Jökull - 01.11.1998, Síða 45
Leiðangursmenn gengu nokkrum sinnum á tind
Snæfellsjökuls á árinu, í eitt skiptið með Jóni Eyþórs-
syni er hann heimsótti stöðina í júlí og kannaði breyt-
ingar á jöklinum.
I ágúst var svo það sem nýtilegt var úr stöðinni
tekið niður, og sent utan með skipi 1. september.
Prófessor Mercanton gaf stutta skýrslu um rannsókn-
imar á fundi í svissneska jarðeðlisfræðifélaginu daginn
eftir, og birtist hún á prenti (Mercanton 1934). Fyrir
milligöngu danska sendiherrans fékk Ferðafélag Is-
lands húsið að gjöf. Rafstöðin var seld til Amarstapa.
ÝMSAR MÆLINGAR í REYKJAVÍK OG
VIÐLANDIÐ 1932-33
I Reykjavík rak Þorkell Þorkelsson veðurstofustjóri
segulmælistöð í skúr sem reistur var nálægt rafstöðinni
við Elliðaár. Mælingamar stóðu yfir frá desember 1932
til ágúst 1933. Var talið mikilvægt að gera þessar mæl-
ingar vegna þess að Reykjavík er á sama segullengdar-
baugi og stöðvar í Grænlandi, Bretlandi og Frakklandi.
I mörgum þeirra ritgerða sem síðar birtust um segul-
truflanir heimskautaársins, er þessi stöð þó ekki tekin
með í úrvinnsluna, e.t.v. sumpart vegna þess að hún
starfaði ekki alveg allt tímabil heimskautaársins. Niður-
stöðumar vöktu nokkra athygli vegna þess að svokall-
aðar „risasveiflur“ (giant pulsations) virtust mun al-
gengari hér en á öðrum stöðvum (la Cour, 1938), og
fékkst fjárveiting frá Alþjóða-jarðsegulmælingasam-
bandinu til að halda þeim áfram (Chapman og la Cour,
1937). Þá brá svo við að engar risasveiflur létu sjá sig,
og var mælingunum hætt eftir fjóra mánuði. Frumgögn-
in lentu til Finnlands og lágu þar lengi, en eru nú varð-
veitt á Háloftadeild Raunvísindastofnunar Háskólans.
Island- Grönlandfahrfen
des Verm,Schiffes„Meteor”
192S
1929
1930
1933
Mynd 8. Ferðir rannsóknaskipsins „Meteor“ nálægt íslandi 1928-33, úr Schulz (1934).
- Tracks ofresearch cruises ofthe German oceanographic vessel „ Meteor “ near Iceland in 1928-33.
JÖKULL, No. 46, 1998
43