Jökull


Jökull - 01.11.1998, Side 53

Jökull - 01.11.1998, Side 53
framan við jökulinn austan við Stemmu og að menn vom að tala um að gangur hefði verið í honum árið áður. Hann heyrði að menn töluðu um að vissara væri að flýta ferðinni sem mest, því búast mætti við að jökullinn gengi í sjó þá og þegar. En í bakaleið sáu þeir að jökullinn hafði ekki gengið fram, enda hörfaði hann nokkuð hratt úr því. Þorvaldur Thoroddsen (1959) getur þess í ferðabók sinni, en hann fór um Breiða- merkursand 1894, að frá fremstu jökulöldum að sævarmáli séu 250 m, en frá sömu öldum að jökli séu 43 m. Ut úr öldunni sást á rekastaur. Eftir herforingja- ráðskortinu frá 1903 (Nörlund 1944) virðast vera um 250 m frá öldunum að sjó, en 220-230 m frá öldunum að jökli. En rétt er að benda á, að þó fjaran væri farin þegar jökullinn lá fremst á Fellsöldum þarf það ekki að þýða að hann hafi legið alveg fram á fjörana, því oft var mjög blautt við jökuljaðarinn og hefur þar getað verið illfært vegna sandbleytu. Sumarið 1912 mun hafa verið mikill gangur í jökl- inum austan Jökulsár. Það mun hafa verið á því ári er nokkuð var komið fram á sumar, að Jökulsá breytti um farveg og rann skáhallt austur í Stemmu, innan við fremstu öldumar, sem þá voru. Mun hún hafa haldist í þeim farvegi fram á vetur eða til áramóta, er hún flutti sig aftur vestur, en útfallið var spölkom austar meðan hún rann í Stemmu, og kom hún þá raunar úr jöklin- um á nokkrum stöðum. Dynkir heyrðust svo að segja í sífellu í jöklinum, er menn áttu þar leið og mátti heita að breytingar sæjust nær daglega á jökuljaðrinum (austanfrá). Eitt sinn þetta ár, er Bjöm Pálsson fylgdi mönnum austur yfir sandinn og gisti á Reynivöllum, hafði jökullinn skriðið yfir slóð hans frá deginum áður þegar hann fór til baka. Taldi hann sig þó í minnsta lagi hafa farið 10 faðma frá jöklinum daginn áður. En þessi gangur í jöklinum stóð ekki mjög lengi. Um 1919-1920 mun einnig hafa verið talsverður gangur í Jöklinum um tíma á sömu slóðum, en ekki varað lengi. I bæði skiptin mun einnig hafa gætt nokkurs umróts á Esjufjallarönd, en ekki vitað til að þess hafi gætt að neinu ráði vestan hennar. Þess skal getið, að 1921 rann Jökulsá eða a.m.k. nokkuð af henni austur í Stemmu. Esjufjallarönd og jökullinn við Jökulsá Breytingar eða hreyfingar á Esjufjallarönd og jökl- inum upp af Jökulsá hafa augljóslega verið tíðar á síðari áratugum aldarinnar sem leið og að vísu talsvert frani eftir þessari. Þama lá raunar þjóðvegur um ára- tuga skeið, sumarmánuðina, þegar verulegur vöxtur var kominn í Jökulsá, þ.e. leiðin lá yfir jökulinn upp af Jökulsá, og oftast nær einnig yfir fremsta hluta rand- arinnar en vegalengdin var einatt mjög mislöng. Jökullinn var mjög misjafn yfirferðar, oft sprunginn og hólóttur, en einnig oft greiðfær. Enda þótt yfirborð jökulsins hafi oft tekið breyt- ingum, og stundum verulegum, er ekki þar með sagt að þær hafi verið stórvægilegar að jafnaði, þó þær gætu valdið miklu um hvort jökulleiðin var auðveld eða torsótt með hesta. Svo virðist að sjálfur jökuljaðarinn hafi lengi lítið breyst a.m.k. framan af þessari öld, og þá frekar hæg- fara þar til kemur fram á þriðja og fjórða áratug aldar- innar, en þá fara jöklar mjög að eyðast. Smá breyting- ar voru þó alltaf tíðar. Sennilega hefur jökuljaðarinn þama breyst minna á síðari áratugum 19. aldar en við Fellsöldur. En fátt er raunar til frásagnar um það hversu langt jökullinn náði þarna t.d. um 1870-80. I bugnum þar sem mætast jaðaröldur Esjufjalla- randar og jökulsins vestan hennar er lítil fjárrétt utan í ystu ölduröðinni (rúma 3 km NV frá Jökulsá). Hún er eldri en frá aldamótum, talin vera frá árunum 1870- 80, en getur verið nokkra eldri eða yngri. Augljóst er að þegar hún var byggð, hefur jökullinn legið þama alveg fram á ystu öldurnar, að líkindum mjög nærri, en sennilega kyrrstæður eða hægfara, enda mun jökul- jaðarinn lengi hafa breytst minna þar en lengra út með röndinni. Er landmælingarnar fóru fram á þessum slóðum 1903, virðist jökullinn liggja þarna 80-100 m innan fremstu öldunnar, en framan undir Esjufjallarönd sjálfri aðeins lítilsháttar öldubrún. Þá er jökuljaðarinn við Jökulsá 1400-1500 m frá sjó. Árið 1894 er sú vega- lengd að ágiskun Þorvalds Thoroddsens (1959) nálægt 1 km „eða nokkuð lengra”. Þessi fyrirvari hans gæti bent til þess að ekki sé víst að jökullinn hafi breytst þar sem neinu nam til 1903, en þó líklega fremur styst en að hann hafi gengið fram. Árið 1906 voru engar öldur framan við jökulinn meðfram Esjufjallarönd að Jökulsá. 1909 var vestur- jaðar Esjufjallarandarinnar upp frá Nýgræðum um 50- 60 m frá ystu öldum, (á þriðju öldu frá sæluhústóft JÖKULL, No. 46, 1998 51

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.