Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Síða 12
Helgarblað 7.–10. nóvember 201412 Fréttir Í slenska útgerðarfélagið Sam­ herji er gagnrýnt í nýrri skýrslu frá náttúruverndarsamtökunum Greenpeace vegna veiða við Svalbarða. Skýrslan fjallar um veiðar verksmiðjutogara sem bera fána Evrópusambandsins og er Samherji tengdur við eignarhald tveggja þeirra togara sem rætt er um í skýrslunni, Normu Mary og Sögu. Í skýrslunni segir meðal annars að Norma Mary hafi verið við veið­ ar innan þjóðgarðsmarka á Sval­ barða. „Ummerki eftir Normu Mary benda til að árið 2012 hafi togarinn verið við veiðar í firði á Svalbarða, meðal annars innan marka eins þjóðgarðsins. […] Sú veiðiaðferð togarans að notast við botnvörpu er mjög skaðleg og gæti hún valdið miklum skaða á viðkvæmu og til­ tölulega lítt þekktu lífríki Norður­ skautsins. Með því að notast við botnvörpu leggur Norma Mary sitt af mörkum til fiskveiða sem valda skaða í heiminum.“ Segir svæðið öllum opið Þorsteinn Már Baldvinsson, for­ stjóri Samherja, segir að útgerðar­ fyrirtækið hafi ekki veitt í óleyfi við Svalbarða. Svæðið sé öllum opið og Norma Mary hafi verið þar við rækjuveiðar í sjö daga. „Það er sagt frá því að hann hafi farið inn á svæði við Svalbarða sem er í raun svæði sem er opið fyrir veið­ ar. Þessu svæði er stjórnað í raun af Norðmönnum, Rússum og Evrópu­ sambandinu sameiginlega. Þetta svæði er opið skipum til rækju­ veiða. Við fórum inn á þetta svæði í sjö daga í lok ágúst árið 2012,“ segir Þorsteinn Már. Benda á 20 stærstu skipin Inntakið í skýrslu Greenpeace er að nafngreina fjölda verksmiðju­ togara sem veitt hafa um árabil undir fánum Evrópusambands­ ins á svæðum sem þeir ættu ekki að veiða og þar sem þeir valda skaða á vistkerfum. Markmið Greenpeace, að sögn samtak­ anna í skýrslunni, er að hjálpa Evrópusambandinu að bera kennsl á 20 stærstu skipin sem hvað mestum skaða valda. Einkum eru það botnvörpu­ veiðar sem Greenpeace telur vera skaðlegar. Þorsteinn segir að auðvitað sé ákveðinn tilgangur með slíkri skýrslu. „Auðvitað er ákveðinn tilgang­ ur með skýrslunni. Það er alveg ljóst. Markmið Green­ peace er að hafa áhrif á stjórn­ málamenn. Það er ykkar að lesa og okkar að svara.“ Eignarhaldið óljóst Samherji er einnig gagnrýnt vegna togarans Sögu sem Green­ peace ýjar að að sé í eigu Sam­ herja í gegnum þýska dótturfélag­ ið DFFU sem aftur á pólska félagið Atlantex Sp.z.o.o. sem Greenpeace segir að reki skipið. Þorsteinn seg­ ir hins vegar að Samherji eigi ekki umrætt skip. „Við eigum þetta skip ekki nei; við leigjum þetta skip,“ segir Þorsteinn Már. Í skýrslunni segir orðrétt um þessa aðkomu Samherja að rekstri skipsins. „Nýjar upplýsingar sýna að 100 prósent af bréfum Atl­ antex eru í eigu félagsins Esja Shipping Ltd. á Kýpur. Mik­ il tengsl eru á milli Esju Shipping Ltd. og Sam­ herja. Samherji kann að spara sér skattgreiðslur með því að hafa dóttur­ félag sitt á Kýpur. Á sama tíma kann að vera að pólska dótturfélagið flytji mest af hagnaði sínum aftur til Íslands og að aðeins lítill hluti af peningunum verði eftir í Póllandi.