Jökull - 01.11.1998, Síða 44
ar um haustið, og „hefur hjálpað okkur afskaplega
mikið" skrifaði Poul la Cour til foreldra sinna 16. okt.
La Cour fór síðan heim til Danmerkur snemma í
nóvember, og Matti var ráðinn aðstoðarmaður þeirra
Zingg og Jensens í stöðinni (Mynd 5a,b) til loka
úthaldsins.
Gerðar voru eftirtaldar mælingar og athuganir,
sem lýst er í skýrslu um leiðangurinn (Zingg, 1941)
ásamt töflum um ýmsar niðurstöður:
Almennar veðurathuganir (hitastig, raki, þrýsting-
ur, úrkoma, vindur, sólskin)
Athuganir á skýjafari og skýjamyndun
Ymiskonar ljósmælingar
Norðurljósaathuganir
Athugun á útvarps-hlustunarskilyrðum
Snjó- og ís- athuganir
Aðrar náttúmfarsathuganir
Samkvæmt skýrslu Zinggs var við margháttaða
erfiðleika að etja í rekstri stöðvarinnar. Kofi með
hitamælum fauk í fárviðri sem stóð 10.-13. nóv., og
sömuleiðis loftnets- og vindmælamöstur. Hvassviðri,
snjókoma og ísing ollu vandkvæðum við að komast að
mælunum, og m.a. var Zingg veðurtepptur í Olafsvík
nær allan janúar. Skýli fyrir mæla (sem hann kallar
„englische Hútte“) átti ekki við í þessu veðurfari, og
fylltist oft af snjó og ís þannig að til dæmis loftraka-
mælingar urðu lítils virði. Næmur loftþrýstingssíriti af
nýrri tegund gekk skrykkjótt. Ský lágu gjarnan yfir
hálsinum þótt léttskýjað væri í byggð, og sást þá ekki
til norðurljósa. Rannsóknaniðurstöðumar urðu því að
ýmsu leyti ófullkomnar, auk þess sem til túlkunar
sumra þeirra hefði þurft að hafa aðgang að samanburð-
armælingum við sjávarmál.
Af niðurstöðum mælinganna telur Zingg þær einna
helstar, hve miklar og snöggar breytingar geti orðið á
veðrinu hér á landi. Vindar af suðaustri, sem væntan-
lega stöfuðu af lægðum suðvestan við land, voru lang-
algengastir (Mynd 6), og líkir hann þeim við hnúka-
þey (Föhn). Einnig komu fyrir norðanvindar sem hann
túlkar a.m.k. að einhverju leyti sem útrásir kalds lofts
frá íshafssvæðinu. Vindhraði náði 50-60 m/sek. Ur-
koma varð miklu meiri en Zingg hafði búist við, og
taldi hann þetta úrkomumagn gefa skýringu á því
hvers vegna jökull héldist þama.
Fjarskiptasamband var gott við Reykjavík og
Thule, og einnig öðru hverju við franskar stöðvar,
jafnvel Casablanca í Marokkó. Sérstakar tilraunir voru
gerðar til að meta hvernig hlustunarskilyrði á stutt-
bylgjusendingum frá París breyttust yfir sólarhringinn
(vegna breytilegrar hæðar endurkastslaga í jónhvolf-
inu, sem mikið var verið að rannsaka á þessum ámm)
og væru háð segulsviðstruflunum (Lugeon, 1941).
r \ 1 máM?
Mynd 7. Hollensk Fokker D-VII flugvél sömu tegundar og þær sem voru í Reykjavík 1932-33. Þetta eintak er nú í eigu Smith-
sonian stofnunarinnar í Washington. Myndir af vélunum í Reykjavík eru í bók Arngríms Sigurðssonar (1974).
- A World War I Fokker biplane ofthe same type as those flying over Reykjavík in 1932-33.
42
JOKULL, No. 46, 1998