Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Side 6
6 Fréttir Helgarblað 7.–10. nóvember 2014 Keyptu á 24 milljónir, seldu á nærri milljarð Íslandsbanki hafði umboðið til að selja P/F Magn út árið 2008 Þ egar Glitnir sölutryggði olíu- félagið Skeljung fyrir dóttur- félag Fons árið 2007 fyrir 8,7 milljarða króna sölutryggði bankinn einnig hluta- fé Fons í færeyska olíufélaginu P/F Magni. Glitnir seldi svo 51 prósents meirihluta í Skeljungi til hjónanna Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur og Guðmundar Arnar Þórðarson- ar síðla árs 2008 en hélt eftir 49 pró- senta hlut í félaginu. Bankinn hélt hins vegar eftir um- boði til að selja P/F Magn, sem var Skeljungur í Færeyjum, út árið 2008. Þá tók Fons aftur við umboðinu til að selja P/F Magn og seldi það félag svo í apríl 2009 til sömu aðila og höfðu keypt Skeljung af Glitni skömmu fyr- ir hrun. Um var að ræða félag í eigu þeirra Svanhildar Nönnu og Guð- mundar Arnar sem heitir Hedda eignarhaldsfélag ehf. Að sögn skiptastjóra Fons, Óskars Sigurðssonar, var félagið þá enn í eigu Pálma Haraldssonar og var stýrt af honum. Óskar sagði í samtali við DV á þriðjudaginn að P/F Magn hefði verið selt út úr Fons áður en hann tók við því sem skiptastjóri. „Áður en félag- ið fór í þrot var búið að selja þetta.“ Athygli vekur að P/F Magn var selt út úr Fons í apríl en félagið var tek- ið til gjaldþrotaskipta þann 30. þess mánaðar. Óskar segir að Fons hafi rift greiðslufyrirkomulaginu á P/F Magni og gert annan kaupsamning við þau Svanhildi Nönnu og Guð- mund Örn Þórðarson. „Hvernig fyrri viðskiptin voru, hvernig það kom til að Pálmi selur þetta, það veit ég ekki.“ Söluverðið fyrir P/F Magn var ógreitt þegar Fons varð gjaldþrota en ástæðan fyrir því var greiðslufyr- irkomulag samningsins sem Óskar fetti fingur út í. Samkvæmt ársreikningi Heddu eignarhaldsfélags fyrir árið 2009 námu keyptir eignarhlutar félagsins 110 milljónum króna árið 2009. Þar hlýtur að vera vísað til P/F Magns en færeyska olíufélagið er hins vegar ekki nefnt á nafn í ársreikningum. Bókfært verðmæti þessa eignarhlutar var 233,5 milljónir króna í árslok 2009. Mikill hagnaður Viðskipti Glitnis með Skeljung og P/F Magn hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu vikuna, eftir að Morgunblaðið greindi frá því að þrír af fyrrverandi starfsmönnum fyrir- tækjaráðgjafar Glitnis, síðar Íslands- banka, hefðu hagnast um rúmlega 800 milljónir hver þegar Skeljungur og P/F Magn voru seld til íslenskra líf- eyrissjóða í gegnum sjóðsstýringar- fyrirtækið Stefni í fyrra. Kaupverð fyr- irtækjanna tveggja var samtals um átta milljarðar króna. Starfsmennirn- ir þrír voru þau Einar Örn Ólafs- son, Kári Þór Guðjónsson og Halla Sigrún Hjartardóttir. Það var fyrir- tækjaráðgjöf bankans, þar sem þess- ir þrír starfsmenn störfuðu, sem sá um söluna á Skeljungi og einnig P/F Magni á meðan bankinn hafði um- boð til þess. Samkvæmt heimildum DV var það hins vegar ekki Íslandsbanki sem seldi P/F Magn heldur Fons þar sem umboðið til sölutryggingarinnar var fallið úr gildi í apríl 2009. Í tilkynn- ingu frá Höllu Sigrúnu Hjartardóttur í síðustu viku, þar sem hún sagði sig frá stjórnarformennsku í Fjármála- eftirlitinu frá og með næstu áramót- um, segir að Íslandsbanki hefði ekki haft neitt með viðskiptin að gera: „Ís- landsbanki, þar sem ég starfaði áður, hafði ekkert með þessi viðskipti að gera enda var P/F Magn keypt af þrotabúi Fons eignarhaldsfélagi.