Jökull


Jökull - 01.11.1998, Page 30

Jökull - 01.11.1998, Page 30
tions of the Iceland glacier in the last 250 years. Ge- ografiska Annaler 25 (1-25), 1-54. Thórarinsson, S. 1956. On the variations of Svínafells- jökull, Skaftafellsjökull and Kvíárjökull in Öræfi. Jökull 6, 1-15. Thórarinsson, S. 1964. On the age of the terminal moraines of Brúarjökull and Hálsajökull. Jökull 14, 67-75. Thoroddsen, Th. 1901. Jarðfræðikort af íslandi, kannað 1891-1898. 1:600.000, (2 blöð). Kaupmannahöfn, Carlsbergsjóðurinn. Thoroddsen, Th. 1911. Lýsing Islands, annað bindi. Hið Islenska Bókmenntafélag. Kaupmannahöfn. 673 pp. Williams, R.S. Jr. 1986. Glacier inventory of Iceland: Evaluation and use of sources of data. Annals of Glaciology 8,184-191. Ágrip Breytingar á skriðjöklum Eiríksjökuls á ntátíma Kannaðar voru breytingar á fjórum skriðjöklum sem ganga fram úr Eiríksjökli, þ.e. jöklarnir Stallurinn, Brækur, Klofajökull og Ögmundarjökull (1. mynd). Allir gengu þeir fram í lok litlu ísaldar og hafa þessi framrásarskeið verið aldursgreind með hjálp fléttna og annarra afstæðra aðferða. I ljós kom að hámarksút- breiðsla a.m.k. Bróka og Ögmundarjökuls var milli ár- anna 1880 og 1923 (6. mynd). Stallurinn, þar sem ekki reyndist unnt að finna fléttur á jökulgörðum, var í há- marksútbreiðslu á svipuðum tíma (3. og 6 mynd; 1. tafla). Þessi niðurstaða var fengin með einföldum samanburði á hjammörkum jökulsins þar sem venju- legast um 70% af heildarsvæði íslenskra skriðjökla tilheyrir ákomusvæði þeirra. Með þessu móti má áætla hjammörkin í fyrri framrásum og þar af leiðandi leiða líkur að hve jökulinn þarf að ganga fram til að uppfylla áðurnefnda skilgreiningu á hlutfalli ákomusvæðis og leysingarsvæðis. Klofajökull gekk fram á svipuðum tíma en jökulgarðurinn framan við sporðinn er líkast til eldri eins og vikið verður að síðar. Jöklamir hopuðu frá hámarksútbreiðslu litlu ísaldar (um 1880) fram til um 1960. Milli áranna 1960 og 1987 voru jöklabreytingar tvíþættar. Brækur og Stallurinn skriðu fram en Og- mundarjökull stóð í stað. Engin ummerki hafa fundist um að jökull hafi skriðið fram yfir mestu útbreiðslu litlu ísaldar á vestanverðum Stallinum. Klofajökulsurðin (4. og 5. mynd) er sennilega gamall grjótjökull sem ekki er lengur virkur fyrir utan svæði með um 700 m geisla frá snertisvæði jökuls og urðar. Þar fyrir framan er lítill eða enginn ís og hefur ekki verið um nokkuð langt skeið. Jökullinn virðist hafa gengið fram í hámarki litlu ísaldar og náð að hreyfa gamla jökulgarðinn sem markar mestu útbreiðslu jökulsins eftir ísaldarlok samkvæmt aldursgreining- um með fléttum um 1934. Eftir það hefur jökullinn hörfað mikið eða bráðnað undan efninu. Myndunin sem slík er eldri. Lágmarksaldur Klofajökulsurðarinnar er frá landnámstíð, sem er greint út frá rennslismynstri Hallmundarhrauns, en líkast til er myndunin upphaf- lega frá síðari hluta Nútíma. Vegna mikilar hreyfingar á jökulgörðum við Eiríks- jökul eru þeir mjög óstöðugir sem veldur því að fléttur eiga erfitt með að nema land á þeim. Þetta olli talsverð- um erfiðleikum við notkun fléttna til aldursgreiningar. Aðferðin reyndist því ekki mjög vel við Eiríksjökul, en þó nothæf. Skekkjumörk reyndust mest vera 9 ár í báðar áttir (2. mynd; 1. tafla). Mælt var flatarmál jökulsins fyrr og nú og reynd- ist það hafa minnkað úr 49,4 km2, þegar mest var milli 1880 og 1884, í 23,8 km2 árið 1987 eða um 52%. Mesta minnkunin var frá 1880-1884 til 1960, en ör- lítil heildarstækkun varð milli áranna 1960 og 1987 (2. tafla). Reynt var að áætla meðalþykkt Eiríksjökuls með útreikningum út frá líkani af flæðieiginleikum jökul- íss. Benda niðurstöður til að jökullinn sé nú um 220 m þykkur þar sem hann er þykkastur. 28 JOKULL, No. 46, 1998

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.