Jökull


Jökull - 01.06.2000, Side 78

Jökull - 01.06.2000, Side 78
Helgi Björnsson IV. Rannsóknir á jarðskjálftum og jarðóróa Jarðskjálftarannsóknir eru mikilvægur þáttur í könn- un á eldvirkni undir Vatnajökli og þær þarf Jöklarann- sóknafélagið að styðja bæði í leiðöngrum og með að- stöðu á Grímsfjalli. Skjálftamælir í skála félagsins á Grímsfjalli, sem stöðugt sendir gögn til byggða, hefur reynst afar mikilvægt tæki. I fyrsta lagi nýttist hann við könnun á aðdraganda gossins 1996, sem talinn er sjást í aukinni skjálftavirkni s. 1. tvo áratugi. Annars vegar sýndi mælirinn óróa meðan á gosinu stóð sem nota mátti sem mælikvarða á aflið í gosinu. Þetta var einkum mikilvægt þar sem ekki sást vegna veðurs til eldstöðvanna úr lofti eða af jörðu hluta gostímans. I þriðja lagi kom mælirinn að miklum notum við upp- haf hlaupsins því að greinileg merki sáust um það á skjálftamælinum þegar vatn braut sér leið undir jök- ulinn í útfalli Grímsvatna og ruddist niður á Skeiðar- ársand. Þannig var unnt að vara við um yfirvofandi Grímsvatnahlaup 10 klst. áður en það kom fram á sandinn. I vorleiðangri félagsins var jarðskjálftavirkni könnuð umhveríis gosstöðvarnar og á Lokahrygg um- hverfis Skaftárkatla, með því að komið var fyrir 8 skjálftamælum sem voru reknirájöklinum 9.-17. júní. I ljós kom að mikil smáskjálftavirkni var við Skaftár- katla og fengust upplýsingar um margfalt fleiri skjálfta en fram komu með hinu fasta landsneti skjálftamæla. Virknin var mest við vestari ketilinn og vestur af hon- um. Skjálftarnir áttu flestir upptök ofan við 5 km dýpi en talið er að kvika leynist víða grunnt á svæðinu frá Grímsvötnum vestur í Hamarinn og þar geti gosið á næstu árum, jafnvel við þrýstilétti við Skaftárhlaup. Reyndar er talið að nokkur smágos hafi orðið undir Skaftárkötlum við hlaup undan þeim s. 1. áratug. Aframhald rannsókna 1998 A næsta ári verður mælingum haldið áfram í sam- ræmi við áætlun Raunvísindastofnunar. Haldið verð- ur áfram að fylgjast með breytingum á ísstíflunni og stærð Grímsvatna með íssjá, mælingum á landhæð og ísskriði. Fylgst verður með söfnun vatns í Grímsvötn. Fást þannig upplýsingar um hversu hratt Grímsvötn og jökullinn leita að nýju jafnvægi eftir gos. Vinna þarf frekar að búnaði til sjálfvirkar skráningar á vatns- hæð. A gosstöðvunum verður reynt að fara með ís- sjá víðar um svæði og fá þannig fyllri mynd af hinu nýja fjalli. Afram verður væntanlega haldið segul- og þyngdarmælingum til þess að kanna innri gerð fjalls- ins. Þá verður áfram unnið að mælingum á breyting- um á sigdældum umhverfis gosstöðvarnar og áhrifum þeirra á legu ísa- og vatnaskila í jöklinum. Könnun á gossögu Vatnajökuls verður einnig fram haldið með rannsóknum á öskulögum á jökulsporðum undir for- ystu Guðrúnar Larsen jarðfræðings á jarðfræðistofu Raunvísindastofnunar. Þá ítreka ég þá skoðun mína að þetta félag ætti að styðja væntanlegt framhald rann- sókna á skjálftavirkni í vestanverðum Vatnajökli, sem Bryndís Brandsdóttir stjórnar. í næstu vorferð stefnir hún að því að kanna nánar hvar kvikuhólf gætu leg- ið með bylgjubrotsmælingum. Vil ég ljúka þessu yfir- liti yfir rannsóknir á Vatnajökli, sem tengjast félaginu, með því að þakka Bryndísi mikið og margþætt fram- lag til Jöklarannsóknafélagsins í tvo áratugi, allt frá því hún vann með mér að fyrstu íssjármælingum og handteiknaði fyrstu kort af botni Tungnaárjökuls. Mælingar á jökulsporðum Mælingar á stöðu jökulsporða voru með svipuðu sniði og áður undir umsjón Odds Sigurðssonar. Unnið var að því að fjölga mælistöðum og voru mælingar end- urvaktar á Eystri-Loðmundarjökli í Kerlingarfjöllum og Blágnípujökli í Hofsjökli og hafnar á Kirkjujökli í Langjökli. Alls var mælt á 41 stöðum, nærri 2/3 hlutar eða 26 hopuðu, 3 stóðu í stað en 7 gegnu fram. Fram- hlaup héldu áfram í Leirufirði og Kaldalóni í Dranga- jökli. Sólheimajökull hopaði annað árið í röð eftir að hafa gegnið fram frá byrjun sjöunda áratugarins. Mæl- ingavinna félaga er ólaunað sjálfboðastarf, en félagið greiðir styrk vegna eldsneytiskostnaðar. Fjölþjóðlegar rannsóknir á Vatnajökli 1996-1997 Sumarið 1997 var haldið áfram á Vatnajökli fjöl- þjóðlegum rannsóknum á tengslum afkomu jökulsins og veðurs, sem Raunvísindastofnun og Landsvirkj- un vinna að auk Hollendinga og Austurríkismanna, og styrkt er af fjórðu rammaáætlun Evrópusambands- ins. Fyrsta þætti þessa verkefnis er nú að Ijúka en framhald verður á þessum rannsóknum næstu þrjú ár með stuðningi Evrópusambandsins, en þá tengjast þær sams konar könnun á jöklum sem spanna frá Vatna- jökli í suðri um Noregi, Svíþjóð, Svalbarða, og gadd- 76 JÖKULL No. 48

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.