Jökull


Jökull - 01.11.1998, Side 58

Jökull - 01.11.1998, Side 58
séu frá þeim tíma, en vestan hennar eru á stöku stað lágar öldur allvel grónar framan undir aðal jökulöld- unum. Verður að því vikið síðar. Þess ber þó að geta, að ekki verða þessi munnmæli staðfest af frásögn Sveins Pálssonar, er hann fór um þesar slóðir undir lok 18. aldar. En það sker ekki ör- ugglega úr um þetta; hann getur að vísu um allmiklar malaröldur en segir ekkert um hvort þær voru grónar. Leiðin lá að ætla má nokkuð langt frá þessari öldu og því ekki líklegt að hann hefði orðið hennar var. FJALLS- OG HRÚTÁRJÖKLAR Sveini Pálssyni (1945) og Henderson (1957), sem fóru um þessar slóðir 1794 og 1814, ber saman um það í ferðabókum sínum, að svo virðist að Fjallsjökull bægi Breiðamerkurjökli spölkorn úr leið, þar sem þeir mæt- ast, enda er næsta líklegt að Fjallsjökull hafi náð fyrr fram fyrir Breiðamerkurfjall. Einhverntíma á 19. öld hefur Breiðamerkurjökull sigið svo á, að mót jöklanna hafa orðið beint fram af Hrossadal. Á áratugnum 1860-70 voru hér á ferð þeir E.T. Holland (1862) árið 1861 og C.W. Paijkull (1866) sumarið 1865 og gáfu báðir jöklinum nokkrar gætur. Komið hefur fyrir að ferðamenn hafi ekki aðgreint Fjalls- og Breiðamerkurjökla, þ.e. talið hinn fyrmefnda til Breiðamerkurjökuls, og ljóst er að svo hefur verið um þá. Holland segir jökuljaðarinn víðast lítið sprung- inn, en þó verulega á kafla, en einnig ofar (þar gæti verið um að ræða falljökulinn sunnan Breiðamerkur- fjalls). Paijkull segir jökulinn mjög sprunginn, og á þar ótvírætt við Fjallsjökul. Um 1870-80 er Fjalls- Hrútárjökull sagður hafa legið víðast hvar fram á fremstu öldur, t.d. við Nýjasel að mestu og Fitjar, eink- 3. mynd. Séð frá hlaðinu á Reynivöllum í Suðursveit um 1938. Rétt bryddir á Breiðamerkurfjalli yfrr Breiðamerkurjökul sem einnig ber ofarlega í hlíðar Staðarfjalls. Yfrrborð Breiðamerkurjökuls er skýrt með brotinni línu. Ljósm. Þorsteinn Guðmundsson. - View towards southwest across BreiöamerkurjökuU from thefarm Reynivellir about 1938. The profile of Breiðamerkurjökull is accentuated by a dashed line. 56 JOKULL, No. 46, 1998

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.