Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Síða 4
Helgarblað 7.–10. nóvember 20144 Fréttir
Félag Finns á eignir
upp á 2,7 milljarða
n Keypti og seldi hlutabréf í Noregi n Skuldabréf á gjalddaga árið 2016
F
élag Finns Ingólfssonar, fjár
festis og fyrrverandi þing
manns Framsóknarflokksins
og ráðherra, tók í fyrra yfir
dótturfélag sitt sem á rúm
lega tveggja milljarða króna eignir.
Um er að ræða ótilgreinda skulda
bréfaeign. Yfirtökufélagið heitir
Spector ehf. og er það í meirihluta
eigu Finns Ingólfssonar á meðan
dótturfélagið heitir Frumherji Invest
ehf. Þetta kemur fram í ársreikningi
Spector ehf. fyrir árið í fyrra sem skil
að var til ársreikningaskrár þann 5.
október síðastliðinn.
Spector var áður móðurfélag
skoðunarfyrirtækisins Frumherja en
Finnur Ingólfsson er horfinn úr hlut
hafahópi þess fyrirtækis eftir fjár
hagslega endurskipulagningu þess
líkt og greint hefur verið frá í fjöl
miðlum. Hann á hins vegar Spector
ehf. enn að langmestu leyti. Finnur á
sjálfur 40 prósent í Spector, félag hans
Fikt á 40 prósent, Spector á svo 10
prósent í sjálfu sér og eignarhaldsfé
lagið Lynghóll á 10.
Gert eftir að Finnur missti
Frumherja
Samruni félaganna tveggja var til
kynntur til ríkisskattstjóra með bréfi
Finns Ingólfssonar þann 27. des
ember 2013. Þar sagði Finnur með
al annars: „Felur samruninn í sér að
Spector ehf. yfirtekur alla starfsemi
Frumherja Invest ehf.“ Þá var hann
horfinn úr hluthafahópi Frumherja
við yfirtöku Íslandsbanka á fyrirtæk
inu. Skiljanlega var ekki æskilegt fyrir
Finn að eiga félagið Frumherja Invest
þegar hann átti ekki lengur hlutabréf
í Frumherja.
Samruninn breytti í raun ekki
miklu fyrir Spector. Í stað þess að ríf
lega tveggja milljarða króna skulda
bréfaeign Frumherja Invest kæmi
fram í ársreikningi þess sem eign
dótturfélags eru eignir og skuldir
Frumherja nú orðnar hluti af árs
reikningi Spector. Spector tapaði
rúmlega 68 milljónum króna í fyrra
en félagið var skráð fyrir eignum upp
á tæplega 2,7 milljarða króna í fyrra.
Skuldabréfaeignin var í lok árs í
fyrra skráð sem 2.007 milljónir króna.
Aðrar eignir námu tæplega 700 millj
ónum króna. Á móti þessum eign
um voru skuldir upp á tæplega 2.300
milljónir króna en af þeim á félagið
að græða 2.044 milljónir á þessu ári.
Athygli vekur að skuldabréfaeignin og
greiðsla skuldanna á þessu ári nemur
nokkurn veginn sömu upphæð.
Seldi hlutabréf – keypti
skuldabréf
Líkt og áður segir kemur ekki fram í
ársreikningi Spector hvaða skuldabréf
þetta eru sem fyrirtækið á.
Í ársreikningi Frumherja Invest
árið 2008 kemur hins vegar fram
að 2009 hafi félagið selt hlutabréf
sín í norska eignarhaldsfélaginu,
Banebryter A/S. Í reikningnum segir
að Frumherji Invest hafi átti ríflega
áttatíu prósenta hlut í því á árunum
fyrir hrunið. „Eignarhlutur í dóttur
félagi var seldur í maí 2009. Hluturinn
er færður til eignar á söluverði að frá
dregnum kostnaði við söluna.“ Sölu
verð bréfanna nam um 1.400 milljón
um króna.
Sama ár keypti Frumherji Invest
svo ótilgreind skuldabréf í Noregi
fyrir ríflega 1.500 milljónir króna og á
Spector, yfirtökufélag Frumherja In
vest, þessi bréf núna. Í ársreikningi
Frumherja Invest árið 2012 kom fram
að útgefandi skuldabréfanna ætti að
greiða félaginu upp bréfin með vöxt
um í maí árið 2016.
