Jökull


Jökull - 01.06.2000, Page 59

Jökull - 01.06.2000, Page 59
Upphaf smásjárrannsókna á þunnsneiðum afbergi fyrst heppnaðist honum að gera þunnsneið af bergi um 1849. Hefur reynst heppilegt að hafa þær um 0.03 mm að þykkt. Sorby birti mikinn fjölda greina um niðurstöður sínar frá 1851 og fram yfir aldamót, en ekki þótti öll- um jarðfræðingum þær merkilegar í fyrstu; jafnvel eft- ir að mikilvæg yfirlitsgrein hans um smásæja bygg- ingu kristalla (Sorby, 1858) kom út, var gert grín að honum fyrir að vilja nota smásjá til að skoða fjöll! Þegar aðrir höfðu áttað sig á mikilvægi aðferða Sor- bys við vísindalega rannsókn á bergi, hlotnaðist hon- um margvíslegur heiður. Af því bergi sem hann gerði þunnsneiðar úr, var ekki mikið um gosberg. Ekki hef ég fundið tilvitnanir um að hann hafi skoðað íslensk sýni, nema í grein sem birtist eftir lát hans (Sorby, 1909). Þar er Sorby að segja nánar frá aðferð við smásjárskoðun sem hann hafði raunar kynnt á árun- um 1877-78. í kafla sem lýsir athugunum á tilteknum flokki af kristöllum, segir hann (bls. 197): „íslenskt silfurberg er að sjálfsögðu besta dæmið um þetta“ . Alfred Des Cloizeaux (1817-1897) Alfred Des Cloizeaux, sem hafði numið stærðfræði og jarðfræði, var sendur hingað til lands 1845 af frönsku stjórninni (að frumkvæði J.-B. Biot) til að kanna silfurbergsnámuna við Reyðarfjörð. Hann kom svo aftur til íslands árið eftir til að kynnast afleiðing- um Heklugossins 1845. Des Cloizeaux ritaði marg- ar greinar um rannsóknir sínar hér, m.a. um Geysi í Haukadal og aðra hveri (Des Cloizeaux, 1847a), og um nýja steind að hann taldi, holufyllingu úr Dýrafirði er hann nefndi kristjánít til heiðurs konungi landsins (Des Cloizeaux 1847b). Hann fékk sýni af ýmsu bergi héðan efnagreind (t.d. Damour, 1849-50) og einnig sýni af hveravatni og hverahrúðri. Des Cloizeaux helgaði sig að mestu ljósfræðilegum rannsóknum í kristalla- og steindafræði eftir 1855, og komu út eft- ir hann margar greinar (m.a. Des Cloizeaux, 1857- 58) um þessi mál, og síðar bækur eins og Manuel de Minéralogie (fyrst 1862). Ekki hef ég komist yf- ir bækumar til að skoða hve mikið þar er fjallað um íslenskt berg. Des Cloizeaux varð prófessor við París- arháskóla 1873 og stuttu síðar einnig forstöðumaður steindasafns skólans. Um eða upp úr 1850 vom menn famir að smíða smásjár með innbyggðum Nicol-prismum, og þarf tvö til: annað (polarizer) er haft kyrrt í innfallandi ljós- geislanum (og fer hann í gegnum sýni, eða endurkast- ast frá yfirborði þess), en hinu (analyzer, sem snýr hornrétt á hið fyrra) má skjóta inn í geislann sem kemur út frá sýninu. Oftast má snúa sýninu kring- um stefnu Ijósgeislans. Þar eð fyrrnefnt x/y-hlutfall og tímamunur í ljósinu sem kemur frá sýninu gegnum seinna Nicol-prismað eru háð lit (bylgjulengd) ljóss- ins, getur efni sem er glært eða gráleitt í gegnum- fallandi hvítu ljósi, orðið mjög litskrúðugt þegar síð- ara prismanu er skotið inn í ljósgeislann. Sömuleið- is sést þannig ýmis innri bygging steindanna. Innan sumra tegunda steinda geta mikilvæg hlutföll frum- efna verið mjög breytileg, t.d. Na/Ca í plagioklas- feldspat röðinni, og breytast þá ljóseiginleikar við- komandi steindar um leið (2. mynd). Des Cloizeaux (1864) var einna fyrstur til að nýta þá miklu mögu- leika sem smásjár með Nicol-prismum gáfu í rann- sóknum á steindum og bergi. 2. mynd. Korn af feldspat-steind séð í bergfræðismá- sjá. Kornið virðist skiptast í marga hluta, sem kem- ur til af svonefndri tvíburun (twinning). Án Nicol- prisma í smásjánni (miðmyndin) sjást lítil ummerki um hana. Með því að mæla hornin x þar sem hlutar kristallsins myrkvast í skautuðu ljósi, má áætla efna- samsetningu hans. Úr Smith (1956). - A plagioclase mineral as seen in a petrographical microscope. Wit- hout Nicol prisms (center picture), it would be difficult to see any structure in the grain. The extinction ang- les x yield information on the proportions of major elements in the crystal. JÖKULL No. 48 57

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.