Jökull


Jökull - 01.11.1998, Side 57

Jökull - 01.11.1998, Side 57
Munnmæli eru að upp af eða efst á Fjallsfit, þ.e. í Fjallslandi, talsverðan spöl austan við Fjallsá þar sem hún rennur nú, hafi verið öldur framan við jökulinn vaxnar lyngi og víði, og var víðirinn það hár að aðgæslu þurfti til að tapa ekki sjónar af kindum, (e.t.v. átt við fráfæma lömb). Faðir minn sagði að sér hefði verið sagt að þegar sýnt var að jökull mundi ganga fram yfir þessar öldur hafi Hofsmenn höggvið (eða rifið) viðinn, sem hefði verið á fleiri en einn hest. Ætla má að knappt hafi verið um hey þegar svo mikil fyrirhöfn var lögð í að ná í viðinn, en því miður var ekki spurt hvenær þetta gerðist. En séu þessi munnmæli rétt, að þarna hafi jökullinn gengið yfir víðivaxnar öldur, er þama nokkuð sem vert er að athuga. Nú sést á stöku stað smá lyngrunni og einstaka víðiteinungur, en hvergi runni í jökulöldunum og eru þær fremstu þó orðnar aldar gamlar. Aldan eða öldumar, sem víðirinn var í, hljóta því að hafa verið meira en aldar gamlar, en það mun þýða að þær hafa verið frá kuldaskeiði fyrir landnám. Nú em engar öldur austan Fjallsár, sem líklegt er að 2. mynd. Kort af Breiðamerkurjökli og nágrenni sem sýnir örnefni sem nefnd eru í greininni (teikning GÓI). - A location map of Breiðamerkurjökull and vicinity. JÖKULL, No. 46, 1998 55

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.