Jökull


Jökull - 01.06.2000, Qupperneq 88

Jökull - 01.06.2000, Qupperneq 88
Magnús T. Guðmundsson Leiðangursmenn í Gjálp 8. júní, á þeim stað þar sem gígurinn var í gosinu. tekin vatns- og setsýni úr Grímsvatnaholunni. Ekki náðist að klára þriðju holuna, í Grímsvatnaskarði, þar sem þröskuldurinn er hæstur og ísinn þykkastur. Stóð holan í 340 m þegar hætt var. I Gjálp var unnið við íssjármælingar, þyngdar- mælingar og breytingar frá í fyrra mældar. Þrátt fyrir að gosgjáin hafi gengið dálrtið saman var flest með sama svip og árið áður. Tindur Gjálpar var þó horfinn í ís og mun ef að líkum lætur verða bið á að hann sjáist aftur. Sá munur var þó frá því í fyrra að sprungur voru fullar af snjó og svæðið víða fært á vélsleðum. I ferðinni var komið fyrir 18 jarðskjálftamælum á og við Bárðarbungu, til viðbótar þeim 24 mælum sem settir voru upp í lok maí umhverfis Grímsvötn. Hlustuðu mælar þessir á jarðskjálfta í sumar og mun úrvinnsla gagnanna leiða í ljós tilvist og lega kviku- hólfa á svæðinu. Aðalskipuleggjandi og prímusmótor þessa mikla verkefnis, Bryndís Brandsdóttir, var þó fjarri góðu gamni. Sat hún heima og gréri sára sinna eftir ævintvralegt flug fram af Grímsfjalli við annan mann þann 13. maí eins og frægt er orðið. En Bryn- dís var mætt á Grímsfjall seinna í sumar og tókst að ljúka verkefninu. Geri aðrir betur. Skylt verkefni var mæling þyngdarsviðs á um 170 stöðum víðsvegar um vestanverðan jökulinn en úrvinnsla þeirra gagna mun varpa ljósi á tengsl eldstöðva og gefa mynd af rótum þeirra. I sama tilgangi fór nokkur hópur á Öræfajökul og mældi þyngdarsvið og ísþykkt. Að venju mældi leiðangurinn vatnshæð Gríms- vatna sem nú orðið felst í því að mæla yfirborð íshell- unnar á borstaðnum á miðri hellunni. Vatn sást í 40^4-5 m djúpum katli undir Vestari Svíahnjúk en að því varð ekki komist vegna sprungna. Vatnshæðin þann 7. júní mældist 1353 m y.s. Vetrarafkoma var mæld í Grímsvötnum, á Bárð- arbungu og á sléttunni milli Hvannadalshnúks og Hnapps á Öræfajökli. I Grímsvötnum reyndist hún aðeins 1600 mm. A Bárðarbungu var snjólag síðasta vetrar 3.8 m og vatnsgildi 1900 mm. Er hvortveggja langt undir meðallagi. Vetrarúrkoman hefur hins vegar skilað sér á Öræfajökli en þar var árlagið 11.7 m á þykkt. A Grímsfjalli settu leiðangursmenn upp nýja gufurafstöð til viðbótar þeirri sem fyrir var. Með því var aflað viðbótarafls fyrir nýjan skjálftamæli Veður- stofunnar. Unnið var að öðrum undirbúningi fyrir upp- setningu mælisins en áætlað er að hann verði kominn í gagnið eftir vorferð á sumri komanda. 86 JÖKULL No. 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.