Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Qupperneq 28
Helgarblað 7.–10. nóvember 201428 Fólk Viðtal
H
eilsan er þokkaleg en ég þarf
nokkra mánuði til að safna
kröftum og ná mér að fullu.
Ég býst við að ég geti það og
reyni það,“ segir Jóhanna
Kristjónsdóttir ferðamálafrömuður,
blaðamaður og rithöfundur sem er
að jafna sig eftir skurðaðgerð þar
sem krabbameinsæxli var fjarlægt úr
öðru lunga hennar.
Mætti ekki í útgáfupartíið
Jóhanna sendi nýlega frá sér bókina
Svarthvítir dagar en hefur lítið get-
að tekið þátt í kynningu bókarinnar
vegna veikindanna. Þess í stað hef-
ur hún treyst á fólkið sitt til að taka
slaginn fyrir sig. „Ég gat ekki mætt í
mitt eigið útgáfupartí en þá var það
Vera Illugadóttir sem las upp úr bók-
inni. Ég hef bæði Veru og dóttur
mína, Elísabetu, og systur mína, Val-
gerði til að lesa fyrir mig í nóvember
og desember.
Þetta er ekkert vesen. Bókin verð-
ur bara að sýna og sanna að hún
geti staðið á eigin fótum,“ segir Jó-
hanna sem viðurkennir þó að það sé
undarlegt að standa svona á hliðar-
línunni við útgáfu bókar. „En ég hef
ekki kraftana og þess vegna þýðir
ekkert að hugsa um það. Ég verð að
gjöra svo vel og sætta mig við þetta.
Heilsan er einu sinni merkilegri en
allt annað. En vissulega hefði verið
gaman að taka þátt í þessu.“
Endurminningar lítillar stelpu
Jóhanna ólst upp í hópi þriggja
systkina í Reykjavík. Hún gekk í
Landakotsskóla, Kvennaskólann og
Menntaskólann í Reykjavík. Faðir
hennar, Kristjón Kristjónsson, var
framkvæmdastjóri hjá Sambandi
íslenskra samvinnufélaga og lengi
framkvæmdastjóri BSÍ en móðir
hennar, Elísabet Engilráð Ísleifs-
dóttir, var gjaldkeri í mörg ár hjá BSÍ.
„Svarthvítir dagar eru endurminn-
ingar lítillar stelpu sem var að velta
fyrir sér heiminum, stríðinu, pólitík-
inni, vináttunni og öllu heila gallerí-
inu á tíma sem fólk gæti verið forvitið
um. Það hefur ekki verið mikið skrif-
að um þennan tíma held ég,“ segir
hún en bókin spannar tímabilið 1940
til 1956.
Alltaf verið mikil listakona
Hún segir það hafa verið lítið mál
að rifja upp bernsku sína en viður-
kennir að hafa haft dagbækur sín-
ar til hliðsjónar. „Það er athyglisvert
hvað minnið geymir. Ég hef afskap-
lega gott minni og þetta kom til mín
í myndum eða glömpum. Mér fannst
forvitnilegt þegar ég byrjaði að sjá
hvað ég myndi og hvað myndi koma
til mín. Það var æði margt en kannski
ekki allt í samfellu fyrstu árin. Ég hélt
dagbók þegar ég var níu ára, þrett-
án og fimmtán ára og gat stuðst við
hana þegar ég var ekki alveg viss,“
segir hún og játar að hafa haldið dag-
bók af og til allar götur síðan. „Þau ár
sem ég bjó í útlöndum hélt ég dag-
bók og alltaf þegar ég fer í ferðalög.
Þetta eru ekki bækur fullar af hjart-
næmum upplýsingum og leyndar-
málum heldur staðreyndadagbækur.
Þegar ég var níu ára var ég að hugsa
allt mögulegt, eins og hvort ég væri
sú klaufalegasta í leikfimi af öllum og
hvort ég ætti að fara í bíó og sjá eft-
irlætisleikkonuna mína. Svo færðist
þetta aðeins til. Þrettán og fimmtán
ára var ég að skrifa lista. Ég hef alltaf
verið mikil listakona og geri lista yfir
„Heppin
að þetta
skyldi fara vel“
Jóhanna Kristjónsdóttir greindist
nýlega með krabbamein í lunga. Hún er komin
heim af sjúkrahúsi þar sem æxlið var skorið í burtu.
Jóhanna lætur engan bilbug á sér finna og er
staðráðin í að ná sér að fullu. Jóhanna ræðir hér um
veikindin, nýju bókina, árin með Jökli, ferðalögin og
fordóma í garð íslam og fjölskylduna sem hún segir
sitt mesta stuðningsfólk.
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
„Áður en við Gísli
fórum frá Bagdad
hringdi ég í Saddam
Hussein og þakkaði hon-
um fyrir að hafa sleppt
honum.