Jökull


Jökull - 01.11.1998, Page 41

Jökull - 01.11.1998, Page 41
vaxandi siglingar og síðar einnig flugferðir gerðu kröfur um : „...frekari rannsókn hinna efri loftlaga, og ítarlegri veðurkort, verða helstu forsendur framfara“ (Drewes, 1917). Heimskautaárið flýtti meðal annars mjög fyrir útbreiðslu þeirra útvarpssenda fyrir litla veðurathugana-loftbelgi (Radiosonden), sem Rússar höfðu fundið upp rétt fyrir 1930. Þátttakendur höfðu mikinn áhuga á jónhvolfsrann- sóknum, ekki síst áhrifum sólgosa á jónhvolfið, sem svo aftur valda sveiflum í segulsviði jarðar, auknum norðurljósum og truflunum á fjarskiptum (sjá Patton, 1932). Dan la Cour hannaði nýja segulsviðsmæla, sem notaðir voru á a.m.k. 40 mælistöðvum 1932-33 og tóku öðrum fram lengi síðan (Laursen, 1943). Einnig vildu menn kanna rafstrauma í lofti og jörð, sólgeislun og geislavirkni, svo eitthvað sé nefnt, en til dæmis sjávarfalla- og jarðskjálftamælingar tilheyrðu ekki áherslusviðum heimskautaársins. HUGMYNDIR UM VERKEFNI Á ÍSLANDI, FRAM Á 1931 Samkvæmt hugmyndum sem samþykktar voru 1930 af undirbúningsnefnd Heimskautaársins (sjá Harradon, 1931; Heidke, 1932) var áformað að segul- mælingar yrðu gerðar á austur- og vesturströnd Islands og að háfjallastöðvar væru á austurströnd íslands og á Snaefell (væntanlega Snæfellsjökli). Hinn 4. apríl 1930 skrifaði Þorkell Þorkelsson Veðurstofustjóri forsætisráðherra um þessar hugmyndir. Mælistöðin á Austurlandi eigi að vera starfrækt frá Italíu, en hin stöðin verði í Reykjavík og sé ætlast til að íslendingar Mynd 4. Snæfellsjökull, úr Zingg (1941). Horft úr norðaustri frá Sandkúlum, lóðrétt ör sýnir hvar rannsóknastöðin var. - View of Snœfellsjökull from NE, arrow showing the position ofthe research station. JÖKULL, No. 46, 1998 39

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.