“ n Samherji gagnrýndur í skýrslu Greenpeace n Sagður hafa veitt innan þjóðgarðsmarka á Svalbarða Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Þetta svæði er opið skipum til rækjuveiða Segir tilganginn pólitískan Þorsteinn Már segir að tilgangur skýrslu Greenpeace sé að reyna að hafa áhrif á stjórnmálamenn innan Evrópusambandsins. Við Svalbarða Greenpeace segir Samherja hafa veitt innan þjóðgarðs- marka á Svalbarða. Þorsteinn Már segir svæðið öllum opið. N ei, ég fékk ekki,“ segir rúm­ lega fimmtugur heimilis­ laus maður, sem DV fjallaði um á dögunum, aðspurð­ ur hvort hann hafi fengið úthlut­ að félagslegu húsnæði hjá Reykja­ víkurborg í síðustu viku. Maðurinn glímir við alvarlegan hjartasjúk­ dóm og hefur læknisvottorð upp á það að hann geti ómögulega ver­ ið húsnæðislaus sökum veikinda sinna. Hann hefur verið á biðlista hjá borginni síðastliðin sex ár án þess að fá úthlutað íbúð og hefur verið heimilislaus á því tímabili. Eins og fram kom í forsíðufrétt DV þann 28. október kvíðir hann vetrinum og efast um að hann hafi heilsu til að þola annan harðan vetur á göt­ unni í sínu ástandi. Maðurinn, sem átti hamingju­ samt fjölskyldulíf áður en ógæf­ an dundi yfir, er ekki í óreglu en hann hefur ítrekað verið tilnefnd­ ur af sinni þjónustumiðstöð í laust félagslegt húsnæði hjá borginni. Alltaf virðist þó gengið fram hjá honum og einhver metinn í meiri forgangi. Eins og DV fjallaði um á dögun­ um forgangsraða sex þjónustu­ miðstöðvar borgarinnar fólki og tilnefna í húsnæði. Miðlægur fundur á skrifstofu velferðarsviðs tekur síðan þessar sex tilnefningar fyrir frá hverri miðstöð, fyrir hverja íbúð fyrir sig og þar er endanlega ákveðið hverjir fá úthlutað. „Það er búið að tilnefna mig átta sinnum núna,“ segir maðurinn í samtali við DV en úthlutun þar sem hann var enn á ný tilnefnd­ ur fór fram um miðja síðustu viku. Enn þarf hann því að bíða, fastur á biðlista borgarinnar, að verða úr­ kula vonar eftir ítrekaða höfnun. n mikael@dv.is Heimilislausum manni hafnað Alvarlega hjartveikur og heimilislaus á biðlista í borginni í sex ár Ólafsfirðingar fá réttlæti Síðastliðinn ágústmánuð fjall­ aði DV ítrekað um innbrota­ hrinu á Ólafsfirði sem staðið hafði þá um nokkurt skeið. Síð­ ar kom í ljóst að flest öll innbrot voru runnin undan rifjum einn­ ar ungrar konu. Hún bað bæjar­ búa afsökunar í einlægu viðtali við DV þar sem hún skýrði frá því að hún hefði verið í mikilli neyslu, fyrst og fremst e­pillum merktum hakakrossinum, þegar hún stal öllu steini léttara. Síðastliðinn þriðjudag var konan dæmd í fjörutíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir gripdeild sína. Mikill hiti var í Ólafsfirðingum vegna innbrot­ anna á sínum tíma og höfðu sumir orð á því að þeir ætluðu að taka lög­ in í eigin hendur. Konan var dæmd fyrir þrjú atvik, sem DV fjallaði um. Í fyrsta lagi var hún dæmd fyrir að hafa sunnudaginn 27. júlí farið inn í íbúð og stolið þaðan „trú­ lofunarhring úr silfri og með demöntum, armbandi, hálfum viskípela og andlitskremi og maskara.“ Í öðru lagi var hún dæmd fyrir að hafa þann 22. júlí ruðst inn í íbúðarhús þar sem aðeins tólf ára stúlka var heima. Þar stal hún tveimur bjórum úr ísskáp og einu pari af skóm. Þriðja atvikið var þann 24. júlí en þá braust hún inn í þriðja íbúðarhúsið og stal þaðan „10 bjórum af gerðinni Thule Ex­ port, þrennum síðum íþrótta­ buxum, tveimur stutterma­ bolum, einum hlífðarjakka frá 66 gráðum norður, einu karl­ mannsúri af gerðinni Diesel, einu sjali, lítilli snyrtitösku úr silki, snyrtivörum (Body lotion, sólvörn og naglalakkleysir), augnháratöng, einu málmarm­ bandi með fjólubláum stein­ um og einni fartölvu af gerðinni Toshiba Europe.“ Það var mat dómsins að þar sem konan hafði játað verknað­ inn, skilað mununum, sem og farið í meðferð, að dómurinn yrði skilorðsbundinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.