Jökull


Jökull - 01.11.1998, Síða 60

Jökull - 01.11.1998, Síða 60
ölduröð, en 40-150 m í Gamlaseli. Einnig mun vera nokkur vottur þeirra í Nýjaseli, vestan Hrútár. Undir slíkri öldu í Gamlaseli eru kofatættur, sem álitið er að séu selrústir, en enginn veit aldur þeirra eða sagnir um þær. Er því ekki líklegt að þær séu yngri en frá byrjun s.l. aldar, en geta vitanlega verið eldri, og er það raunar líklegra. Þarna hefur auðsjáanlega verið byggt upp að öldunni, þ.e. hún hefur verið þama þegar byggt var. Næsta ölduröð, sem nær ekki heldur langt sam- fellt, er engu síður vel gróin ásamt lægðinni milli hennar og þriðju ölduraðar, en milli þeirra er víðast að- eins 10-20 m bil. Má vera að jökullinn hafi ekki heldur náð alveg fram á þessa aðra ölduröð á umræddu tímaskeiði, og þarf það nánari athugunar við. Yfirleitt munu þessir jöklar hafa heldur hopað frá h.u.b. 1880, en þó víðast hægt fram yfir 1890, nema helst syðst. Þó er ekki vitað nema að einhver gangur hafi átt sér stað á því tímabili, en varla þó nema minniháttar og ekki lengi. Að sögn Þorvalds Thorodd- sens hefur verið gangur í Fjallsjökli 1894, og hafi hann legið fram á fremstu öldur. Sennilega eiga um- mæli hans fyrst og fremst við jökulinn upp frá Fitjum (um miðjan jökuljaðarinn), þar sem vegurinn lá nærri. Þorvaldur hefur þó alls ekki átt við lágu fremstu öld- umar, heldur að líkindum einkum við aðrar hærri og brattari öldur lítið eitt vestar - og þar fremstar - sem jökullinn hefur legið á. í ferðabók sinni (Þorvaldur Thoroddsen, 1959) segir hann aðeins um öldurnar þama: „eru jökulöldur litlar fyrir framan þá”. Um 1904 var jökullinn nokkur hundruð metra inn- an við fremstu eða fremri öldumar, samkvæmt korti (Norlund, 1944); víða um 400 m, sums staðar meira, annars staðar minna. Síðan munu jöklamir lengst af hafa verið kyrrstæðir eða hörfað hægt, þar til fór að líða á þriðja áratuginn. En upp úr því hörfuðu þeir ört. Uppi við jökul, þar sem Fjallsá rann síðar fram um öldumar, var smálón um 1930 en stækkaði ört. Arið 1936 var það orðið allstórt, þegar hluti af Fjallsá kom í það og gróf nokkuð stóran farveg fram úr því, og það stækkaði ört á næstu ámm þó Fjallsá flytti sig öll í það 1938 og myndaði núverandi farveg sinn. JÖKULLINN UPP AF KVÍSKERJAFJÖLLUM Vera má að jökuljaðarinn upp af Kvískerjafjöllum hafi verið farinn að þynnast eitthvað eða hörfa lítilsháttar fyrir 1930 frá því um og eftir aldamótin, hygg þó raunar að þess hafi sést lítil merki. Um 1930 náði t.d. jökull fram undir ölduna 627 m (sjá kort) upp af Múla, og niður í gilið þar vestan við. A fyrstu tugum þessarar aldar náði jökultunga niður í botn Múlagljúfurs, snar- brött, flattist þó lítið sem ekkert út á gljúfursbotninum, en það þykk að hún var furðu heilleg og klofnaði lítið, enda sást síðar að hún hefur að nokkm leyti verið skorðuð í gilskorningi. (Þessi jökultunga sést ekki á korti herforingjaráðsins, sem er ónákvæmt á þessum stað og um efstu fjallamörk nokkuð vestur eftir að Vatnafjalla- brún.) Sumarið 1930 var jökultunga þessi enn í gljúfr- inu, en nýlega sundurslitin um gljúfurbrúnina, svo að þar sást mjó klettabrík þvert í gegn. Eyddist svo jökull- inn þama sem annars staðar ört á næstu ámm. Inn úr Múlagljúfri gengur annað gljúfur til vesturs, nokkm grynnra en þó allhrikalegt, nefnt Rótarfjallsgil. (Sést ekki á korti herforingjaráðsins sbr. áður sagt.) Þetta gil mun að mestu hafa verið jökullaust, a.m.k. austantil um aldamót. Um 1880 lá jökull að sögn þvert fram yfir vesturenda þess og yfir á gilbrúnina ytra megin. Skammt frá gilbrúninni þar sjást tvær mjóar jökulöldu- raðir. Sennilega er innri röðin frá þessum tíma eða þar um bil. Um aldamótin var jökullinn kominn niður í gilbotninn, hörfaði svo bráðlega þangað sem gilið beygir til norðvesturs, og hélst þar um það bil til 1930, er hann fór að eyðast þama að nýju. Nú er orðið jökullaust að rótum Rótarfjallshnúks austast. Vestur af Rótarfjallsgili tekur við höfði nokkur eða hnúkur, brattur þeim megin sem að jöklinum veit, og töluvert hár á þá hliðina, og að vestanverðu. Hann hefur á síðari ámm verið nefndur Sveinshöfði, þar sem nú er fullvíst að Sveinn læknir Pálsson hefur lagt þar upp á Öræfajökul er hann gekk á jökulinn 1794 og kom sömu leið til baka. Vörðubrot er þar, sem vera mun frá dögum Sveins. Stendur það á stórum steini, og í hann er höggvinn bókstafurinn „P”, vafalaust verk Sveins Pálssonar (sbr. Flosi Björnsson, 1957, 1965, 1975). Frásögn Sveins, af því hvernig þama var umhorfs 58 JOKULL, No. 46, 1998
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.