Jökull


Jökull - 01.11.1998, Síða 51

Jökull - 01.11.1998, Síða 51
Samtíningur um jökla milli Fells og Staðarfjalls Flosi Bjömsson ' Kvískerjum 785 Fagurhólsmýri INNGANGUR Litlar heimildir eru til um breytingar jökla eða í hvaða stöðu jaðrar þeirra voru á fyrri öldum og er því lítið um það að segja. Tímabilið, sem hér er tekið til meðferðar, varðandi jöklabreytingar, er aðallega frá átt- unda áratug s.l. aldar, til þess er reglulegar mælingar hófust, varðandi önnur atriði eftir atvikum fram á síðustu áratugi. Heimildir þær, sem stuðst er við eru annarsvegar fyrst og fremst upplýsingar frá eldra fólki er hér þekkti til, og hins vegar um síðari áratugi eftir eigin minni og dagbókum. Af heimildarmönnum skulu þessir nafngreindir: Ari Hálfdanarson, Fagurhóls- mýri, dvaldi hér á Kvískerjum 1880-1882, Finnbogi Einarsson, Hofi, Jón Guðmundsson, Hnappavöllum, Sveinn Árnason, Selkirk (Kanada), er allir höfðu dvalið á Kvískerjum nokkur ár fyrir 1880. Allir voru þeir og kunnugir á Breiðamerkursandi eftir að þeir fóru frá Kvískerjum nema Sveinn, er fór raunar um sandinn 1930 er hann kom í heimsókn. Ennfremur hafa nokkrir yngri menn gefið upplýsingar. Ekki síst er það svo faðir minn, Bjöm Pálsson, er flutti hingað að Kvískerjum um aldamótin. Hefur hann og skráð sumt er að þessu efni lýtur (Bjöm Pálsson, 1953). Er ekki að efa, að rétt sé frá skýrt af hálfu þessara manna, svo langt sem frásögn þeirra nær. Annað mál er það, að nánari frásögn hefði verið æskileg, en ekki er við þá um að sakast því nánari upplýsingar hefðu eflaust verið mögulegar ef eftir þeim hefði verið leitað í tíma, þó ekki tjái að fást um slíkt nú. [Stuðst hefur verið við rit sem fjalla um svæðið svo sem Þorvald Thoroddsen (1931-1933), Ahlmann og Sigurð Þórarinsson (1943), Todtmann (1960), Sigurð Bjömsson (1967) og Guttorm Sigbjamarson (1970).] Auk þessa er svo sums staðar vitnað til þekktra rita og korta, þegar sérstök ástæða þykir til. En ekki verður farið út í hugleiðingar um hvað lesa megi úr gömlum heimildum um byggðina á þessu svæði. [Teikning frá síðustu öld (1. mynd) sýnir Esjufjalla- rönd og Breiðamerkurfjall í baksýn (Howell, 1893). Kortið á 2. mynd sýnir jaðar Breiðamerkurjökuls og annarra jökla sem hér er fjallað um og helstu ömefni sem nefnd eru. Ljósmyndir frá 1938 og 1996 (3. og 4. mynd) sýna glögglega hversu mikið Breiðamerkur- jökull hefur hjaðnað á þessari öld.] BREIÐAMERKURJÖKULL Fyrsta heimild um stöðu jökla á Breiðamerkursandi mun vera bréf sr. Gísla Finnbogasonar til Árna Magnússonar frá því um 1700 (Finnur Jónsson, 1914), en þar segir um Breiðamerkurfjall: [„... í hvert valla verður nú komist vegna jökla, sökum þess að þeir hafa gengið saman að austan og vestan.“] Orðalagið virðist benda til að ekki hafi liðið langur tími frá því að jökull girti urn fjallið. I eyðibýlaskrá Isleifs Einarssonar (1918) frá 1712 kemur fram að jökullinn var þá við bæjarrústirnar á Breiðármörk og ætti því að vera um Hálfdanaröldu ef Miðaftanstindur hefur verið eiktamark frá bænum, en þó lfklegt sé að svo hafi verið er það ekki öruggt. Árið 1756 fóru Eggert Olafsson og Bjami Pálsson um Breiðamerkursand og segja þeir Breiðamerkur- jökul 300 feta háan og á bls. 108 í ferðabók þeirra stendur: „Enn er það einkennilegt við jökul þenna, að þótt jökulröndin sé lág fyrir vestan Breiðá, þá er hún þverhnípt, 8-10 faðma há austan árinnar. ... Enginn ^ Greinin er búin til prentunar af Sigurði Bjömssyni eftir andlát Flosa Bjömssonar. Viðbætur og breytingar sem hann gerði á handriti Flosa eru innan homklofa. JÖKULL, No. 46, 1998 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.