“ Íslandsbanki, fyrirtækið sem Halla Sigrún starfaði hjá, hafði hins vegar haft færeyska olíufélagið til sölu- meðferðar skömmu áður en það var selt til Heddu. Líkt og fjallað hefur verið um í DV létu þeir Einar Örn Ólafsson og Kári Þór Guðjónsson af störfum í Íslands- banka í april 2009. Ástæða starfsloka Einars Arnar var „trúnaðarbrestur“ sem tilkominn var vegna þess að bankinn taldi að Einar Örn ætti í við- ræðum við nýja eigendur Skeljungs um samstarf við þá og að þar af leið- andi færu hagsmunir bankans og hans ekki lengur saman. Hlutafjáreign upp á 24 milljónir Einar Örn Ólafsson, Kári Þór Guð- jónsson og Halla Sigrún Hjartardóttir keyptu svo hluti í Heddu eignarhalds- félagi árið 2011. Í ársreikningi eignarhaldsfélags Kára, Nolt ehf., er hlutabréfaeign félagsins bókfærð sem rúmar 24 milljónir króna bæði árin. Þar hlýtur meðal annars að vera um að ræða hlutabréfin í Heddu sem Kári seldi svo í fyrra með rúmlega 800 milljóna króna hagnaði, líkt og þau Einar Örn og Halla Sigrún. Árið 2012 seldi Hedda eignarhalds- félag Skeljungi svo 34 prósenta hlut í P/F Magni fyrir tæplega 1.342 millj- ónir króna og var kaupverðið greitt með hlutabréfum í Skeljungi – sam- tals 25 prósenta hlut. Orðrétt segir um þetta í ársreikningi Skeljungs 2012: „Félagið keypti 34,0% eignarhlut í P/F Magn af Hedda eignarhaldsfélag ehf. fyrir 1.341,8 millj. kr. og greiddi fyrir með nýjum hlutum í Skeljungi hf.“ Miðað við þetta var P/F Magn tæplega fjögurra milljarða króna virði árið 2012 en hafði verið 233,5 milljóna virði í árslok 2009 og að því er virðist enn minna virði árið 2011 þegar hlutafjáreign Kára Þórs í fé- laginu – þriðjungshlutur – var bók- færður á 24 milljónir króna. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Fons seldi en skiptastjóri rifti Fons, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar, seldi P/F Magn út úr félaginu rétt áður en það var úrskurðað gjaldþrota í apríl 2009. Glitnir hafði áður haft umboð til að selja P/F Magn. Tengdist ekkert Íslandsbanka Halla Sigrún Hjartardóttir sagði í tilkynningu í síð- ustu viku að sala Fons á P/F Magni tengdist Íslandsbanka ekki neitt. Bankinn hafði hins vegar haft umboð til að selja olíufélagið. „Hvernig fyrri viðskiptin voru, hvernig það kom til að Pálmi selur þetta, það veit ég ekki. F jölmiðlafyrirtækið 365 skipti um endurskoðanda á milli þess sem sem félagið skilaði ársreikningi fyrir árið 2012 og svo 2013. Endurskoðandi fjöl- miðlafyrirtækisins var áður KPMG en er nú PriceWaterhouseCoopers. Breytingin á endurskoðanda hefur verið tilkynnt og skrásett hjá ríkis- skattstjóra og kemur fram á saman- burðarskýrslu um starfsemi 365. Breytingin á endurskoðand- anum vekur