Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Síða 4
Helgarblað 7.–10. nóvember 20144 Fréttir Félag Finns á eignir upp á 2,7 milljarða n Keypti og seldi hlutabréf í Noregi n Skuldabréf á gjalddaga árið 2016 F élag Finns Ingólfssonar, fjár­ festis og fyrrverandi þing­ manns Framsóknarflokksins og ráðherra, tók í fyrra yfir dótturfélag sitt sem á rúm­ lega tveggja milljarða króna eignir. Um er að ræða ótilgreinda skulda­ bréfaeign. Yfirtökufélagið heitir Spector ehf. og er það í meirihluta­ eigu Finns Ingólfssonar á meðan dótturfélagið heitir Frumherji Invest ehf. Þetta kemur fram í ársreikningi Spector ehf. fyrir árið í fyrra sem skil­ að var til ársreikningaskrár þann 5. október síðastliðinn. Spector var áður móðurfélag skoðunarfyrirtækisins Frumherja en Finnur Ingólfsson er horfinn úr hlut­ hafahópi þess fyrirtækis eftir fjár­ hagslega endurskipulagningu þess líkt og greint hefur verið frá í fjöl­ miðlum. Hann á hins vegar Spector ehf. enn að langmestu leyti. Finnur á sjálfur 40 prósent í Spector, félag hans Fikt á 40 prósent, Spector á svo 10 prósent í sjálfu sér og eignarhaldsfé­ lagið Lynghóll á 10. Gert eftir að Finnur missti Frumherja Samruni félaganna tveggja var til­ kynntur til ríkisskattstjóra með bréfi Finns Ingólfssonar þann 27. des­ ember 2013. Þar sagði Finnur með­ al annars: „Felur samruninn í sér að Spector ehf. yfirtekur alla starfsemi Frumherja Invest ehf.“ Þá var hann horfinn úr hluthafahópi Frumherja við yfirtöku Íslandsbanka á fyrirtæk­ inu. Skiljanlega var ekki æskilegt fyrir Finn að eiga félagið Frumherja Invest þegar hann átti ekki lengur hlutabréf í Frumherja. Samruninn breytti í raun ekki miklu fyrir Spector. Í stað þess að ríf­ lega tveggja milljarða króna skulda­ bréfaeign Frumherja Invest kæmi fram í ársreikningi þess sem eign dótturfélags eru eignir og skuldir Frumherja nú orðnar hluti af árs­ reikningi Spector. Spector tapaði rúmlega 68 milljónum króna í fyrra en félagið var skráð fyrir eignum upp á tæplega 2,7 milljarða króna í fyrra. Skuldabréfaeignin var í lok árs í fyrra skráð sem 2.007 milljónir króna. Aðrar eignir námu tæplega 700 millj­ ónum króna. Á móti þessum eign­ um voru skuldir upp á tæplega 2.300 milljónir króna en af þeim á félagið að græða 2.044 milljónir á þessu ári. Athygli vekur að skuldabréfaeignin og greiðsla skuldanna á þessu ári nemur nokkurn veginn sömu upphæð. Seldi hlutabréf – keypti skuldabréf Líkt og áður segir kemur ekki fram í ársreikningi Spector hvaða skuldabréf þetta eru sem fyrirtækið á. Í ársreikningi Frumherja Invest árið 2008 kemur hins vegar fram að 2009 hafi félagið selt hlutabréf sín í norska eignarhaldsfélaginu, Banebryter A/S. Í reikningnum segir að Frumherji Invest hafi átti ríflega áttatíu prósenta hlut í því á árunum fyrir hrunið. „Eignarhlutur í dóttur­ félagi var seldur í maí 2009. Hluturinn er færður til eignar á söluverði að frá­ dregnum kostnaði við söluna.“ Sölu­ verð bréfanna nam um 1.400 milljón­ um króna. Sama ár keypti Frumherji Invest svo ótilgreind skuldabréf í Noregi fyrir ríflega 1.500 milljónir króna og á Spector, yfirtökufélag Frumherja In­ vest, þessi bréf núna. Í ársreikningi Frumherja Invest árið 2012 kom fram að útgefandi skuldabréfanna ætti að greiða félaginu upp bréfin með vöxt­ um í maí árið 2016. Finnur Ingólfsson situr því á dá­ góðum eignum í þessu félagi sínu, Spector ehf., en á móti eru sannarlega háar skuldir. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Fáum hefur gengið eins vel Fáum fyrrverandi þingmönnum hefur gengið eins vel í viðskipta- lífinu og Finni Ingólfssyni en hann átti skoðunarfyrirtækið Frum- herja þar til nýlega. Nú á hann til dæmis eignarhalds félagið Spector ehf. sem á skuldabréf fyrir tvo milljarða. „Felur samruninn í sér að Spector ehf. yfirtekur alla starfsemi Frumherja Invest ehf.Framkvæmdir komnar vel á veg Framkvæmdir við stækkun Norð­ fjarðarhafnar er á áætlun og verður lokið við þriðja og stærsta verkhlutann í desember næst­ komandi, að því er Austurfrétt greinir frá. Meðal þess sem fram­ kvæmdirnar fela í sér er flutn­ ingur smábátahafnar, færsla á varnargarði og lenging á stálþili. Á vef Austurfréttar kemur fram að verkhlutar séu alls fimm og verður hafist handa við fjórða og fimmta hlutann á næsta ári. Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki næsta haust en um er að ræða eina stærstu framkvæmd Fjarða­ byggðarhafna til þessa. Mistök við útborgun launa Mistök urðu við útborgun launa hjá Strætó bs. í byrjun mánað­ ar. Einhverjir starfsmenn fengu grunnlaun ekki greidd út, að­ eins vaktaálag og yfirvinnu. Í tölvupósti sem Anna Lára Guðfinnsdóttir, deildarstjóri akstursdeildar, sendi á starfs­ menn Strætó kemur fram að fjármálastjóri hafi verið látinn vita og að mistökin verði leiðrétt strax á mánudagsmorgun. DV hefur að undanförnu fjallað um óánægju vagnstjóra Strætó með yfirstjórn fyrirtæk­ isins. Óánægjan beinist hvað helst að framkvæmdastjóra Strætó, Reyni Jónssyni, en hann er sagður koma fram af hörku og lítilsvirðingu. Ljóst er að mis­ tök við launagreiðslur eru ekki til að bæta ástandið. T æknifyrirtæki Guðjóns Guð­ jónssonar, sem yfirleitt er kenndur við gamla OZ, tapaði 169 milljónum króna í fyrra og er eiginfjárstaða þess neikvæð um ríflega 216 milljónir. Fyrirtæk­ ið heitir OZ, líkt og gamla fyrirtækið sem Guðjón er yfirleitt kenndur við sem fór mikinn á Íslandi um alda­ mótin síðustu. Tap OZ þarf þó ekki að koma óvart þar sem fyrirtækið hefur unnið að því að vinna nýja gerð sjónvarps­ lausnar frá árinu 2010 sem gerir fólki kleift að vinna með sjónvarps­ efni í gegnum vörur frá Apple; taka upp sjónvarpsefni og geyma það á sjónvarpsskýi, spóla fram og til baka og fleira. Hægt er að nota lausnina í gegnum þráðlaust net í gegnum 3G­ og 4G­tengingar. Tekjur eru eðlilega ekki miklar á meðan slík lausn er í þróun. Fyrirtækið safnaði 300 milljónum króna í hlutafjárútboði í í fyrravor en þá setti Jón S. Von Tetzhner meðal annars fjármuni í fyrirtækið. Guð­ jón í OZ er hins vegar langstærsti hluthafinn með rúmlega 66 pró­ senta hlut. Lausnin frá OZ hefur síðan verið tekin í notkun og geta áskrif endur Stöðvar 2 meðal annars nýtt sér hana við að taka upp, geyma og vinna með sjónvarpsefni. n ingi@dv.is OZ tapaði 169 milljónum Tæknifyrirtækið safnaði 300 milljónum króna í hlutafjárútboði í fyrravor Tap í fyrra OZ, fyrirtæki Guðjóns Guðjónssonar, tapaði 169 milljónum í fyrra en sjónvarpslausn þess hefur nú verið tekin í notkun. Mynd SIGTryGGur ArI Blekhylki.is Við seljum ódýra tónera og blekhylki Fjarðargötu 11 og Smáralind • S: 517-0150

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.