Jökull


Jökull - 01.11.1998, Síða 44

Jökull - 01.11.1998, Síða 44
ar um haustið, og „hefur hjálpað okkur afskaplega mikið" skrifaði Poul la Cour til foreldra sinna 16. okt. La Cour fór síðan heim til Danmerkur snemma í nóvember, og Matti var ráðinn aðstoðarmaður þeirra Zingg og Jensens í stöðinni (Mynd 5a,b) til loka úthaldsins. Gerðar voru eftirtaldar mælingar og athuganir, sem lýst er í skýrslu um leiðangurinn (Zingg, 1941) ásamt töflum um ýmsar niðurstöður: Almennar veðurathuganir (hitastig, raki, þrýsting- ur, úrkoma, vindur, sólskin) Athuganir á skýjafari og skýjamyndun Ymiskonar ljósmælingar Norðurljósaathuganir Athugun á útvarps-hlustunarskilyrðum Snjó- og ís- athuganir Aðrar náttúmfarsathuganir Samkvæmt skýrslu Zinggs var við margháttaða erfiðleika að etja í rekstri stöðvarinnar. Kofi með hitamælum fauk í fárviðri sem stóð 10.-13. nóv., og sömuleiðis loftnets- og vindmælamöstur. Hvassviðri, snjókoma og ísing ollu vandkvæðum við að komast að mælunum, og m.a. var Zingg veðurtepptur í Olafsvík nær allan janúar. Skýli fyrir mæla (sem hann kallar „englische Hútte“) átti ekki við í þessu veðurfari, og fylltist oft af snjó og ís þannig að til dæmis loftraka- mælingar urðu lítils virði. Næmur loftþrýstingssíriti af nýrri tegund gekk skrykkjótt. Ský lágu gjarnan yfir hálsinum þótt léttskýjað væri í byggð, og sást þá ekki til norðurljósa. Rannsóknaniðurstöðumar urðu því að ýmsu leyti ófullkomnar, auk þess sem til túlkunar sumra þeirra hefði þurft að hafa aðgang að samanburð- armælingum við sjávarmál. Af niðurstöðum mælinganna telur Zingg þær einna helstar, hve miklar og snöggar breytingar geti orðið á veðrinu hér á landi. Vindar af suðaustri, sem væntan- lega stöfuðu af lægðum suðvestan við land, voru lang- algengastir (Mynd 6), og líkir hann þeim við hnúka- þey (Föhn). Einnig komu fyrir norðanvindar sem hann túlkar a.m.k. að einhverju leyti sem útrásir kalds lofts frá íshafssvæðinu. Vindhraði náði 50-60 m/sek. Ur- koma varð miklu meiri en Zingg hafði búist við, og taldi hann þetta úrkomumagn gefa skýringu á því hvers vegna jökull héldist þama. Fjarskiptasamband var gott við Reykjavík og Thule, og einnig öðru hverju við franskar stöðvar, jafnvel Casablanca í Marokkó. Sérstakar tilraunir voru gerðar til að meta hvernig hlustunarskilyrði á stutt- bylgjusendingum frá París breyttust yfir sólarhringinn (vegna breytilegrar hæðar endurkastslaga í jónhvolf- inu, sem mikið var verið að rannsaka á þessum ámm) og væru háð segulsviðstruflunum (Lugeon, 1941). r \ 1 máM? Mynd 7. Hollensk Fokker D-VII flugvél sömu tegundar og þær sem voru í Reykjavík 1932-33. Þetta eintak er nú í eigu Smith- sonian stofnunarinnar í Washington. Myndir af vélunum í Reykjavík eru í bók Arngríms Sigurðssonar (1974). - A World War I Fokker biplane ofthe same type as those flying over Reykjavík in 1932-33. 42 JOKULL, No. 46, 1998
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.