Jökull


Jökull - 01.11.1998, Side 72

Jökull - 01.11.1998, Side 72
það sem eftir lifði dags. En á Öræfajökul komumst við og munaði þar mestu að Hegglund snjóbíll Landsvirkjunar braut slóðina en færi var æði erfitt fyrir jeppa ofan 1700m hæðar. A sléttunni var tekin ákomuhola auk þess sem mælt var þyngdarsvið í öskjunni og norðan hennar. Hins vegar gaf ekki til göngu á Hvannadalshnúk. A fimmtu- dag var lokið við þau verkefni sem eftir voru á fjallinu og um kvöldið var grillað. Niðurferðin var föstudaginn 14. júní og gekk að óskum. Til Reykjavíkur komum við svo síðdegis á laugardag eftir vel heppnaða ferð. RANNSÓKNIR Vatnshæð Grímsvatna mældist 1384 m y.s. og var sig í hlaupinu í apríl því 72-75 m. Úr Grímsvötnum runnu 1.1. km3, heldur minna en í síðustu hlaupum. Er það í takt við þá þróun sem í gangi hefur verið síðustu 40 ár, að Gríms- vötn ganga saman vegna þess að jarðhiti hefur minnkað. Vatnið undir ísnum minnkar að sama skapi og íshellan þykknar. Þetta veldur æ minni Skeiðarárhlaupum. Ekki sér fyrir endann á þessari þróun. Þó svo heldur minna vatn hafi mnnið fram í hlaupinu 1996 en áður, var hlaup- toppur niðri á Skeiðarársandi hærri en verið hefur síðustu 20 árin. Stafaði þetta líklega af því að nýr sigketill mynd- aðist í Grímsvatnaskarði, á þröskuldinum sem stíflar Grímsvötn. Hefur ketilmyndunin (vegna aukins jarðhita í skarðinu) auðveldað hlaupvatninu að opna sér leið út úr vötnunum og göng við botn jökulsins því náð að víkka hraðar og flytja meira vatn en í síðustu hlaupum. Vetrar- ákoma í Grímsvötnum var 4,8 m og vatnsgildi hennar 2450 mm. Er það heldur undir meðallagi. Vetrarákoma á Öræfajökli reyndist 11,7 m á þykkt og vatnsgildið 6300 mm. Er þetta svipað og síðustu 4 ár og benda tölumar til þess að Öræfajökull sé úrkomusam- asti staður landsins. Þyngdarmælingar voru gerðar á Öræfajökli en hann er stærsta eldfjall landsins auk þess að standa utan eiginlegra gosbelta. Vegna þessarar sér- stöðu sinnar er hann áhugaverður og er tilgangur þyngd- armælinganna að kanna innri gerð hans og bera hana saman við önnur eldfjöll. GPS tæki voru notuð til að mæla hæð jökulyfrrborðs við Skaftarkatla. Tilgangurinn er að kanna hugsanlegar breytingar vegna jarðhitavirkni í kötlunum. Þyngdar- mælingar vom gerðar samhliða GPS mælingunum. Með þyngdarmælingunum á að kanna jarðskorpuna undir kötlunum og þar með hugsanlegar orsakir jarðhitans. Fyrstu prófanir á nýrri íssjá Raunvísindastofnunar vom gerðar á Grímsfjalli. Skoðuð var lagskipting snævar en nýju íssjánni er ætlað að skoða lagskiptingu jökulsins, m.a. öskulög. Vitjað var um sjálfvirkar veðurstöðvar Raunvísinda- stofnunar og Landsvirkjunar á Grímsfjalli, Skálarfells- jökli og Köldukvíslarjökli. Em stöðvamar hluti af sam- evrópsku verkefni sem miðar að því að kanna samspil veðurfars og leysingar á jöklum. Eins og oftast áður lagði Landsvirkjun til snjóbíl og Vegagerðin styrkti félagið til kaupa á eldsneyti. Skiptir þessi stuðningur miklu máli og á stóran þátt í þeim árangri sem náðst hefur. I ferðinni tókst að bæta nokkm við eldsneytisbirgðimar á Grímsfjalli. Þóra Karlsdóttir sá um að panta mat og stjómaði síðan matseld og birgðahaldi í ferðinni. Sjöfn Sigsteinsdóttir og fleiri sáu um pökkun á meirihluta matarins hér í Reykjavík en Þóra gekk frá öðra á Kirkjubæjarklaustri þar sem hún býr. Ferðanefndin og bílanefndin áttu veg og vanda að undirbúningi ferðarinnar. Reyndar gerði það undirbúninginn auðveldari en ella, að ekki þurfti að flytja snjóbílana austur að þessu sinni því báðir vom staðsettir í Jöklaseli eftir ferðir vorsins. Vorferðir JÖRFI hafa verið árlegir viðburðir síðan 1953. Frumherjamir em famir að týna tölunni en með í för nú var Inga Amadóttir en hún fór sína fyrstu vorferð árið 1956,'fyrir réttum 40 ámm. Vonandi munu einhver okkar hinna sem yngri em, ná að sýna sama úthaldið. Hluti hópsins á Grímsfjalli við snjóbílinn Jaka. 70 JOKULL, No. 46, 1998

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.