Jökull


Jökull - 01.11.1998, Side 56

Jökull - 01.11.1998, Side 56
þau því ekki heldur sést af austanverðum sandinum, en mig skortir vitneskju um hvenær þau sáust fyrst þaðan. I þeim heimildum, sem mér eru tiltækar frá fyrri tíð, kemur nafnið Máfabyggðir fyrir en ekki Esju- fjöll. Það nafn var þó kunnugt þeim sem smöluðu fjöllin beggja megin Breiðamerkurjökuls og sáu því árlega til fjallanna. Getur það bent til að jökullinn hafi orðið mjög hár framan við fjöllin nokkuð löngu áður en hann komst eins framarlega og hann hefur verið síðan um 1700. [Athyglisvert er það sem Steinþór Þórðarson sagði mér (S.B.) um sinn fyrsta róður út fyrir Hrollaugs- eyjar, það var 1907, og var róið á mið sem nefnt var Leira. Skyggni var gott og sáu þeir þá, er á miðið var komið á hæstu tinda Esjufjalla. Faðir Steinþórs spurði þá hvaða fjöll þetta væru og það vissi Þorsteinn Arason á Reynivöllum, en hann smalaði fjöllin austan við jökulinn á hverju hausti og sá fjöllin þaðan. Steinþór kvað Suðursveitunga hafa farið til selveiða í Hrollaugseyjar á hverju hausti sem þeir töldu tryggt veður til þess og hefði faðir sinn því oft komið þar í björtu veðri. Hann sagðist því sannfærður um að Esjufjöllin hefðu ekki sést frá Hrollaugseyjum fyrr en 1907, því faðir sinn hefði viljað vita nöfn á þeim fjöllum sem hann sá. Eins og fyrr getur, fór ég í Breiðamerkurfjall 1929. Þá var talsvert langur jökulvegur í fjallið, og jökullinn það hár að ég varð að fara nokkuð hátt upp í hlíðina til að sjá sjóinn, og tel ég mig muna hvar ég var þá staddur. Eg fór því með hæðarmæli þangað 1993 og mældi frá jökulgrunninum upp að þessum stað, og reyndist það vera 240 m. I Ærfjalli myndaðist lón við jökulinn, en hæð þess minnkaði eftir því sem jökullinn eyddist og mun það nú hætt að myndast. Faðir minn sagði mér að 1901 hefði yfirborð lónsins verið við klöpp sem nú er fossbrún. Nú er sú fossbrún 65 m hærri en jökullinn fyrir framan, en greinileg strandlína er 5 m hærra uppi (gæti verið frá 1880 eða þar um bil).] Breiðárlón var farið að myndast a.m.k. 1932. Lónið var þó enn fremur lítið 1938, en allmikil flöt jökul- tunga þar inn af, sennilega að nokkru leyti á floti. En 1947 eða jafnvel fyrr var stærð þess orðin nokkuð ná- lægt því sem það er á korti 1951 frá leiðangri frá Durhamháskóla (Lister, 1953). Höfundur mældi dýpi á nokkrum stöðum í Breiðárlóni og Fjallsárlóni 1951 og 1955. Mesta dýpi í Breiðárlóni var þá 34 m, en í Fjallsárlóni 47 m. Síðan hafa lónin stækkað og hefur mælst í þeim nokkru meira dýpi, í Fjallsárlóni 50 m (1962). En nýrri mælingar, sem aðrir hafa gert (Price, 1982; Price og Howarth, 1969 og 1970), hafa leitt í ljós að vesturhluti Breiðárlóns (þar var jökull er fyrst var mælt) er mun dýpri en austurhlutinn. Þess skal getið, að eftir að Breiðá braut sér farveg vestur í Fjallsá (1954) og síðan grafið hann nokkuð, lækkaði Breiðár- lón um það bil 5 m, og mun lónið hafa lækkað eitthvað eftir að sú mæling var gerð. Breiðamerkurjökull og Fjallsjökull aðskildust sumarið 1946, (ekki 1945 eins og sést hefur ritað). Myndaðist þá auð mjó geil milli þeirra. Undanfarandi 19 ár hafði jökullinn lækkað mjög og styst, og á stöku stað sáust niðurföll eða op niður í gegn um jökulinn. I júní 1944 var jökulhaftið framan við Breiðamerkurfjall þó enn 700 m breitt, þ.e. frá fjallinu í átt að jökulöld- unum. Loks var jökullinn orðinn svo þunnur að þegar Fjallsá hljóp 18.-21. september 1946 ruddi hún geil eða mjóar traðir gegn um jökulhaftið, fram af Hrossa- dal. Víkkuðu þær svo nokkuð við næsta hlaup, 17. júní 1947, en eftir það fór svo íslausa svæðið þarna verulega að breikka vegna bráðnunar. I október 1949 var bilið milli jöklanna framan við fjallið rúmir 450 m, 1952 600 m, og 1965 um 1200 m. Lengst af síðan hefur það haldið áfram að breikka, en á síðari árum hægar. Að langmestu leyti er það Breiðamerkurjökull- inn, sem eyðst hefur þama, Fjallsjökullinn hefur verið nærri kyrrstæður þama þessi ár. Stundum hefur hér um slóðir verið vitnað í að ætla má nokkuð áreiðanlega sögn um að Ingunn Guðmunds- dóttir á Felli í Suðursveit hafi, þegar Kristín dóttir hennar bjó á Kvískerjum, séð reyk frá kolabrennslu á Heiðinni norðan við Kvísker, og það haft til merkis um að jökullinn hafi þá ekki náð langt fram. Líklegast er að þetta hafi verið snemma á búskaparárum Kristínar, eða nálægt 1820; en móðir mín sagði mér að sér hefði verið sagt að Ingunn hefði farið upp í fjallið, en vissi ekki hvað hátt, svo að ekki verða dregnar miklar ályktanir af sögunni, þó sönn kunni að vera. Annað er það að samkvæmt ferðabókum Eggerts Olafssonar og Sveins Pálssonar má ætla að jökullinn hafi náð til muna skemmra fram en hann gerði síðar. 54 JOKULL, No. 46, 1998

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.