Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Blaðsíða 18
Helgarblað 7.–10. nóvember 201418 Fréttir
Í
slensk stjórnvöld ættu að taka sér
tak og skoða hælisumsóknir ofan
í kjölinn. Hætta er á því að fólk
sem vísað er úr landi, á grund-
velli Dyflinnarreglugerðarinnar,
sé sent aftur til heimalanda sinna
þar sem pyntingar og kerfisbundið
ofbeldi bíður þess. Þetta segir Justine
Ijeomah, framkvæmdastjóri mann-
réttindasamtaka í Port Harcourt í
Nígeríu, en hann hefur starfað með
Amnesty International í rúmlega
fimm ár, og hélt erindi á þeirra veg-
um í hátíðarsal Norræna hússins
mánudaginn 27.október. Sjálfur hef-
ur Justine í tugi skipta orðið fyrir
barðinu á lögreglu landsins, sætt
pyntingum af hálfu hennar og lifað
af tvær morðtilraunir.
Tuttugu og fimm Nígeríumenn
sóttu um hæli á Íslandi á árun-
um 2012–2013. Mörgum þeirra var
synjað á grundvelli Dyflinnarreglu-
gerðarinnar, sem kveður á um heim-
ild til þess að vísa hælisleitendum
aftur til þess Schengen-lands sem
þeir komu fyrst til. Erfitt er að fá upp-
lýsingar um endanleg afdrif þessara
einstaklinga en dæmi eru um að
hælisleitendur séu sendir beinustu
leið frá móttökulandi til Nígeríu. DV
hefur undanfarna daga reynt að ná
tali af Osahon Okoro, nígerískum
hælisleitanda sem vísað var úr landi
í desember í fyrra. Blaðið hefur haft
samband við þá sem þekktu hann
hér á landi, og sent töluvpóst á net-
fangið hans án árangurs.
Pyntingum og annarri illri með-
ferð er kerfisbundið beitt af lögreglu
og her í Nígeríu. Karlmenn, konur
og börn allt niður í 12 ára aldur sæta
meðal annars barsmíðum, skotárás-
um, nauðgunum, kæfingu, útdrætti
á tám og nöglum í refsingarskyni
eða til að fá fram játningu. Þetta er
á meðal þess sem fram kom í erindi
Justine. „Grimmdin er slík og um-
fangið að jafnvel hörðustu rann-
sakendum mannréttindabrota er
brugðið,“ segir Netsanet Belay, fram-
kvæmdastjóri rannsóknarteym-
is Amnesty International. En það
nægir íslenskum yfirvöldum ekki
að vera meðvituð um grimmdina í
Nígeríu, ef þau taka sjálf þátt í því –
beint eða óbeint – að senda fólk aft-
ur í pyntingarklefana, segir Justine.
„Þetta er rangt og ég vil nota tækifæri
til þess að biðla til íslenskra stjórn-
valda að skoða hælisumsóknir ofan í
kjölinn og veita þeim sem þess þurfa
hæli. Ekki vera hræsnarar.“
Ómannúðleg meðferð yfirvalda
„Allar þjóðir ættu að taka þátt í bar-
áttunni gegn pyntingum, þar á
meðal ríkisstjórn Íslands, sem gæti
boðið fórnarlömbum pyntinga ein-
hvers konar vernd til þess að koma
í veg fyrir að þau verði fyrir frekari
pyntingum,“ segir Justine og heldur
áfram: „Ef þú sendir fólk sem hef-
ur orðið fyrir pyntingum í Níger-
íu þangað aftur, er ljóst að þarlend
yfir völd munu handtaka það í ann-
að sinn, og þau verða fórnarlömb
pyntinga á nýjan leik.“
Hælisumsóknir eru oft og tíðum
ekki teknar til efnislegrar meðferðar
hafi umsækjandi haft viðkomu í öðru
Schengen-ríki áður en hann kom til
Íslands. Þess í stað er vísað í fyrr-
greinda Dyflinnarreglugerð og hæl-
isleitendur sendir til landa þar sem
umsóknum þeirra hefur oftar en
ekki þegar verið hafnað. „Þar er klár-
lega um að ræða ómannúðlega með-
ferð af hendi ríkisstjórnar ykkar,“ seg-
ir Justine sem telur rétt að yfirvöld
beygi af þessari leið.
„Þetta er rangt. Þau eru að sækja
um hæli og þið getið veitt þeim það.