Finnur Ingólfsson situr því á dá
góðum eignum í þessu félagi sínu,
Spector ehf., en á móti eru sannarlega
háar skuldir. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Fáum hefur gengið eins vel
Fáum fyrrverandi þingmönnum
hefur gengið eins vel í viðskipta-
lífinu og Finni Ingólfssyni en hann
átti skoðunarfyrirtækið Frum-
herja þar til nýlega. Nú á hann
til dæmis eignarhalds félagið
Spector ehf. sem á skuldabréf
fyrir tvo milljarða.
„Felur samruninn í
sér að Spector ehf.
yfirtekur alla starfsemi
Frumherja Invest ehf.Framkvæmdir
komnar vel á veg
Framkvæmdir við stækkun Norð
fjarðarhafnar er á áætlun og
verður lokið við þriðja og stærsta
verkhlutann í desember næst
komandi, að því er Austurfrétt
greinir frá. Meðal þess sem fram
kvæmdirnar fela í sér er flutn
ingur smábátahafnar, færsla á
varnargarði og lenging á stálþili.
Á vef Austurfréttar kemur fram
að verkhlutar séu alls fimm og
verður hafist handa við fjórða
og fimmta hlutann á næsta ári.
Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki
næsta haust en um er að ræða
eina stærstu framkvæmd Fjarða
byggðarhafna til þessa.
Mistök við
útborgun
launa
Mistök urðu við útborgun launa
hjá Strætó bs. í byrjun mánað
ar. Einhverjir starfsmenn fengu
grunnlaun ekki greidd út, að
eins vaktaálag og yfirvinnu.
Í tölvupósti sem Anna Lára
Guðfinnsdóttir, deildarstjóri
akstursdeildar, sendi á starfs
menn Strætó kemur fram að
fjármálastjóri hafi verið látinn
vita og að mistökin verði leiðrétt
strax á mánudagsmorgun.
DV hefur að undanförnu
fjallað um óánægju vagnstjóra
Strætó með yfirstjórn fyrirtæk
isins. Óánægjan beinist hvað
helst að framkvæmdastjóra
Strætó, Reyni Jónssyni, en hann
er sagður koma fram af hörku
og lítilsvirðingu. Ljóst er að mis
tök við launagreiðslur eru ekki
til að bæta ástandið.
T
æknifyrirtæki Guðjóns Guð
jónssonar, sem yfirleitt er
kenndur við gamla OZ, tapaði
169 milljónum króna í fyrra
og er eiginfjárstaða þess neikvæð
um ríflega 216 milljónir. Fyrirtæk
ið heitir OZ, líkt og gamla fyrirtækið
sem Guðjón er yfirleitt kenndur við
sem fór mikinn á Íslandi um alda
mótin síðustu.
Tap OZ þarf þó ekki að koma
óvart þar sem fyrirtækið hefur unnið
að því að vinna nýja gerð sjónvarps
lausnar frá árinu 2010 sem gerir
fólki kleift að vinna með sjónvarps
efni í gegnum vörur frá Apple; taka
upp sjónvarpsefni og geyma það á
sjónvarpsskýi, spóla fram og til baka
og fleira. Hægt er að nota lausnina í
gegnum þráðlaust net í gegnum 3G
og 4Gtengingar. Tekjur eru eðlilega
ekki miklar á meðan slík lausn er í
þróun.
Fyrirtækið safnaði 300 milljónum
króna í hlutafjárútboði í í fyrravor en
þá setti Jón S. Von Tetzhner meðal
annars fjármuni í fyrirtækið. Guð
jón í OZ er hins vegar langstærsti
hluthafinn með rúmlega 66 pró
senta hlut. Lausnin frá OZ hefur
síðan verið tekin í notkun og geta
áskrif endur Stöðvar 2 meðal annars
nýtt sér hana við að taka upp, geyma
og vinna með sjónvarpsefni. n
ingi@dv.is
OZ tapaði 169 milljónum
Tæknifyrirtækið safnaði 300 milljónum króna í hlutafjárútboði í fyrravor
Tap í fyrra OZ, fyrirtæki Guðjóns
Guðjónssonar, tapaði 169 milljónum í
fyrra en sjónvarpslausn þess hefur nú
verið tekin í notkun. Mynd SIGTryGGur ArI
Blekhylki.is
Við seljum
ódýra
tónera og
blekhylki
Fjarðargötu 11 og Smáralind • S: 517-0150