón Jónsson (1985) taldi gígana vera sérstaka eldstöð sem gaus á 12. öld, en Þorvaldur Þórðarson (1991) taldi þyrpinguna vera gervigíga sem mynduðust samfara Skaftáreldagosinu 1783. Gosið við Leiðólfsfell myndaði gjóskulag sem hefur mjög staðbundna útbreiðslu og þynnist hratt frá upptökum. Næst gígaþyrpingunni er gjóskulagið allt að 3 m þykkt, en í jarðvegssniðum í 1,5 km fjarlægð frá upptökum er þykkt þess <1 sm. Afstaða Leiðólfsfells- gjóskunnar til þekktra gjóskulaga frá sögulegum tíma sýnir að gjóskulagið myndaðist árið 1783. Þessi niðurstaða er í góðu samræmi við aldursgreiningu á koluðum mosaleifum beint undan gjóskulaginu og gefur óleiðréttan C14-aldur 250 ± 60 ár. Jafnframt er enginn marktækur munur á efnasamsetningu gosefna frá Leiðólfsfellsgígunum og Lakagígum. Þessar niður- stöður benda eindregið til þess að gígaþyrpingin við Leiðólfsfell hafi myndast í gervigígagosi þegar Skaft- áreldahraunið flæddi niður farveg Hellisár í júní 1783. JÖKULL, No. 46, 1998 15

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.