athygli þar sem KPMG hafði síðastliðin ár gert athugasemd við rekstarhæfi 365 miðla. Slíka athugasemd var meðal annars að finna í ársreikningi ársins 2012. Engin slík athugasemda er hins vegar í ársreikningi 365 fyrir árið 2013 sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum upp á síðkastið. Í ársreikningi félagsins fyrir 2012 benti KPMG á að gengju áætlanir stjórnenda 365 ekki eftir gæti ver- ið vafi á rekstrarhæfi fjölmiðlafyrir- tækisins vegna þess að ætlað, bók- fært verðmæti eigna sé hugsanlega minna en talið er. Með öðrum orð- um að óefnislegar eignir 365 hafi verið ofmetnar. Í ársreikningi 365 fyrir 2012 voru óefnislegar eignir sagðar vera 5.880 milljónir króna en heildareignir rúmlega 9.850 milljónir. Óefnislegu eignirnar voru með öðrum orðum um 60 prósent eigna. Bókfært virði óefnislegra eigna lækkaði ekki í ársreikningi 365 fyrir árið 2013 en athugasemdina um ætlað verðmæti þessara eigna var ekki að finna í honum. n ingi@dv.is 365 skipti um endurskoðanda Engin athugasemd um rekstrarhæfi Nýr endurskoðandi 365 hefur nú fengið nýjan endurskoðanda en Jón Ásgeir Jóhann- esson, eiginmaður Ingibjargar Pálmadóttur, aðaleiganda félagsins, er fyrrverandi aðal- eigandi fyrirtækisins. MyNd SIgTryggur ArI Salan er aftur komin til skoðunar Salan á Skeljungi er aftur komin til skoðunar hjá Íslandsbanka, áður Glitni, í kjölfar nýrra upp- lýsinga um hagnað þriggja fyrr- verandi starfsmanna bankans á viðskiptum með fyrirtækið í fyrra. Þetta kom fram í upplýsingum sem bankinn veitti DV á miðviku- daginn. Ekki liggur fyrir hvers eðlis skoðunin er eða hversu langt hún er komin. Starfsmennirnir fyrrver- andi eru Einar Örn Ólafsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Kári Þór Guðjónsson. Salan á Skeljungi var skoðuð sérstaklega eftir að Einar Örn Ólafsson lét af störfum í bank- anum árið 2009. Ekkert misjafnt kom út úr þeirri skoðun, líkt og DV greindi frá árið 2011. Glitnir hafði einnig haft færeyska olíufélagið P/F Magn til sölumeðferðar út árið 2008 en hafði ekki selt fyrirtækið á þeim tíma, líkt og fjallað er um hér til hliðar. Hugsanlegt er að skoðun Íslandsbanka nú beinist einnig að P/F Magni og tilraununum til að selja það fyrirtæki árið 2008. Glitnir sölutryggði bæði Skelj- ung og P/F Magn fyrir Pálma Har- aldsson fjárfesti, eða félög í hans eigu, árið 2007. Ekki gekk að selja Skeljung fyrr en um haustið 2008 þegar Svanhildur Nanna Vigfús- dóttir og Guðmundur Örn Þórðar- son keyptu meirihluta í fyrir- tækinu – 51 prósent – fyrir 1,5 milljarða. Í apríl 2009 hætti Einar Örn svo í bankanum vegna trúnaðarbrests og réð sig til Skeljungs nokkrum vikum síðar. Í lok apríl keyptu Svanhildur og Guðmundur Örn P/F Magn af þrotabúi Fons en fyr- irtækjaráðgjöf Íslandsbanka hafði áður haft fyrirtækið til sölu. Árið 2011 eignuðust Einar Örn, Halla Sigrún og Kári svo hluti í félaginu Heddu ehf. sem hafði keypt P/F Magn af Fons. Þremenningarn- ir hafa neitað því að hafa grætt á Skeljungi og segjast aðeins hafa hagnast á sölu P/F Magns.w Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.