Jökull


Jökull - 01.11.1998, Page 52

Jökull - 01.11.1998, Page 52
vottur af malar- eða urðargarði er þarna framan við jökulröndina, eins og títt er annars staðar og þar á meðal vestan Breiðár.” (Eggert Olafsson, 1981). Á bls. 106 í Ferðabók Eggerts Olafssonar stendur: „Sandurinn er 5 mílna [38 km] langur frá Öræfum til Homafjarðarbyggða, en breiddin frá jökli og fram í sjó 1-2 mílur [7-14 km].” Og um Jökulsá stendur að: „varla er ein míla [7 km] vegar milli upptaka hennar og ósa”. Að engar öldur skyldu vera framan við jökulinn austan Breiðár bendir til að hann hafi verið að skríða fram þar, enda kemur það heim við það sem Sveinn Pálsson segir að Jökulsá sé ekki nema fjórðungur mílu (tæpir 2 km) 1794 (Sveinn Pálsson, 1945, bls. 479). En ekki mun þó hafa verið mikill gangur í jöklinum fyrr en 1794 eftir því sem fram kemur hjá Sveini. Um jökulstöðuna á Breiðamerkursandi á síðari hluta 19. aldar er jökullinn gekk lengst fram, er það skemmst að segja, að fátt er raunar til frásagnar um- fram það, sem finnst skráð í kunnum ritum. Aðeins skal hér minnt á þátt Sigurðar Þórarinssonar (1943) og Guðmundar G. Bárðarsonar (1934). Yfirleitt er svo að skilja, að Breiðamerkurjökull og jöklamir í grennd hafi víðast hvar legið fram á fremstu jökulöldur eða fram að þeim á árabilinu 1870-80, og lítið breyst á næsta áratug, eða jafnvel fram yfir 1890 í sumum tilfellum. Þó mun jökullinn hafa farið að hörfa lítið eitt á stöku stað fljótlega eftir 1880. Við Fjalls- og Hrútárjökla náði jökullinn samt ekki alls staðar fram á ystu öldur, en þær munu vera frá kuldaskeiði löngu fyrir landnám. Flestar ritaðar frásagnir þeirra er ferðast hafa um sandinn munu eðlilega greina fyrst og fremst frá eystri hluta jökulsins út að Jökulsá, þar sem leiðin lá næst jöklinum, en vestar lá leiðin að jafnaði nokkru framar og því erfiðara að hyggja að jökuljaðrinum eða breyt- ingum á honum. I stórum dráttum munu breytingar á jaðri Breiðamerkurjökuls oftari hverju hafa orðið nokkurn veginn samtímis, en þó má telja víst að vestan Esjufjallarandar hafi breytingar að jafnaði verið minni og hægari á öldinni sem leið, a.m.k. síðari ára- tugi hennar. Jökullinn virðist hafa verið á meiri hreyf- ingu öðru hverju um Jökulsá og einkum nokkru austar (austan Stemmu), og raunar borið við að þeirra hreyf- inga hafi ekki gætt vestan Esjufjallarandar, eins og t.d. um 1930 og næstu ár, er jökullinn gekk fram við Jökulsá. Greinilegar frásagnir af mismunandi skrið- hraða og háttalagi jökulsins austan og vestan Esju- fjallarandar eru þó ekki fyrir hendi frá öldinni sem leið. Það sem verður greint frá jöklunum hér á eftir, verður rakið að austan og vestur eftir. Jökullinn austan Stemmu Kunnugt er að jökullinn austan Stemmu, eða rúm- lega helmingur þess hlutar jökulsins sem var austan Esjufjallarandar var mjög á hreyfingu á öldinni sem leið, verulega meiri en sá hluti sem nær var röndinni. Samkvæmt frásögnum Hendersons (1957) frá ár- unum 1814-1815 og Thienemanns (1824) semfórhér um 1821 hafa á þeim árum verið tíðar breytingar á Breiðamerkurjökli, er skríði ýmist fram eða hörfi dálítið, en muni þó sækja meira í átt til sjávar. Árið 1853 voru uppi óljósar fregnir um verulegt framskrið, að líkindum þó ýktar og heimildir ótraustar. Sam- kvæmt lýsingu E. T. Hollands (1862) frá árinu 1861 virðist Breiðamerkurjökull kyrrstæður, og kveður hann álit kunnugustu manna hníga í sömu átt. Segir þá skemmst milli jökuls og fjöru við Jökulsá, en jökul- jaðarinn raunar áþekkur og sýnt er á korti Bjöms Gunnlaugssonar. En á áttunda tug aldarinnar og raunar fyrr hefur jökullinn verið ókyrr og farið að skríða verulega frarn. Árið 1868 eyddist bærinn á Felli, að öllum líkindum í hlaupi frá Veðurárdal innri, en lengi áður hafði graslendi jarðarinnar eyðst mjög af ágangi Veðurár, sem færðist nær bænum eftir því sem jökullinn gekk lengra fram, svo að hann mun hafa skriðið hægt fram um alllangan tíma en nokkuð stöðugt fyrir 1870. Að sögn Ara Hálfdanarsonar hefur hann einkum farið að skríða ört fram 1869, þar til hann komst fram á fjöruna 1878, en fór síðan að eyðast smám saman. Jökullinn lá þó enn fram á fjöruna 1880. Watts (1962) kveður jökulinn hafa legið þama nærri sjó er hann var á ferð 1875, jökuljaðarinn innan við 230 m frá sjó, og þá að skriða fram. Lítur þó út fyrir að jökullinn hafi hægt á sér eftir 1875, þó nokkur hluti hans hafi náð lengst fram 1878-80. Eftir það hefur hann hörfað nokkur ár. Bjöm Pálsson fermdist árið 1893, og var þá eins og venja var með ferm- ingarböm lofað að fara með í kaupstað, en farið var í júní. Honum var það minnisstætt að fjaran var farin 50 JÖKULL, No. 46, 1998

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.