Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Page 2
Helgarblað 7.–10. nóvember 20142 Fréttir
Áhyggjur
af áfengis-
frumvarpi
Bæði Hagar, sem rekur Bónus
og Hagkaup, og Festa, sem rek-
ur Krónuna, Nóatún og Kjarval,
hafa hug á því að selja áfengi í
verslunum sínum verði frumvarp
um frjálsa sölu áfengis samþykkt.
Viðskiptablaðið greinir frá þessu.
Á sama tíma og nú liggur fyrir að
flestar matvöruverslanir myndu
selja áfengi þá hefur landlæknis-
embættið þungar áhyggjur af
frumvarpinu og telur landlækn-
ir að lögin yrðu í beinni andstöðu
við metnaðarfulla og mikilvæga
stefnumótun ríkisstjórnarinn-
ar um að efla lýðheilsu í landinu.
Þetta kemur fram í umsögn
embættisins um frumvarpið.
Þar er einnig vísað til bréfs frá
Evrópuskrifstofu Alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar sem lýsir
þungum áhyggjum af möguleg-
um afleiðingum frumvarpsins.
Neysla muni aukast meðal ungs
fólks og viðkvæmra hópa.
Bjarni á
bílaleigubíl
Ráðherrabifreið Bjarna Benedikts-
sonar, fjármála- og efnahagsráð-
herra, var í sumar tekin úr notkun
að ráði umboðsins vegna þess að
ekki var lengur hægt að tryggja
rekstraröryggi hennar. Síðan þá
hefur Bjarni haft bílaleigubíl til
umráða. Viðskiptablaðið greindi
frá þessu á fimmtudag en þar
höfðu menn veitt því athygli að
Bjarni var ekki lengur á BMW
530-ráðherrabifreið sinni. Hún
var keypt fyrir fjármálaráðu-
neytið árið 2005 og kostaði þá
rúmar 5,4 milljónir að því er fram
kom í úttekt DV á ráðherrabíla-
flotanum árið 2010.
Í Viðskiptablaðinu segir að eft-
ir að umboðið hafi ráðlagt ráðu-
neytinu að taka bifreiðina úr notk-
un hafi farið fram örútboð vegna
kaupa á nýrri bifreið í samstarfi
við Ríkiskaup. Þá sé ferill málsins í
samræmi við lög um opinber inn-
kaup og rammasamning frá árinu
2011 um kaup á ráðherrabílum.
n Kostnaður vegna veikinda þyngir róðurinn hjá einstæðri móður
É
g á ekki ofan í mig né barnið
mitt. Ég reyni að vera jákvæð
og hress á daginn en á kvöldin
græt ég og reyndar stundum á
daginn líka,“ segir rúmlega fer-
tug kona sem búsett er í Fellahverf-
inu í Reykjavík. Hún á ellefu ára son
og tvö börn um tvítugt sem bæði
eru flutt að heiman. Konan er með
meltingarsjúkdóm og hefur því verið
öryrki í rúmlega tuttugu ár. Að henn-
ar sögn var auðveldara að framfleyta
eldri börnunum þó að það hafi ver-
ið erfitt. „Þá gat ég í það minnsta
sett mat á borðið. Það fékkst meira
fyrir tekjurnar. Núna í byrjun nóv-
ember á ég 6.000 krónur eftir til að
lifa mánuðinn af. Það er afgangur
af 10.000 króna gjöf frá góðri konu,“
segir hún.
Konan segir ástandið hafa versn-
að mikið síðustu tvö ár og hafa
tekjurnar aðeins dugað fyrstu viku
mánaðar. Hún veiktist alvarlega
í haust og hefur kostnaður vegna
veikindanna þyngt róðurinn. „Núna
í nóvember fer ég í segulómun sem
kostar á bilinu 30.000 til 35.000 fyrir
öryrkja. Ég veit ekki hvernig ég á að
fjármagna þetta. Það kemur í ljós.
Hver heimsókn til sérfræðings kostar
2.700 krónur. Eftir að ég veiktist duga
tekjurnar aðeins fyrstu tvo til þrjá
daga mánaðarins.“
Barnið bíður mánaðamóta
Þegar eldri börn konunnar voru lítil
var afi þeirra, faðir konunnar, á lífi,
og naut fjölskyldan mikillar hjálpar
frá honum. „Hann gerði svo mikið
með þeim og foreldrar mínir buðu
þeim með upp í sumarbústað og
annað. Hann keypti á þau föt svo
þau voru alltaf fín til fara. Það er allt
öðruvísi með þann ellefu ára.“
Yngsti sonurinn þekkir ekki ann-
að en fátækt og segir konan sorglegt
að staða barnsins sé þessi. „Ég
spurði hann um daginn hvort hann
hlakkaði ekki mikið til jólanna en þá
sagði hann: „Nei, ég hlakka til að það
komi fyrsti.“ Honum finnst svo gam-
an um mánaðamót. Þá fær hann smá
nammi og ég get keypt hamborgara
og steikt fyrir hann. Ég reyni að hafa
kósí hjá okkur um helgar. Þá baka ég
og við horfum saman á góða mynd í
sjónvarpinu.“
Konuna langar að gefa yngsta syni
sínum snjóbretti því vinir hans eiga
slíkt og hann langar líka í. „Ég er að
leita á sölusíðum á netinu að ódýru,
notuðu snjóbretti. Ég gat heldur ekki
keypt handa honum reiðhjól en eldri
bróðir hans bjó til hjól úr þremur
gömlum. Það er reyndar mjög fínt
hjól. Í sumar var honum boðið í af-
mæli sem var haldið í bíói og honum
fannst það alveg æðislegt því við get-
um aldrei farið í bíó,“ segir hún.
