Jökull


Jökull - 01.06.2000, Blaðsíða 60

Jökull - 01.06.2000, Blaðsíða 60
Leó Kristjánsson Ferdinand Zirkel (1838-1912) Ferdinand Zirkel var fæddur í Bonn og nam jarðfræði þar. Hann ferðaðist um Island 1860 ásamt W. Th. Preyer síðar lækni, og rituðu þeir saman bók um ferð- ina (Preyer og Zirkel, 1862). Doktorsritgerð Zirkels (1861) fjallar um jarðfræði Islands, sem var vissu- lega óvenjulegt á þessum árum. Stutt æviágrip Zir- kels og mynd af honum hafa birst áður í Jökli (Schw- arzbach, 1983). Lengst af (frá 1870) var hann prófess- or í Leipzig. Zirkel kynntist Sorby ffjótlega eftir íslandsför sína, og sá strax hvernig nýir möguleikar í jarðfræði- rannsóknum gátu opnast með skoðun á þunnsneið- um bergsýna í smásjá. Meðan Zirkel starfaði í Vín- arborg næstu tvö ár, fékk hann gerðar þar sneið- ar af 39 dæmigerðum bergtegundum frá Bretlandi, Þýskalandi, Nýja-Sjálandi, Islandi og víðar að. Stór og mikilvæg ritgerð Zirkels (1863) fjallar um athug- anir hans á þessum fyrstu þunnsneiðum, en hann mun þá hafa notað venjulegt ljós (3. mynd). Zirkel tekur þar fram, að sjálfur hafi hann safnað íslensku sýnun- um, sem eru þessi: Trakýt (þ.e. líparít) frá bænum Fagranesi ofarlega í Öxnadal. I ferðabókinni kemur fram að þetta berg sé í „Kuppe“ (innskotsmyndun?) inni í blágrýtis- mynduninni þama. Kvarzríkt trakýt úr Baulu, sem Daninn Forchhammer hafði nefnt baulit. Einnig rannsakaði Zirkel biksteinssýni úr Baulu. Ummyndað feldspatnkt berg milli Reykjavíkur og Seljadals (sunnan Grímmannsfells í Mosfellssveit), með geisla- steinunum desmín og kabasít. Zirkel kveðst einnig hafa skoðað svipað bergsýni frá Vaðlaheiði. Ung hraun, eitt á leiðinni milli Reykjavíkur og Krísuvík- ur (Almenningr), annað við Surtshelli og það þriðja frá Sóleyjarhöfða við Þjórsá. Basaltgler frá Reykjum á norðvesturlandi (líklega við Reykjabraut) Flrafntinna frá Hrafntinnuhrygg. Zirkel lagði mesta áherslu á að rannsaka bergfræði gosbergs, og varð um árabil einn þekktasti fræðimað- ur heims á því sviði. Hann gaf m.a. út kennslubók í bergfræði 1866, og einnig sá hann um endurskoðun steindafræði C.F. Naumanns (frá 10. útg. 1877). Mág- ur Zirkels, Hermann Vogelsang, varð einnig þekktur bergfræðingur en lést ungur. 3. mynd. Nálar af efni sem Zirkel (1867) nefnir „Belonit“ í hrafntinnugleri frá Tindastól. Þær lengstu eru 0.009 mm. - Needles of crystallites in Icelandic obsidian. í grein um glerkennt gosberg (Zirkel 1867) er enn rætt um sýni frá Islandi, sem Zirkel kveðst hafa rann- sakað mikinn fjölda þunnsneiða af, og sérstaklega eru nefnd: Hrafntinna frá Tindastól í Skagafirði (og önnur frá ótil- teknum stað) Vikur (Bimsstein) milli Heklu og Skriðufells Glerkennt efni frá Baulu Fjögur sýni af biksteini, þar af eitt frá Norðurlandi og tvö úr Hamarsfirði. Rannsóknir Zirkels á glerkenndu bergi urðu Kenngott (1870, 1873) tilefni til skrifa um smásjárathugun á tveim sýnum af hrafntinnu frá íslandi, og var annað þeirra sagt komið úr Heklu sem vart getur þó verið. I bók um smásjárrannsóknir á blágrýti (Zirkel, 1870a), sem tileinkuð er Sorby, er aftur rætt um áður- nefnt hraun frá Sóleyjarhöfða við Þjórsá, og nefnt er sýni úr Skaftáreldahrauninu 1783. í greinum Zirkels um þessar rannsóknir (Zirkel, 1870b, bls. 817; 1872, bls. 18) kemur einnig fram, að hann hafi skoðað hraun og gjósku frá Heklu. Ekki var Zirkel alveg hættur við Island með þessu, því hann var einnig fenginn til að kanna gjósku þá úr Öskjugosi sem féll í Noregi í mars 1875 (Zirkel, 1875). Nefna má, að tveir aðrir sem létu að sér kveða í smásjárskoðun bergs, G. vom Rath og 58 JÖKULLNo. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.