Kannið sögu þeirra og ef hún er
byggð á staðreyndum veitið þeim
hæli,“ segir Justine og tekur fram
að lögin þurfi að hafa rúm fyrir
mennsku. „Íslensk lög ættu að hafa
mannúðlegt andlit.“
Fögur fyrirheit ekki nóg
Justine segir nauðsynlegt að skoða
mannréttindamálin í stærra sam-
hengi. „Heimurinn er orðinn alþjóð-
legur. Í dag er það kannski Nígería
en á morgun Ísland.“ Séu pyntingar
látnar viðgangast í ákveðnum ríkjum
heimsins geti það leitt til þess að slíkt
breiðist út. Mikilvægt sé að fólk sem
hafi orðið fyrir pyntingum fái vernd
í þeim ríkjum þar sem mannréttindi
eru virt. „Við eigum stórt vandamál
fyrir höndum ef þeir sem fá enga
vernd fyrir pyntingum í heimalönd-
um sínum er neitað um vernd þar
sem almenn mannréttindi eiga að
ríkja.“
Spurður hvort það skjóti ef til
vill skökku við þegar vestræn lýð-
ræðisríki á borð við Ísland gagnrýna
pyntingar í öðrum löndum á sama
tíma og þau sendi fólk aftur nauð-
ugt til landa þar sem það getur átt
yfir höfði sér pyntingar og ómannúð-
lega meðferð, segir Justine: „Jú, auð-
vitað. Látum þau fara eftir þeirri sem
stefnu sem þau boða. Látum það
ekki bara birtast á pappír heldur líka
í reynd. Látum það sjást í veruleikan-
um.“ Hann segir fjölmiðla geta leik-
ið lykilhlutverk í því að miðla rödd-
um þeirra sem leita skjóls. Í því geti
falist þrýstingur á ríkisstjórnir um að
beygja af þessari stefnu sinni.
Götustrákur dæmdur til dauða
Í starfi sínu heimsækir Justine, ásamt
starfsliði sínu og hópi sjálfboða-
liða, lögreglustöðvar þar sem fólk er
í hættu á að sæta pyntingum og illri
meðferð. Í maí 2010 var hann tals-
maður unglingspilts sem bjó á göt-
unni og hafði stolið smáræði til þess
að eiga fyrir mat. „Hann var pynt-
aður til þess að játa á sig að hafa
stolið símakorti. Þeir rifu af honum
táneglurnar, hægt og örugglega,
þannig að sársaukinn yrði nógu mik-
ill.“ Þá var drengurinn látinn hanga
í loftinu áður en táneglurnar voru
rifnar af honum með sama hætti.
„Hann skrifaði á endanum undir
yfir lýsingu þar sem hann játaði allt
sem honum var sagt að játa á sig. Það
var notað til þess að dæma hann til
dauða fyrir rétti.“
Justine segir þessa sögu ekkert
einsdæmi en hann sjálfur var hand-
tekinn eftir að hann heimsótti
drenginn, haldið í tvær klukkustund-
ir og barinn af lögreglumanni sem
síendurtekið sló höfði hans upp við
steinvegg. Þegar hann var látinn laus
þurfti að flytja hann á spítala þar sem
gert var að sárum hans. Justine seg-
ir að yngri kynslóðin í Nígeríu sem
býr við fátækt sé sérstakt skotmark
lögreglu þegar kemur að pynting-
um og annarri illri meðferð. Fyrir
marga sem búa í fátækrahverfum í
Port Harcourt er Justine sá sem haft
er samband við þegar lögregla hef-
ur afskipti af einhverjum. Bæjaryfir-
völd í heimabæ Justine nefna hann
„Mr. Human Rights“ eða „Hr. Mann-
réttindi“.
Kemur í bakið á okkur
Justine segir fátækasta fólk Níger-
íu eiga mest á hættu að enda í fang-
elsi og verða pyntað. „Fátæka fólkið
hefur ekki efni á því að múta lög-
reglunni og endar oftar en ekki í
fangelsi án dóms og laga.“ Þeir sem
hafi peninga á milli handanna múti
lögreglunni einfaldlega og séu því í
raun handan dóms og laga í krafti
auðs síns.
Um heimalandið segir hann
þetta: „Landið mitt er mjög ríkt en
ríkidæmið nær ekki til hins mikla
meirihluta sem lepur dauðann úr
skel,“ segir Justine og tekur fram að
örfáir einstaklingar hafi stolið auð-
lindum þjóðarinnar. „Þeir hafa ver-
ið að tæma sjóði landsins og spill-
ingin gegnsýrir allt. Þetta hefur ekki
góð áhrif á hinn fátæka meirihluta
sem þjáist. Við biðjum ríkisstjórn
Íslands og annarra Vesturlanda
um að berjast gegn spillingunni í
landinu mínu.“
Árið 2013 úthlutuðu sænsk
stjórnvöld Justine Per Anger-verð-
laununum fyrir störf hans í þágu
mannréttinda. Hann segist berj-
ast fyrir réttindum þeirra sem bíði
dauðadóms í Nígeríu vegna þess að
hann viti hversu meingallað réttar-
kerfið í landinu er. „Kerfi sem þekk-
ir ekki réttæti ætti ekki að taka líf. Á
meðan þú leyfir blóðinu að flæða á
einum stað máttu búast við því að
það komi síðar í bakið á þér.“ n
„Ekki vera hræsnarar“
n Mannréttindafrömuður biðlar til íslenskra stjórnvalda um að senda fólk ekki í pyntingarklefana n Pyntingar stundaðar í miklum mæli í Nígeríu
Jón Bjarki Magnússon
jonbjarki@dv.is
Láta sig málið varða Allar þjóðir
ættu að taka þátt í baráttunni gegn
pyntingum, segir Justine Ijeomah.
„Ég vil nota tæki-
færi til þess að
biðla til íslenskra stjórn-
valda um að skoða hælis-
umsóknir ofan í kjölinn.