Jökull


Jökull - 01.11.1998, Side 67

Jökull - 01.11.1998, Side 67
hvarf fyrir þrem árum og hef ég ekki orðið var við hann síðan. Leitarleiðangurinn fór upp Unaðsdal og á jökul- inn yfir undir brún Leirufjarðar, yfir öxl Jökulbungu og síðan í 700 m hæð suður fyrir Kaldalón. Veður var afleitt og færðin leiðinleg vegna þess hve snjórinn var öldóttur. Jökullinn var allur hulinn nýjum snjó enda snjóaði niður í sjó. Hvergi urðum við varir við neitt óvenjulegt.” NORÐURLANDSJÖKLAR Gljúfurárjökull -1 skýrslu frá Kristjáni Hjartarsyni segir að snjór liggi yfir jökulsporðinum og verði því breytingin ekki nákvæmlega áætluð. Af athugun Kristjáns og ljósmynd sem fylgir er þó ljóst að ekki hefur hann gengið fram. Barkárdalsjökull - Undanfarin ár hefur svissneskur landfræðingur mælt breytingar við Barkárdalsjökul og sent bréf þar um. Af jarðfræðiathugun telst honum til að jökullinn hafi hopað 300 m frá aldamótum til ársins 1975. Mældist honum að næstu 10 ár hafi sporðurinn gengið fram 125 m og hafi rokkað fram og aftur á svipuðum stað síðan. HOFSJÖKULL Sátujökull - Enn er erfitt að ákvarða jökuljaðarinn hér nákvæmlega enda er hann þakinn aur. Ljóst er þó að jaðarinn er að hopa. Múlajökull - Næstu tvær tilvitnanir eru í skýrslur Leifs Jónssonar. „I skýrslu 1987 gat ég um hlaup úr lóni ofan Hjartafells. Trúlega hefur nú hlaupið aftur úr lóninu. Svo virðist sem jökullinn hafi fjarlægst fellið sem skiptir á annað hundrað metra og virðist svo sem undan honum hafi komið gamlir jökulgarðar, samhliða þeim sem fyrir voru í hlíðum fellsins. Hinn möguleik- inn er og fyrir hendi að jökulgarðar þessir liggi ofan á jökuljaðrinum. Lækurinn sem alla tíð hefur komið undan jöklinum í mörgum kvíslum á mælingastað, kemur nú í einum farvegi úr fallegum íshelli sem er manngengur 80-100 m inn.” Jaðar Tungnárjökuls að þenja sig upp af mælilínu í upphafi framhlaups haustið 1994. Kúlan á jöklinum er um 40 m há. Ljósm./Photo Oddur Sigurðsson 14.10.1994 - Terminus ofTungnárjökull starts moving due to surge in thefall 1994. The hulge on the glacier is about 40 high. JÖKULL, No. 46 65

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.