Jökull


Jökull - 01.11.1998, Page 78

Jökull - 01.11.1998, Page 78
Katlar í Drangajökli Þröstur Jóhannesson Hjálparsveit skáta, Hafraholti 40, 400 ísafirði í sumar sem leið (1995) fór ég fyrir leitarleiðangri fjögurra snjóbíla á Drangajökul, en ég hef verið einn af þrem bílstjórum á snjóbíl Hjálparsveitar skáta á Isafirði í rúmlega 10 ár. A jöklinum hefur ekki verið talið að neitt sérstakt sé að varast nema katlar sem þar hafa verið a.m.k. síðan menn fóru að ferðast urn jökul- inn að ráði. Ég hef farið margar ferðir á Drangajökul og komið á hann bæði austan og vestan frá. Allar þessar ferðir hafa verið síðla vetrar eða snemma vors utan ein er ég fór í ágúst 1986 til að mæla inn þessa sigkatla fyrir Landmælingar íslands. Katlar voru 4 1986, þrír saman NV af Hljóðabungu en einn stakur NA af bung- unni. Sá ketill hvarf fyrir þrem árum (1993) og hef ég ekki orðið var við hann síðan. Leitarleiðangurinn fór upp Unaðsdal og á jökulinn yfir undir brún Leirufjarðar, yfir öxl Jökulbungu og síðan í 700 m hæð suður fyrir Kaldalón. Veður var af- leitt og færðin leiðinleg vegna þess hve snjórinn var öldóttur. Jökullinn var allur hulinn nýjum snjó enda snjóaði niður í sjó. Hvergi urðum við varir við neitt óvenjulegt þrátt fyrir að gangur hafi verið í jöklinum síðan 1994 eða 1995, en sprungur tengdar framhlaup- inu voru vafalaust á kafi í snjó. Meðfylgjandi mynd sýnir hvemig jökullinn leit út um haustið 1995. Flugmynd frá Drangajökli. Neðst til vinstri eru katlamir 3 en í baksýn er jökulskerið Hljóðabunga nær og Hrolleifsborg fjær. Lengra til hægri og ofar í jökulinum er jökulskerið Reyðarbunga. Athyglisverðar em sprungumar sem liggja í sveig norður frá Hljóðubungu ofan við katlana sem gætu bent til yfirvofandi framhlaups í Reykjarfjarðarjökli. Astæðan fyrir þessum kötlum er ókunn. - Three kettle holes ofunknown origin in the ice cap Drangajökull northwest ofthe nunatak Hljóðabunga. Heavy crevassing in the accumulation area on the right side ofthe photograph indicate surge activity. Ljósm./Photo Egill Ibsen 3. september 1995 76 JOKULL, No. 46, 1998

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.