Hefur aðgang að sorpgámi
Konan á kunningja sem starfar í
stórmarkaði á höfuðborgarsvæðinu
og hefur hann útvegað henni gamla
banana úr sorpgámi sem hún nýtir
til að baka bananabrauð. Hún hefur
fengið mat fyrir þau mæðginin einu
sinni í mánuði hjá Fjölskylduhjálp
Íslands og tvisvar sinnum í mánuði
hjá Mæðrastyrksnefnd. Aðspurð um
stuðning frá sínum nánustu kveðst
konan fá góðan andlegan stuðning
frá móður sinni og systur. „Ég á líka
góðar vinkonur sem hafa gefið mér
hluti sem þær eru hættar að nota.
Ein þeirra er sérstaklega hjálpsöm
og hefur til dæmis gefið okkur rúm-
föt. Alltaf þegar við hittumst koma
þær með veitingar því ég hef lítið til
að bjóða upp á. Fyrr í haust buðu
þær mér á tónleika og það var alveg
frábært. Þær vita hver staðan hjá mér
er.“
Föst heima vegna veikinda
Eftir að konan veiktist alvarlega í
meltingarvegi í haust á hún erfitt
með að fara út úr húsi því hún hef-
ur ekki stjórn á hægðum sínum.
Hún fer í aðgerð eftir áramót sem
hún vonar að lagi heilsuna. Því á
hún erfiðara með að sækja mat til
hjálparstofnana því hún getur ekki
staðið í röð og beðið. Núna treystir
hún á síðu á Facebook þar sem gef-
inn er matur. „Konurnar sem standa
að síðunni hafa bjargað lífi mínu.
Reglurnar hjá hjálparstofnunum eru
þannig að það má ekki senda neinn
fyrir sig, maður verður að koma
sjálfur. Um jólin hef ég alltaf far-
ið til Mæðrastyrksnefndar og feng-
ið bækur, spil og annað skemmtilegt
til að gefa syni mínum í jólagjöf og
inneignarkort fyrir jólamat. Mæðra-
styrksnefnd er í Hátúni og veikind-
anna vegna er það of löng leið fyr-
ir mig að fara núna. Ég hef reynt að
finna jólagjafir sem kosta minna en
1.000 krónur á netinu en ekki fundið
neitt ennþá. Þetta verða sérstaklega
erfið jól í ár.“ n
Fleiri barnafjöl-
skyldur undir
lágtekjumörkum
Að sögn Bergsteins Jónssonar,
framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi,
er mun líklegra að börn einstæðra
foreldra, börn sem eiga fjölskyldur þar
sem atvinnuþátttaka er lítil og börn
innflytjenda búi á heimilum undir lág-
tekjumörkum. „Þetta varpar ljósi á það
sem kemur alltaf upp aftur og aftur. Það
þarf að finna sértæk úrræði á sama tíma
og í boði eru góð almenn úrræði fyrir
samfélagið í heild,“ segir hann.
UNICEF á Íslandi kynnti á dögunum
skýrslu um þróun fátæktar barna í 41 ríki
innan OECD og Evrópusambandsins frá
árinu 2008 til 2012. Niðurstöður hennar
sýndu meðal annars að fátækt á Íslandi
hefur dýpkað á tímabilinu. Fólk sem
fellur undir lágtekjumörkin í dag fellur
lengra frá þeim að meðaltali en árið
2008 og mælist því fátækara.
Í skýrslunni kemur fram að styrkur
velferðarkerfa og áherslur í stefnumótun
hafi ráðið úrslitum við að koma í veg fyrir
aukna fátækt barna. Bergsteinn segir að
eftir hrun hafi framan af tekist að verja
hag barnafjölskyldna. „Með breytingum
á skattkerfi og í félagslega kerfinu voru
útgjöld til fjölskyldna aukin sem hluti af
vergri þjóðarframleiðslu. Á árunum 2010
til 2012 hafði ríkið minna úr að moða og
stuðningurinn minnkaði. Skýrslan sýnir
fram á að á því tímabili hafi barnafjöl-
skyldum undir lágtekjumörkum fjölgað.“
Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagny@dv.is
Fátækt Konan treystir á
matargjafir á Facebook-
síðu. Henni þykir sárt að
geta ekki veitt ellefu ára
gömlum syni sínum neitt.
MynD Sigtryggur Ari„Ég á ekki ofan í
mig né barnið mitt“
„Honum finnst svo gaman
um mánaðamót. Þá fær hann
smá nammi og ég get keypt ham-
borgara og steikt fyrir hann.