Jökull


Jökull - 01.11.1998, Blaðsíða 61

Jökull - 01.11.1998, Blaðsíða 61
1794 er í aðalatriðum þannig (Sveinn Pálsson, 1945): „Loks komum við að jökulbrúninni ... og hvíldum okkur þar á dálitlum hól.... Jökulbrúnin hafði bersýni- lega rekist á hólinn að ofanverðu og ekið á undan sér dálítilli öldu nærri upp í miðja brekkuna, en hörfað síðan nokkra faðma aftur á bak”. Þegar borin er saman lýsing Sveins og núverandi útlit og ummerki á þessum stað, bendir allt til þess að hægt sé að finna nokkurn veginn nákvæmlega hvernig jökullinn var þama 1794. Nú er, sem áður er að vikið, langt og bratt ofan frá hæðinni að norðan og vestan niður í gilbotn að rótum höfðans, og á kafla háir hamrar. Hæðin frá gilbotni stystu leið efst á höfðann hefur mælst um 145-150 m. Efsta hluta brekkunnar hallar að vísu mun minna ofan við hamrabrún þama, og sjást þar áberandi jökulöldur. Einkum eru tvær efstu raðirnar samfelldar eða heil- legar. Hin efri þeirra er um 15-20 m neðan við hákoll höfðans, (lóðréttur hæðarmunur er allmiklu minni, hæð öldunnar frá gilbotni er nálægt 138 m). Varla getur leikið vafi á því, að aldan er Sveinn minnist á, sé þessi efsta alda, þar sem hún lá að sögn hans nærri uppi í miðri brekkunni en jökullinn hefur síðan hörfað nokkra faðma aftur á bak. Þessi ummæli hans sýna því ótví- rætt að brekkan hefur þá verið mjög stutt, jökullinn legið mjög nærri hábrún höfðans. Þess skal getið, að næsta ölduröð er um 25 m neðar (en 12-15 m í lóðlínu). Er hún stærst þeirra, raunar tvöföld eða tvær samliggjandi. Ætla má að ytri aldan, sem áður getur framan við Rótarfjallsgil samsvari nokkum veginn annarri hvorri öldunni þama norðan í höfðanum. Hvemig jökullinn lá við höfða þennan um 1880 er ekki vitað umfram það, sem sagt er um jökulinn rétt við að austan. Hefur hann þá vafalaust legið hátt upp í hlíð- ina. Nú hefur jökullinn þokað talsvert frá höfðanum, mun hafa orðið jökullaust þar um 1960 eða nálægt því. En á undanfömum áratugum hefur talsvert land í fjall- lendi komið undan jökli, einkum þar sem halli er til- tölulega lítill, svo sem upp af Ærfjalli og Vatnafjöllum. KVÍÁRJÖKULL [Elsta heimild sem getur um Kvíárjökul er Choro- graphica Islandica Áma Magnússonar (1955) sem er trúlega frá öndverðri 18. öld. Þar stendur: „Þar fyrir ofan (á landi) er á sú, er kölluð er Kvíá. Hún fellur úr Kvíárjökli, sem er fyrir austan Hnappavöllu í Öræfum, en fyrir vestan þann bæ, er nefnist Kvísker. Sá jökull meina menn lengst sé fyrir austan að sjó kominn.” Eggert Ólafsson (1943) lýsir Kvíárjökli árið 1756 svo: „... og jakamir frosnir saman, svo af þeim skap- ast reglulegur jökull. Ofan á öllu saman liggja stór- eflis björg, sem ásamt öðmm ójöfnum valda því, að jökulfallið líkist lágri hnjúkaröð.”] Kvíárjökull hefur að sögn verið hár og mikill a.m.k. á áratugunum 1870-1890. Hafi því borið við að jakar hafi oltið út yfir lægð í Kvíármýrarkambi. I Jökli 1956 er sagt frá slíku atviki, og að öruggara þótti að hleypa fé, sem ekki var búið að rýja, út úr fjárrétt, sem var undir Kambinum, og talið hafa orðið um 1870. Samkvæmt heimildum er síðan hafa borist og munu réttari, hefur þetta gerst árið 1886. Er það og frekar til stuðnings síðara ártalinu, að enn hafði þess orðið vart, jafnvel eftir 1890 að hrunið hefðu smájakar eða ísmolar fram yfir Kvíármýrarkamb, að vísu aðeins lítilsháttar. Er komið var fram um 1890 mun jökullinn hafa farið nokkuð lækkandi, a.m.k. framan til, en hann var þó enn allnærri brún Kvíármýrarkambs (og eflaust einnig Kambsmýrarkambs). Er landmælingar fóru fram 1903-1904 (Nprlund 1944), hefur jökullinn verið farinn að hopa nokkuð og lækka, en síðan verið að mestu kyrrstæður þar til skömmu fyrir 1920, að hann tók að hækka, og mjög ört næstu árin. Var hann mjög ósléttur og holóttur, og að sama skapi aurborinn. Virtist sem jökulhryggur gengi fram, enda fór nokkru síðar að koma í ljós lægri jökull að baki hans, og að mestu sléttur. Jökullinn fór þannig að lækka að marki eftir 1927. Síðan hefur Kvíárjökull oftast verið á undanhaldi, þó út af hafi bmgðið stund- um. I efsta hluta lóns framan við jökuljaðarinn mældi Helgi Björnsson á Kvískerjum 37 m dýpi 10. febrúar 1963. Nú er það lón uppfyllt og horfið. Sveinn Pálsson getur þess í ferðabók sinni 1794 um Fjalls- og Kvíár- jökla, að „yfirborð beggja þessara jökla er mjög þakið aur og stórgrýti...”. Nú á dögum, eða raunar a.m.k. frá aldamótum hefur yfirborð þeirra að jafnaði varla talist neitt verulega þakið stórgrýti, þótt oft séu þeir, eða einkum Kvíárjökull og Hrútárjökull meira og minna aurbornir. En ekki vantar stórgrýti í hinum eldri JÖKULL, No. 46, 1998 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.